Ég er geimvera sagði Jón Borgarstjóri...

Að Jón skuli hafa það á tilfinningunni að unnin hafi verið ákveðin skemmdarverk í umræðunni um sameiningu og samrekstur á skólakerfi borgarinnar er eingöngu vegna eigin aðferða á kynningu og framkvæmd á þessari sameiningu....

Hérna í Grafarvoginum var það til dæmis ekki mikið mál fyrir hann og Oddnýu að kynna breytingu þá er varðaði sameiningu skólana og leikskóla, en þegar betur var farið ofan í saumana á fjarlægð og samgöngum þá voru þau ekki betur upplýstari en það að þau höfðu ekki hugmynd um að strætó hefur til dæmis ekki gengið í Hamrahverfið í nokkur ár....

Á sama tíma og þau ætlast til þess að foreldrar jánki því að þessar breytingar séu gerðar vegna niðurskurðar þá horfa Reykvíkingar á það að í ár er settar 2,655 milljónir í ólögbundin verkefni Borgarstjórnar...

Til dæmis framlög til Hörpunnar 392 milljónir, aukning um 332 milljónir frá árinu á undan plús 150 milljónir vegna framkvæmda henni tengdar. Leikfélag Reykjavíkur fær 698 milljónir, Listasafn R. 282 milljónir. Þessi listi er miklu lengri í ólögbundnum verkefnum en ég nefni til samanburðar vegna þess að á sama tíma er skorið niður í menntasviði um 425 milljónir. Framlög til Slökkviliðs og Strætó eru skorin niður um 270 milljónir og á Umhverfis og samgöngusviði er skorið niður um 559 milljónir...

Það sem Borgarstjóri er ekki að sjá er að tal hans og framkoma er búinn að eyðileggja allan trúverðugleika sem meirihluti Reykvíkinga hafði til hans sem Borgarstjóra...

Það er alla vegna alveg ljóst að það er ekki verið að draga saman vegna kreppu þegar maður sér svona vinnubrögð...

 


mbl.is Pólitísk skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband