Færsluflokkur: Bloggar
5.4.2011 | 18:30
Ég er geimvera sagði Jón Borgarstjóri...
Að Jón skuli hafa það á tilfinningunni að unnin hafi verið ákveðin skemmdarverk í umræðunni um sameiningu og samrekstur á skólakerfi borgarinnar er eingöngu vegna eigin aðferða á kynningu og framkvæmd á þessari sameiningu....
Hérna í Grafarvoginum var það til dæmis ekki mikið mál fyrir hann og Oddnýu að kynna breytingu þá er varðaði sameiningu skólana og leikskóla, en þegar betur var farið ofan í saumana á fjarlægð og samgöngum þá voru þau ekki betur upplýstari en það að þau höfðu ekki hugmynd um að strætó hefur til dæmis ekki gengið í Hamrahverfið í nokkur ár....
Á sama tíma og þau ætlast til þess að foreldrar jánki því að þessar breytingar séu gerðar vegna niðurskurðar þá horfa Reykvíkingar á það að í ár er settar 2,655 milljónir í ólögbundin verkefni Borgarstjórnar...
Til dæmis framlög til Hörpunnar 392 milljónir, aukning um 332 milljónir frá árinu á undan plús 150 milljónir vegna framkvæmda henni tengdar. Leikfélag Reykjavíkur fær 698 milljónir, Listasafn R. 282 milljónir. Þessi listi er miklu lengri í ólögbundnum verkefnum en ég nefni til samanburðar vegna þess að á sama tíma er skorið niður í menntasviði um 425 milljónir. Framlög til Slökkviliðs og Strætó eru skorin niður um 270 milljónir og á Umhverfis og samgöngusviði er skorið niður um 559 milljónir...
Það sem Borgarstjóri er ekki að sjá er að tal hans og framkoma er búinn að eyðileggja allan trúverðugleika sem meirihluti Reykvíkinga hafði til hans sem Borgarstjóra...
Það er alla vegna alveg ljóst að það er ekki verið að draga saman vegna kreppu þegar maður sér svona vinnubrögð...
Pólitísk skemmdarverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2011 | 07:23
Kurteisi við Björn Val hefur meira að segja en...
Sjálfsögð kurteisi við Björn Val og Alþingi segir Steingrímur að svar hans kæmi fyrst fram þar...
Er ekki langt síðan að beðið var um þessar upplýsingar...
Svo mikið veit ég að það var búið að setja þetta á dagskrá Alþingi um daginn en tekið út...
Hvað er að fela, af hverju má ekki svara fjölmiðlum...
Það er hrokafull lykt af þessu svari og vanvirðing við fyrirspyrjendur sem kölluðu eftir svari á undan Birni Val.
Ég hefði haldið að þessar upplýsingar ættu liggja svo til fyrir á Alþingi þar sem það er í höndum þeirra að samþykkja fjárútlát, og hvort skyldi vera meira mál fyrir Fjármálaráðherra Íslands Steingrím Jóhann Sigfússon...
Að Björn Valur njóti meira kurteisi frekar en upplýsingar til okkar almenning...
Ekki nema Björn Valur svo hrokafullur að hann geri veður út af því hvor fær upplýsingar fyrst...
Ráðuneyti svari fyrst í þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2011 | 17:04
Enda full ástæða til...
Þetta segir manni í rauninni allt sem segja þarf...
Að Ríkisstjórn Íslands skuli vera búin að gera allt sitt til þess að troða þessum löglausa Icesave reikning á herðar okkar og kasta FULLT FULLT af pening í þá VINNU í von um að geta afvegaleitt þjóðina frá sannleikanum er mjög ALVARALEGT...
Ég er nokkuð viss um að Þjóðin mun segja NEI við Icesave eftir að ég heyrði niðurstöður úr nýjustu könnun Útvarpsstöðvar Bylgjunar þar sem segir að 61% mun segja Nei.
Ég mun segja Nei...
Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2011 | 16:42
Nýjasta könnun segir að meirihluti segir NEI...
Ég var að heyra niðurstöður úr nýjustu Icesave könnunni sem gerð var núna um helgina frá Útvarpsstöðin Bylgjan og samkvæmt því þá er meirihluti Íslendinga sem mun segja NEI...
61% segja NEI...
29% segja JÁ...
10% eru óákveðnir...
Ég verð að segja að ég er mjög glöð yfir þessari niðurstöðu vegna þess að annað væri glæpur...
Það sem Þórunn Sveinbjarnardóttir og hennar vinnufélagar þurfa að óttast núna er hvort þau missi ekki vinnuna sína þegar þjóðin mun AFTUR hafna þessum löglausa-samningi Icesave...
Ég mun segja Nei.
Hvetur til samþykktar Icesave-samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.4.2011 | 16:13
Afdrifaríkar kosningar fyrir þjóðina segja þau...
Já svo sannarlega verða þetta afdrifaríkar kosningar fyrir réttlætið segi ég og vonandi að þjóðin felli þennan lánasamning vegna þess að hann er ekki okkar skattgreiðenda að borga...
Það vantaði ekki stóru orðin fyrir síðustu Alþingiskosningar hjá honum Steingrími sem hljóðuðu reyndar þveröfugt þá....
Ekki okkar að borga þennan óreiðureikning...
Hann Steingrímur og Ríkisstjórnin eru ábyrg fyrir þessari stöðu sem uppi er varðandi Icesave segi ég vegna þess að þau höfðu það í hendi sér að ákveða hverjir ættu að borga og það voru þau sem ákváðu að það skyldi verða við skattgreiðendur...
Eina leiðin fyrir okkur Íslendinga svo réttlæti verði í þessu er að segja NEI og láta þetta mál fara þá leið sem rétt er, og svo mikið vitum við í dag að rétt leið er ekki að þröngva okkur til borgunar á því sem er ekki okkar að borga og hvað þá að setja okkur í ánauð liggur við að maður segi...
Það þarf að gera Ríkisstjórnina sjálfa ábyrga fyrir þessari ákvarðanatöku sem hún tók, við Íslenska þjóðin eigum ekki að bera ábyrgð á þessu mikla klúðri sem varð vegna rangra ákvarðanatöku segi ég vegna þess að við kusum annað....
Hvetja félagsmenn til að kjósa já | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2011 | 22:04
Á maður að hlæja eða gráta...
Já maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta yfir þessum orðum hennar Jóhönnu sem einu sinni enn segja ekkert annað en hummm haaa tími og framtíð og óvissa, en kannski er hún hrædd um stöðu sína núna eins og við þjóðin sáum þegar til fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunar varðandi vilja okkar í ESB aðildarviðræður átti að koma og þá skynjaði maður þennan ótta og hún vildi ekki þá þjóðaratkvæðagreiðslu segi ég vegna þess að það var ekki meirhluti þjóðarinnar með henni þar og þá greip hún til þeirra orða að það væri ekki til peningur nema fyrir 1. þjóðaratkvæðagreiðslu og þess vegna var lagt af stað í þessar ESB viðræður sem urðu svo aðlögun...
Einu sinni en tekst henni að tala mikið sem skilur ekkert fast eftir varðandi atvinnuuppbyggingu hér...
Það er ekkert annað en óvissa í þessu og ekkert fast...
Það þurfa að koma aðgerðir sem auka hagvöxtin strax og að hún skuli ekkert tala um sjávarútveginn er hálf óhugnarlegt vegna þess að þar er bein leið til þess að auka hagvöxt til dæmis...
Það þurfa að koma launaleiðréttingar og hækkanir til allra STRAX ekki árið 2012...
Hún talar um að setja verðtryggingu á persónuafsláttinn sem hún lét taka af og allt gott með það en hann á þá líka að verða afturvirkur...
Þetta er einhvern vegin allt svo í lausu lofti hjá henni og ekkert samhengi finnst manni vera varðandi aðrar áætlanir sem gerðar hafa verið eins og við AGS...
Svo það er kannski ekkert óeðlilegt að manni finnist eins og hún sjálf geri sér ekki grein fyrir því hvernig hún talar út í loftið orðin tóm einu sinni enn...
Auka framkvæmdir um 50% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 01:12
Stórt skref stigið í sögu heimsins...
Þessi maður Moussa Koussa, án þess að þekkja nokkuð til starfa hans á alla mína virðingu vegna þess að það sem hann gerði með þessu skrefi sínu var að opna leiðina fyrir hina sem og heimin allan í áttina að björgun og stóru skrefi í að lýðræði og jafnræði í heiminum öllum vaxi og dafni...
Það er búið að vera skelfilegt að fylgjast með þessari atburðarrás sem átt hefur sér stað í Líbíu og verður mér stundum hugsað til þess að það hlítur að vera til einhver leið um það hvernig í ósköpunum væri hægt að taka á svona stöðu eins og þarna í Líbíu á þann hátt að hún sé öllum til góðs og fyrir bestu...
Segi ég að þetta skref hjá Moussa Koussa sé í áttina að því.
Utanríkisráðherra Líbíu flúinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 00:50
Forstjóri OR. með 1,340 þúsund í mánaðarlaun...
Forstjóri OR Bjarni Bjarnason er með 1,340 þúsund í mánaðarlaun og segir að þau séu nú þegar búin að lækka um 40%...
Það er alveg ljóst að sukk í útrás hefur átt sér stað innan OR. hjá þeim sem eru núna og þegar ljóst varð að dæmið gekk ekki upp þá átti að kasta skítnum á þá sem voru áður...
Það er alveg ljóst að orð BORGARSTJÓRA hafa ráðið öllu varðandi fjárhagsstöðuna sem komin er upp innan OR.
Ég get alveg sagt það að ég er ekki hrifin af því að Reykjavíkurborg láni OR. meðan þessir menn er innandyra í OR...
Ég er með eina spurningu varðandi fríðindi sem eiga til að fylgja stöðum eins og þessari Forstjóri OR...
Veit einhver hver þau eru ef eru...
Það er kannski leyndarmál eða hefur verið en ef svo er þá er komin tími á að því verði breytt vegna þess að 1,340 þúsund eru alveg ágætis mánaðrlaun... Langar að vita hvort það sé kannski bíll, bensín, sími, jafnvel lægra verð á rafmagni og vatni heim... fyrir utan risnukostnað fyrir að fara hitt og þetta og aukagreiðslur fyrir fundasetur jafnvel, það er stórt spurt en vonandi getur einhver frætt mig vegna þess að bara þessi mánaðarlaun segja allt á sama tíma og við almenningur eigum bara að kyngja hverri hækkuninni á fætur annari um leið og þeir sem að eiga að vera að gæta hag eigna okkar haga sér svona...
Ég vil að það skipt um stjórnendur innan OR...
Varðandi Borgarstjóra þá finnst mér fyllilega vera komin tími á að honum verði vísað frá störfum og Reykvíkingum gefin kostur á að kjósa sér nýjan Borgarstjóra....
Höfðu yfirlýsingarnar áhrif? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2011 | 18:31
Hann var ekki ráðin til þessa...
248 milljarðar eru farnir í endurreisn til þeirra sem komu okkur í þessa stöðu...
Það er hægt að gera samninga við fjármálafyrirtækin til þess að þau lifi en það er ekki hægt að rétta HEIMILUM, eða FYRIRTÆKJUM sem hin almenni borgari á hjálparhönd sem kemur að gagni...
Það sem er alvaralegast í þessu öllu saman er að Fjármálaráðherra ásamt Ríkisstjórninni hlaut kosningu til setu vegna þeirra stefnu sem boðuð var í kosningarloforðum þeirra og hljóðaði sú stefna á þann hátt að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna átti að slá skjaldborg utan um og tryggja það ætluðu þau sér að óreiðureikningur eins og Icesave yrði ekki okkar að borga....
Svo koma svona fréttir þar sem maður les að 248 milljörðum er búið að henda til björgunar á fjármálafyrirtækjum og dugir ekki til ( segi ég ) vegna þess að það vantar ennþá pening til þess að borga Icesave, og það er ennþá verið að bjarga fjármálafyrirtækjum þá er ekkert skrítið þó að manni finnist að Ríkisstjórnin eigi að koma sér frá tafarlaust vegna þess að í dag þá vitum við að á sama tíma og það var verið að lofa okkur öllu þessu þá var verið að ganga frá því að tryggja það myndu þau að við skattgreiðendur skyldum borga óreiðureikningin Icesave...
Það er EKKERT búið að gera til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna voga ég mér að segja vegna þess að það sem hefur verið gert er ekki til þess fallið að laga heldur til þess að FRESTA og LENGJA byrðar á axlir skattborgara...
Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og öll þið hin sem í Ríkisstjórn eruð þið hafið stungið þjóðina ykkar í bakið...
Vegna þessa hafið þá vit á því að segja af ykkur svo það sé hugsanlega hægt að bjarga því sem bjargað verður...
Það er alveg ljóst að það verður ekki gert með ykkur um borð og stóð víst aldrei til frá ykkar hálfu...
Þetta bankahrun varð ekki vegna okkar skattgreiðenda og að ætla sér það að við Íslenskir skattgreiðendur borgum það bara vegna ætti ekki að vera hægt...
Þið voruð ekki kosin til þess að bjarga fjármálafyrirtækjunum, þið voruð kosin til þess að slá SKJALDBORG utan um Heimili og fyrirtæki Landsmanna..
Þið voruð ekki kosin til þess að láta okkur borga Icesave, þið ætluðuð að tryggja það að það yrði ekki okkar að borga Icesave...
Vanhæf Ríkisstjórn segi ég sem á að koma sér frá núna....
Ríkið hefur lagt bönkunum til 248 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2011 | 10:27
Nýja Stjórnendur takk fyrir...
Stjórnendur OR hafa ekkert gert annað en að grafa undan trúverðugleika fyrirtækisins og stöðugleika þess...
Það er alveg ljóst að orðbragð Borgarstjóra er búið að rýja það traust og þann trúverðugleika sem var.
Það er líka alveg ljóst að OR er búin að vera í erfiðri skuldarstöðu frá því að R listinn frægi var....
Hanna Birna hafði mikið fyrir því að vinna að þessum málum og var komin trúverðugleiki sem hægt var að byggja á gagnvart skuldunautum þegar nýjir Stjórnendur tóku við...
Það er líka alveg ljóst að þær aðgerðir sem núverandi Stjórnendur OR höfðu að leiðarljósi eru ekki að ganga upp og ber þessum Stjórnendum OR að segja af sér tafarlaust vegna þessa....
Og þegar við skoðum málið betur þá væri annað skrítið en að trúverðugleiki þessara Stjórnenda sé engin þar sem þeir hafa meðal annars gefið það frá sér að vera GEIMVERUR eða FISKATEGUND og að KLÁMSÍÐUR á internetinu væri þeirra uppáhaldssíður...
Það verða að koma nýjir Stjórnendur að OR svo það sé hægt að byggja á trúverðugleika segi ég. Ef trúverðugleiki er ekki fyrir hendi þá gengur dæmið ekki upp og trúverðugleiki gagnvart þessari Stjórn er ekki fyrir hendi annars væri þessi staða ekki uppi...
Lánveitingar til OR í frosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1264
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar