Kurteisi við Björn Val hefur meira að segja en...

Sjálfsögð kurteisi við Björn Val og Alþingi segir Steingrímur að svar hans kæmi fyrst fram þar...

Er ekki langt síðan að beðið var um þessar upplýsingar...

Svo mikið veit ég að það var búið að setja þetta á dagskrá Alþingi um daginn en tekið út...

Hvað er að fela, af hverju má ekki svara fjölmiðlum...

Það er hrokafull lykt af þessu svari og vanvirðing við fyrirspyrjendur sem kölluðu eftir svari á undan Birni Val.

Ég hefði haldið að þessar upplýsingar ættu liggja svo til fyrir á Alþingi þar sem það er í höndum þeirra að samþykkja fjárútlát, og hvort skyldi vera meira mál fyrir Fjármálaráðherra Íslands Steingrím Jóhann Sigfússon...

Að Björn Valur njóti meira kurteisi frekar en upplýsingar til okkar almenning...

Ekki nema Björn Valur svo hrokafullur að hann geri veður út af því hvor fær upplýsingar fyrst...


mbl.is Ráðuneyti svari fyrst í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árni Friðriksson

Þetta er afskaplega einfalt mál. Þessum mönnum er svo skít sama um almenning og gera því allt sem þeir geta til að halda í stóla sína á Alþingi.

Þeim er EKKERT heilagt og það er langt síðan að þessir 2 flokkar sem sitja við völd sönnuðu það að þeir væru ALLS EKKI að vinna fyrir almenning og hefðu því engan rétt á að sitja lengur við stjórn. Ef þetta fólk væri eðlilegt með eðlilega hugsun og með hag almennings að leiðarljósi en ekki að selja stöður sínar hæstbjóðanda, þá er alveg á hnreinu að hagur almennings í landinu væri í mun betri málum.

Þeir hafa beygt sig aftur og aftur til þess eins að tryggja stóla sína, mikið flóknara virðist það ekki vera.

BURT með þessa svikara sem sitja við völd, þeir hafa valdið þjóðfélaginu svo mikinn skaða á þessum 2 árum sem þau hafa hangið á stýrinu að það er löngu orðið glæpsamlegt athæfi!!!

Þetta er mín skoðun og stend ég fastur við hana á meðan þessir svikarar leyna stöðugt upplýsingum og ljúga aftur og aftur upp í opið geðið á almenningi!!!

Sigurður Árni Friðriksson, 5.4.2011 kl. 07:43

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég er algjörlega sammála þér Sigurður og ætti það að verða fyrsta verk okkar Íslendinga að koma þessu fólki frá þegar þjóðin hefur hafnað Icesave 3...

Það er ekki hægt að við Íslendingar séum látnir taka þessar löglausu Icesave byrðar bara til þess að ESB ferlið geti haldið áfram...

En allur kostnaður sem til hefur fallið vegna Icesave eigum við rétt á að fá að vita...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 08:20

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stundum telja menn að sannleikurinn þoli ekki dagsljósið. Þeim til upplýsinga er rétt að benda á að sannleikurinn kemur alltaf í ljós um síðir.

Fjármálaráðherra hefur greinilega eitthvað að fela, eitthvað sem hann telur geta skaðað málstað JÁ sinna í kosningunni næsta laugardag.

Því var gripið til þessa skrípaleiks Björn Vals, Ástu Ragnheiðar og Steingríms J., að láta Björn leggja fram fyrirspurn og forseta þingsins síðan að fresta henni fram yfir kosningu. Til þessa skrípaleiks var gripið þegar ráðherra var kominn út í horn gagnvart fjölmiðlum.

Það er ekki víst að þessi leikflétta muni verða Steingrími til framdráttar, þó hugsanlega geti hún bjargað þeirri ætlan hans að koma okkur undir ok Breta og Hollendinga.

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2011 kl. 08:21

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gunnar þeir sem telja að aðrir þoli ekki sannleikann eins og hann er, eru sjálfir ekki að geta horfst í augu við hann...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband