Færsluflokkur: Bloggar
12.4.2011 | 10:39
Er komin titringur...
Ríkisstjórnin er rúin öllu trausti út á við og traustið kemur ekki til Ríkisstjórnarinnar með því að Ríkisstjórnin endurnýji styrk sinn inni á Alþingi...
Það verður að boða til nýrra Alþingiskosninga til þess að trúverðugleiki og traust komi aftur hér á....
Ef að Ríkisstjórnin sjálf hefur trú á því sem hún er að gera og að það sé það eina rétta fyrir okkur Íslendinga þá hlítur hún að geta sannfært almenning sem kýs hana þá væntanlega aftur til vinnuverka...
Vill að Framsóknarflokkur fari í stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2011 | 21:11
Ég krefst skýingar á þessu...
Hann segir að Íslensk Stjórnvöld efni ekki nýja Icesave samninginn fyrir aðildarumsókn Íslands að ESB ef Icesave yrði fellt....
Það verður að stoppa Ríkisstjórnina tafarlaust vegna þess að hún gerir ekki annað en að ljúga og ljúga að okkur í þessu ESB máli sínu sem og öðrum málum og síðast í dag á Alþingi okkar Íslendinga Utanríkisráðherra okkar hann Össur Skarphéðinsson sagði að ekkert samband sé á milli Icesave og ESB aðildarumsóknar Íslendinga...
Svo tala þessir menn um að Alþingi sé ótrúverðugt vegna Stjórnarandstöðunnar...
Ef rétt reynist að Icesave hafi verað lofað fyrir inngöngu í ESB þá vil ég rannsókn á þessu öllu saman...
Það er ástæða fyrir því að Ríkisstjórnin hefur ekki verið í takt við Þjóðina og ef þetta reynist rétt þá gæti sú ástæða verið komin hérna...
Hóta að standa í vegi aðildar að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2011 | 10:49
Það á að meta strax í dag...
Niðurstaða Icesave kosningarinnar núna um helgina segja okkur að Ríkisstjórnin hefur ekki gengið í takt við Þjóðina í rúm 2. ár...
Ríkisstjórnin var kosin meðal annars vegna fagurra loforða um að passa það ætlaði hún sér að óreiðureikningur eins og Icesave yrði ekki okkar Þjóðarinnar að borga og alveg frá degi 1 liggur við að ég segi þá hefur verið stríð við Ríkisstjórnina vegna þess að þetta voru bara innantóm orð sem höfðu ekkert gildi þegar uppi stóð...
Það er búið að vera djúp gjá á milli Þings og Þjóðar í rúm tvö ár vegna þessa Icesave og núna horfum við á hana Jóhönnu og hann Steingrím klóra í bakkann með þeim orðum að þau séu best til þess fallin að gæta hag okkar í því máli fyrir Dómsstólum...
Ég ætla að leyfa mér að segja að þau eru veruleikafyrrt ef þau sjá ekki þversögnina í þessu sjálf...
Það er búið að vera eins með ESB. þar hefur verið logið að okkur fram og til baka til þess að þau ná sínu fram af ótta við að þjóðin sé ekki samstíga þeim, og svo sannarlega er ástæða fyrir óttanum hjá þeim vegna þess að meiri hluti Þjóðarinnar er ekki sammála þeim í þessari ESB göngu sinni...
Vegna þessara stöðu þá verður það að koma fram strax í dag myndi ég ætla hvort Ríkisstjórnin hafi styrk eða ekki til áframhaldandi setu...
Allt þetta er búið að kosta Þjóðina mikinn pening á sama tíma og það hefur ekkert verið hægt að gera fyrir fólkið í Landinu sem sumir hverjir eiga ekki ofan í sig eða sína eða á, og eru margir hverjir búnir að missa allt sitt og aðrir að missa...
Annars segi ég að Ríkisstjórninni sé ekki stætt lengur í stólum sínum vegna framgöngu sinnar í Icesave í tvö og hálft ár, þar fór hún með allt sem heitir traust og trúnaður gagnvart Þjóðinni...
Styrkur ríkisstjórnar metinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2011 | 11:03
Frá mínum bæjardyrum séð...
En ekki hvað...
Hver yrði ekki vonsvikin yfir því að hafa verið rændur...
Málið er bara að það voru ekki við skattgreiðendur á Íslandi sem rændu þessa Einkabanka...
Frá mínum bæjardyrum séð þá höfum við Íslendingar boðið Bretum og Hollendingum það sem við treystum okkur til gera með samningi 1. þó svo að okkur beri ekki lagaleg skylda til....
Við höfum líka boðið eingreiðslu plús eignarsafn og því hafnað af Bretum og Hollendingum þó svo að okkur beri ekki lagaskylda til....
Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að eiga ekki ofan í okkur eða á vegna þessa hruns og ráns sem átti sér stað og við erum ekki að sjá að nokkur af þeim sem að komu okkur í þessa stöðu séu dregnir til ábyrgðar...
Frá mínum bæjardyrum séð þá berum við Íslenskir skattgreiðendur ekki ábyrgð á því að regluverk EES. hafi verið gallað og eftirlitsaðilar sofið í vinnunni sinni, og þess vegna segi ég það er ekki okkar Íslendinga að bera ábyrgð á þessu hruni...
Það var ekki Ríkisábyrgð á þessum Icesave áhættureikningum og það vissu Bretar og Hollendingar sem og Íslendingar og þess vegna segi ég rétt á að vera rétt og það er að innistæðutryggingarsjóður greiði það sem í honum er og svo verða þeir sem að töpuðu meira en það að bera sitt tap sjálfir því miður...
Því miður fyrir Íslendinga sem áttu innistæður á þessum Icesave reikningum þá virðist það vera að þeir einir tapi vegna þess að í dag þá vitum við að Bretar og Hollendingar voru með tryggingu fyrir umfram lágmarksupphæð sem innistæðutryggingarsjóður greiðir...
Bretar og Hollendingar verða því að sækja mál á hendur þeirra sem að áttu þessa Einkabanka og stjórnendum þeirra, sem og þeirra sem að sváfu á verðinum því miður.
Það þýðir ekki lengur að reyna að koma þessu á herðar okkar Íslenskra skattgreiðenda sem gerðu ekkert af sér annað en að trúa líka þessum gylliboðum sem í boði voru...
Vonsvikinn vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.4.2011 | 09:01
Kosningar strax takk...
Já það mátti búast við þessu vegna þess að Þjóðinni hefur fundist allan tímann að það sé ekki hennar að sjá um þessa óreiðuskuld Icesave...
Þjóðin hefur sagt hug sinn um þennan óreiðureikning Icesave í annað sinn og alveg ljóst að Ríkisstjórnin og þjóðin ganga ekki sömu leið í þessu máli þó svo að það hafi verið kosningarloforð núverandi Ríkisstjórnar að tryggja það ætlaði hún sér að það yrði ekki okkar skattgreiðenda að borga þessa Icesave óreiðu og vegna þessa þá verður að kalla eftir nýrri Ríkisstjórn...
Ríkisstjórnin er rúin öllu trausti...
Þjóðin er að hafna þessari leið sem Ríkisstjórnin vildi fara og vegna framkomu Ríkisstjórnarinnar í þessu máli gagnvart okkur þjóðinni þá er bara eitt að gera og það er að kalla eftir Alþingiskosningum...
Afgerandi nei við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.4.2011 | 08:37
Áfellisdómur á Ríkisstjórnina...
Að núverandi Ríkisstjórn sjái um málsvörn fyrir okkur kemur ekki til greina vegna þess að núverandi Ríkisstjórn er rúin öllu trausti...
Rúin trausti vegna ákvarðanatöku núverandi Ríkisstjórnar en ekki fyrrverandi Ríkisstjórnar eins og Fjármálaráðherra gaf í skyn í sjónvarpinu í gærkvöldi, heldur vegna ákvarðanatöku núverandi Ríkisstjórnar erum við Íslenska Þjóðin í þessari stöðu í dag...
Núverandi Ríkisstjórn var kosin meðal annars vegna loforða sinna um að óreiðuskuldin Icesave væri ekki okkar skattgreiðenda að greiða og ætlaði Ríkisstjórnin að gera allt sitt til þess að svo yrði ekki...
Þegar litið er til baka yfir þessi rúm 2 ár sem Ríkisstjórnin er búin að starfa þá er það búin að vera einlægur ásetningur hennar að koma þessari Icesave óreiðu yfir á okkur skattgreiðendur til borgunar og í gær þá sagði þjóðin hug sinn í annað sinn með yfirgnæfandi meirihluta NEI. um þessa ákvörðunartöku Ríkisstjórnar...
Ríkisstjórnin og Alþingi eru umboðslaus eftir þessa niðurstöðu og ætti það að vera næsta skref að Alþingi leitaði til Forsetans og kallaði eftir því að fá endurnýjun á umboði sínu til þjóðarinnar með nýjum Alþingiskosningum...
Að Ríkisstjórnin sitji áfram án þess að endurnýja umboð sitt til áframhaldandi setu á ekki að geta gerst vegna þess að hún er umboðslaus...
Þjóðin er að hafna vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar...
Þarf að vinna að málsvörn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2011 | 09:37
Takk Michael Hudson.
Það er bara eitt orð til handa Michael Hudson og það er TAKK fyrir þennan stuðning þinn til okkar Íslendinga sem eru að reyna allt sitt til þess að það verði ekki okkar að borga þessa óreiðu Icesave sem mun setja okkur í áratuga fátækt ef vilji Ríkisstjórnar ræður...
Nei verður það hjá mér...
Varar Íslendinga við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.4.2011 | 08:29
Já var það ekki...
Já það var nefnilega það Íslensk Stjórnvöld búinn að lýsa því yfir að það nægir okkur að hafa bara hluta af okkar fiskveiðum...
Hvað er Ríkisstjórnin eiginlega að hugsa í þessu og hvað vakir fyrir henni okkur til...
Þjóðarbúið okkar er á barmi þess að rúlla yfir og í rúm 2 ár hefur ekkert verið gert til þess að auka hagvöxt eða framleiðslu hér á Landi svo það sé hægt að auka tekjur þjóðarbúsins sem svo sannarlega þyrfti á öllum þeim aurum að halda sem hægt er að fá í dag svo við getum farið að koma okkur út úr þeim skuldahala sem við erum í...
Í dag þá ganga Íslendingar í annað sinn í kjörklefa til Þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að kjósa um það hvort við viljum borga þennan óreiðureikning Icesave sem okkur ber engin lagaskylda til en Ríkisstjórninni er mikið í mun að við borgum bara bara vegna...
Það er ekki lengur vafamál fyrir mér að Ríkisstjórnin er ekki í takt við raunveruleikan hér á Landi og ef hún heldur að við Íslendingar sækjum fé okkar í klósettið eða bakaraofna okkar heima fyrir þá er henni mikill vandi á höndum...
Íslendingar Sjávarútvegur okkar er ein af okkar helstu Auðlindum og fyrir mér þá er ekki að ræða það að nokkuð verði gefið eftir þarna og hvað þá innan okkar 200 mílna löghelgi. Að við skulum lesa það í fjölmiðlum að Ríkisstjórnin sé búin að gefa svona yfirlýsingu út segir allt sem segja þarf um virðingu Ríkisstjórnar til okkar...
Ekkert Icesave mun ég segja í kjörklefa í dag...
Ekkert ESB mun ég segja líka þegar til kemur og áður en lengra er gengið í viðræðum um sjávarútveg okkar þá er það lágmarks krafa að okkur Þjóðinni verði gert kleyft að segja til um það hvort við viljum áframhald í þessum ESB viðræðum eða ekki...
Meiri hluti Þjóðarinnar treystir ekki lengur Ríkisstjórninni vegna þess að hún er búin að vera góð í því að segja okkur eitt en gera svo annað...
Er þetta kannski eitt af því sem Atli Gíslason var að reyna að segja okkur...
ESB telur brýnt að Ísland aðlagi stjórn fiskveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2011 | 15:19
Segðu af þér kona góð...
Mig setur eiginlega hljóða við lestur þennan vegna þess að lesa má að enginn hagvöxtur hafi verið hér á Landi vegna þess að við Íslendingar séum ekki tilbún að taka þessar Icesave byrðar á okkur steinþegjandi og hljóðalaust...
Þó að okkur beri ekki lagaleg skylda....
Það má eins spyrja Jóhönnu Sigurðardóttir að því hvers vegna í ósköpunum hún og hennar flokkur komu ekki heiðarlega fram við okkur þjóðina fyrir síðustu Alþingiskosningar þar sem það var eitt af þeirra kosningarloforðum að tryggja það ætluðu þau sér að það yrði ekki okkar Íslenskra skattgreiðenda að borga þennan óreiðureikning Icesave....
Hún Jóhanna Sigurðardóttir og hennar Ríkisstjórn eru rúin öllu trausti og þurfa að endurnýja umboð sitt fyrir áframhaldandi setu myndi ég áætla núna vegna þess að ég segi að þau hafi aldrei haft umboð frá okkur þjóðinni til þessara vinnu sem búin er á Icesave....
Ár hinna glötuðu tækifæra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.4.2011 | 01:40
Ljótur leikur......
Þessi persónulega skoðun hans hefur því miður ratað inn í ASÍ...
Bara að það hafi verið gengið þannig frá samningunum sem var verið að gera á þeirri forsendu að Icesave yrði að samþykkja segir það sem segja þarf þar...
Það er öllu verra að heyra þetta að það verði að ljúka málinu og að það sé ekki hægt lengur að hafa þessa óvissu hangandi yfir hefur fengið mig til þess að skoða þetta núna frá öðru sjónarhorni...
Best að ljúka málinu og eyða þar með allri óvissu um að við Íslendingar gætum hugsanlega fengið að vita meira eins og að það var trygging á þessum Icesave innistæðum erlendis...
Að eyða óvissu á því að við gætum hugsanlega komist að því að það var aldrei tekið lán sem okkur bæri að borga heldur borgaði Tryggingarfélag allar þær innistæður sem voru umfram lágmark...
Mér finnst þetta miklar og alvaralegar upplýsingar í ljósi þess að því hefur verið haldið fram við okkur að það hafi verið tekið lán fyrir þessu og það bæri okkur að borga þó svo að það væri engi lagaheimild til fyrir því...
Það brenna á mér spurningar eins og vissi Alþingi af þessu og er þetta eitt í viðbót sem átti að leyna og Ríkisstjórn vissi af...
Því einhvern vegin geri ég ráð fyrir því að Ríkisstjórnin hafi vitað af þessu en kosið að halda því leyndu í von um að þessu Icesave yrði bara lokið með samþykkt á kjördag og þar með allri óvissu verið eitt um að upp kæmist...
Það á að kalla Alþingi saman strax og fá svör við þessu og þó að ég sé NEI sinni og allt virðist benda til þess að þessum samningi verði hafnað þá er þetta alvaralegar og miklar upplýsingar sem við verðum að fá að vita hvort réttar séu áður en lengra er haldið með þessa Þjóðaratkvæðagreiðslu...
Spurning jafnvel um að fara fram á henni verði frestað þar til þetta liggur ljóst vegna þess að kannski þarf hennar ekki við...
Gylfi: Ekki afstaða ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1264
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar