Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Hvað er að gerast...

Að 14 ára stúlku skuli vikið úr skóla vegna þess að henni hafi verið nauðgað er algjörlega út í hött vegna þess að henni var nauðgað og hún ekki brotleg eða gerandi heldur brotaþoli og hverslags samfélag er verið að búa til með þessum skilaboðum...

Skilaboðum þar sem nauðgurum er hreinlega hampað fyrir gjörðir sínar...

Látum þetta mál okkur varða vegna þess að þetta er siðlaust í allri sinni mynd og ekki það sem við viljum að viðhafist eða verði látið viðgangast á þeim tímum sem við lifum núna...


mbl.is Rekin úr skóla eftir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin óvissa hjá meirihluta...

Það er greinilegt að ESB sinnar eru farnir að óttast komandi kosningar þar sem Þjóðin mun henda þessari ESB umsókn út á hafsauga að henni lokinni...

Út á hafsauga mun þessi umsókn fara eftir næstu kosningar, umsókn sem er búinn að kosta Þjóðfélagið allt gífurlega mikið í formi peninga og tíma.

Tíma og peninga sem hefði svo sannarlega verið hægt að nota í uppbyggingu á hag okkar...

ESB sinnar eru búnir að hafa tæp 4 ár til að klára þennan svo kallaða samning og í upphafi átti þetta ekki að vera nokkurt mál að gera og af hveru samningurinn er ekki tilbúinn er eingöngu seinagangi þessara ESB sinna að kenna, og því miður fyrir ykkur ESB sinna segi ég að við Þjóðin höfum ekki lengur efni á því að kasta peningum okkar á glæ og tími komin á að við förum að snúa okkur að okkur og okkar málum...

ESB sinnar...

Þið eruð búin að hafa tímann síðustu rúm 3.ár með ykkur í að klára þennan samning og að hann sé ekki tilbúinn enn er áfellisdómur út af fyrir sig á störf þeirra sem samninginn hafa með að gera...

Meirihluti Þjóðarinnar veit hvað hann vill í þessu máli og þar er engin óvissa, sá tími er að koma að við Þjóðin svörum vilja okkar í þessu mikla máli með því að kjósa okkur nýja stjórnendur okkur til í komandi Alþingiskosningum...


mbl.is Óvissa um lok viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningur klárist hvað þýðir það...

Að samningur klárist og komist í höfn talar hann um að mikilvægt sé eins og allir ESB sinnar segja núna, það er svo mikilvægt að fá samningin í höfn til þess að það sé hægt að segja já eða nei annað væri galið, en hvað þýðir það að klára samninginn...

Er það ekki svo að til þess að samninginn sé hægt að klára þá verði að keyra allt regluverk og lagaramma ESB hingað inn í Landið og henda því sem við erum fyrir með út, og þegar það er búið þá er samningurinn svo kallaði tilbúinn...

Það eru engar undartekningar til hjá ESB varðandi sjávarmið okkar og hafa Ráðamenn frá ESB sagt okkur að þar séu engar undartekningar að fá svo eitthvað hefur Björn Valur ekki verið að fylgjast nógu mikið með eða er það kannski svo að hann sé einn af þeim sem heyra bara það sem þeir vilja heyra og ekkert annað vegna þess að þetta er ekki svona einfalt þegar í enda er komið eftir nánari skoðun, og skoðum það aðeins varðandi tengslin við hugsanlega Stjórnarskrá sem nokkrir láta sig dreyma um að komi og verði sú nýja...

Þar í 111.grein er að finna ansi opna og víðtæka heimild Forsætisráðherra til, til að framselja Ríkisvald til Alþjóðastofnana sem þýðir jú það að þó svo að það yrðu hugsanlega gerðir einhverjir bráðabrigðar-samningar varðandi sjávarmiðin okkar þá er hægt að kippa þeim samningum sí svona í burtu ef því er að skipta...

Verum vakandi Íslendingar þau okkar sem viljum ekki í ESB og segjum nei við fyrstu spurningu í komandi Þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig tryggjum við hag okkar bestan eins og staðan er í dag...


mbl.is ESB ekki fyrirstaða samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kaupa sjálft sig...

Það er eitt sem ég skil ekki í þessu vitandi það að það erum við fólkið sem eigum OR og við fólkið sem eigum Lífeyrissjóðina að þá er þetta eins og að kaupa sjálft sig eða hvað...

Af hverju er Stjórnarmönnum OR ekki að ganga betur en svo að reka fyrirtækið að selja þurfa  þeir eigur þess...

Er vitað hvað núverandi Stjórnarmenn OR eru búnir að taka af lánum frá því þeir tóku við...

Við vitum af erfiðri stöðu sem fyrir var og hvernig lá í henni svo það vantar skýringu á þessu....

Af hverju er þetta ekki að ganga betur eftir allann þann niðurskurð sem innandyra hefur verið gerður af núverandi Ráðamönnum ?

Hvar liggur vandin eiginlega núna er hann kannski í bruðli og fljófærnis ákvörðunum  þessara manna eða hvað....


mbl.is Taka ágætlega í hugmyndina um Sleggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóun á fé...

Ef hugsað er til strætó-samgöngumiðstöðvar sem á að vera miðja fyrir Landsbyggðina líka þá er það nú hálf hálvitalegt að ætla hana þar sem BSÍ er staðsett vegna þess að ef við hugsum betur um miðjuna á Reyhjavík þá er miðbærinn og BSÍ eiginlega orðið partur af vesturbænum sem endar við sjávarsíðuna...

Að hugsa aftur til miðjunar þá kemur Kringlan og ja aftur Kringlan í huga mér vegna þess að Breiðholt og þar er eiginlega of mikið út á hlið frá miðju en Kringlan aftur á móti kjörin miðja hvort sem það er strætó innan Höfuðborgarinnar eða út á Landsbyggðina í suður átt, austur átt norður og eða vestur átt...

Það á ekki að vera hægt að bruðla svona með fé Reykvíkinga bara vegna og hvað þá án þess að það hafi farið faglegt mat fram sem halda mætti að væri nauðsynlegt vegna þess að það er engin skynsemi í þessari ákvörðun...


mbl.is Lýsir ótrúlegri hvatvísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn byrjaður að vaxa.

Mikið er ég fegin að flokkurinn minn er farin að vaxa, og vil ég sjá hann stækka mikið og vel og verða ofan á eftir næstu kosningar vegna þess að svo á að vera hjá þjóð sem vill vera Sjálfstæð.

Þjóð sem vill vera fullvalda og sjálbjarga með sinn eigin gjaldmiðil og hagkerfi er Sjálfstæð þjóð og þar þurfum við að vinna betur að okkar eigin hag og þó svo að við Íslendingar höfum orðið fyrir broti þá er ekkert sem segir okkur að við getum ekki risið upp úr þessum miklu erfiðleikum ef við viljum svo...

Sjálfstæð Þjóð með fullveldi og lýðræði veit hvað henni sjálfri er fyrir bestu og eitt af því sem meirihluti Þjóðarinnar veit er að hann er ekki á leiðinni í ESB...


mbl.is Ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband