Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Ekki hægt að sinna þörfum Íslendinga vegna ESB...

Það er ótrúlegt að það sé ekki hægt að sinna innanlandsmarkaði vegna þess að merkingar á umbúðum hennta ekki reglum ESB....

Ef að regluverk ESB er farið að stjórna þessu þá er komin tími á það að Þjóðin fái að svara því hvort regluverk ESB sé það sem hún gæti hugsað sér hingað á Ísland eða ekki...

Það er endarlaust hægt að neyta Þjóðinni um rétt meirihluta Þjóðarinnar á að fá að segja vilja sinn um þetta ESB samband á þeirri forsendu að það séu bara um viðræður að ræða og enga aðlögun...

Þegar regluverk ESB er farið að stjórna svona hér á Íslandi og það án þess að Þjóðin hefur nokkur tíma fengið að segja hug sinn og vilja á þessu ESB sambandi þá er ekki um viðræður að ræða...

Við hvað eru þessir ESB sinnar eiginlega hræddir, af hverju fá Íslendingar ekki að segja vilja sinn og hug varðandi inngöngu sína í ESB eða ekki....

 


mbl.is Íslendingar borða innfluttan fisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnubrögð talar hún um...

Ja hérna segi ég bara við þessu vegna þess að með þessum orðum sínum þá er hún Margrét Tryggvadóttir að segja það að hún styðji vinnubrögð þau sem viðgengist hafa hjá núverandi Ríkisstjórn það er lygar og svik til þess eins að ná sínu fram...

Algjörlega burt séð frá öllum afleiðingunum fyrir samfélagið sem blæðir og blæðir fyrir þessa óstjórn sem núna er...

Ég vil fá fólk sem hægt er að treysta og getur talað við Þjóðina eins og hlutirnir eru...

Lygar og svik er það sem einkennir vinnubrögð núverandi Ríkisstjórnar og það styður hún...


mbl.is Þingmaður kvíðir fyrir kosningavetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími að linni...

Þetta er ekki gott mál verð ég bara að segja og ekki laust við að hræsni gæti í orðum Ögmundar þegar hann segist hafa unnið að því og fært rök fyrir því að þetta ESB mál fari til Þjóðarinnar, hræsni segi ég vegna þess að Þegar til atkvæðagreiðslna hefur komið þá er hann ekki í liði þeirra sem það vilja...

Annars er þetta fólk allt saman það er Jóhanna og Ögmundur, ásamt Árna Þór Sigurðssyni búin að skjóta sig í fótinn með eigin orðum og ekkert annað í stöðunni að gera en að segja tafarlaust af sér vegna þessa máls þar sem hrokkinn og valdargræðgin er allt lifandi að drepa liggur við að ég segi...

Þessir flokkar í Ríkisstjórninni það er Samfylkingin og VG vinna gegn hvort öðru og tími komin á að þessu bulli linni verð ég bara að segja og að við förum að fá fólk sem vill vinna að okkar hag en ekki hag ESB með fullri virðingu þeim...


mbl.is Fyrirvararnir voru skýrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband