Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Á hvaða túni er Össur....

Það er ekki laust við ég velti því fyrir mér út á hvaða túni er þessi maður Össur Skarphéðinsson eiginlega...

Var ekki að koma bréf frá ESB sem segir allt annað en það sem Össur heldur núna fram og hvað er það sem Össur er ekki að skilja...

Hann er kannski einu sinni enn algjörlega ólesinn og segir bara það sem honum henntar til að bjarga eigin skinni eða kannski kann hann ekki að lesa útlensku....

Það er alla vegna alveg ljóst að það kom bréf sem heldur öðru fram...

Þetta er Utanríkisráðherra Íslands og eins og háttarlag hans er búið að vera þá er það ekki góð fyrir-mynd fyrir okkur og á hann að segja tafarlaust af sér vegna vísvitandi ósanninda...


mbl.is ESB hefur fallist á samningaleið Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er þörf...

Þetta er málefni sem kemur alltaf upp öðru hvoru og ástæðan fyrir þessum skrifum mínum núna er sú að ég er foreldri sem hef lent í þessu með barn mitt...

Hvað veldur þessari þörf hjá sumum og öðrum ekki ætla ég ekki að kryfja hér heldur hvernig við hin gætum hugsanlega brugðist við þessari þörf hjá þeim sem henni eru haldnir, bregðast við vegna þess að þetta er þörf hjá krökkum og unglingum...

Það er svo ljótt að sjá allt út krotað fyrir utan það fjárhagslega tjón sem kemur þegar þarf að laga til eftir svona svo það er spurning hvort ekki væri betra að finna húsnæði og jafnvel útiveggi sem mætti krota á og gera obinbera fyrir svona list...

Þetta er jú viss tegund af list ef út í það er farið og í mínu tilfelli þá leystist málið farsællega þar sem minn strákur og fleiri fengu það verkefni að graffa Alltaristöflu sem tókst alveg frábærlega vel og skyldi það verkefni eftir sig mikin skilning og þroska...

Þetta er þörf hjá sumum á vissum aldri og ætti að bregðast við þessari þörf með því að búa til aðstöðu þar sem hægt er krota, spreyja og graffa eins og hver og einn vill...


mbl.is Bætir fyrir krotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni fram í fingurgóma...

Bíðum nú aðeins erum við gengin í ESB....

Er þetta ekki maðurinn sem sagði að við værum bara og ég tek fram BARA AÐ FARA Í VIÐRÆÐUR...

Viðræður sem væru svona eins og að fara í kaffiboð til frænku og ræða daginn og veginn....

Össur Skarphéðinsson Utanríkisráðherra er ekki með stuðning fyrir þessu brölti sínu frá meirihluta Þjóðarinnar sem veit þó hvað hún vill og það er ekki í ESB...

Það er ekkert að marka þennan mann sem virðist segja það sem honum henntar hverju sinni eins og þegar hann hélt því fram að Icesave samningarnir væru þeir bestu og varð svo að viðurkenna að hann hafði ekki einu sinni lesið það sem hann var að róma...

Það á að kalla þennan mann heim og gera honum grein fyrir því að hann er ekki með umboð frá meirihluta Þjóðarinnar. 

Það á að vera Þjóðin sem ræður för og Ríkisstjórn Íslands hverju sinni ber að fara eftir og virða vilja meirihluta Þjóðarinnar...

Vinnuverkefni á að ráðast af kosningarloforði takk fyrir...


mbl.is Auka þrýsting á Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalla eftir skjaldborg fyrir heimilin í landinu...

Ég er oftar og oftar farin að standa mig að því að spyrja mig í huganum HVAR ER ÞESSI SKJALDBORG...

Hvar er þessi skjaldborg sem lofað var og átti að koma fyrir heimili og fyrirtæki Landsmanna...

Það vantaði ekki gólið í Jóhönnu Sigurðardóttir eða Steingrím J. Sigfússon fyrir síðustu kosningar og vart mátti greina hvort gólaði hærra á tíðum SKJALDBORG UTAN UM HEIMILI OG FYRIRTÆKI LANDSMANNA...

Ég tek það fram að ég er ekki í þessum sporum en ég sé í kringum mig og það er oft á tíðum sárt að sjá fólk sligað af áhyggjum og örvæntingu vegna þess að það er að gera sitt besta og það dugir ekki til...

Það er að gera sitt besta og það er hjá sumum eins og dropi í hafið...

Það hefur nákvæmlega ekkert lagast hjá heimilum og fyrirtækjum Landsmanna heldur hefur allt farið á verri veg og fer sá vegur versnandi...

Ég kalla eftir þessari Skjaldborg sem lofað var og mundi ég vilja fá að sjá það sem Jóhanna og Steingrímur voru með í huga þegar þau góluðu sem hæðst...


mbl.is Hrina uppboða í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband