Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2010 | 12:00
Vanhæf Ríkisstjórn...
Mér finnst þessi staða vera svo mikill áfellisdómur á Ríkisstjórnina að hún á að víkja tafarlaust vegna þessa...
Þessi Ríkisstjórn var kosin til að slá skjaldborg utan um heimilin meðal annars og hefur ekkert gert í því annað en að hjálpa þeim sem ollu þessari stöðu sem er á landinu að klára dæmið sitt og Ríkisstjórnin færir þeim eignir Landsmanna án þess svo mikið sem að taka hanskann upp fyrir heimilin í landinu á silfurfati...
Ó-líðanlegt með öllu segi ég og á þessi Ríkisstjórn að víkja tafarlaust....
![]() |
Tvöfalt fleiri nauðungarsölur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2010 | 11:38
Veruleika-fyrrtur maður segi ég...
Maður verður bara hálf orðlaus yfir þessu bulli sem er að koma út úr Björgúlfi Thor Björgúlfsyni í þessari frétt sem og á þessari síðu hans...
Að hann skuli vera svo veruleika-fyrrtur að hann sjá ekki afleiðingar gjörða sinna eins og flestir aðrir Landsmenn sjá og það er SVIÐIN JÖRÐ skilin eftir í sárum og með allar hirslur tómar eftir viðkomandi sem og vini hans er leiðinlegt að sjá.
Að horfa upp á einstakling sem á að heita fullorðin vegna aldurs kenna öllum öðrum um er sorglegt að sjá og segir okkur öllum hversu sekur hann er.
Þessi hugsanaháttur... Aumingja ég, ég á svo bágt og það eru allir svo vondir við mig þó svo að hann hafi átt þátt í því að tæma allar hirslur úr Bankanum sínum og skilja hann eftir tóman á fé og fullan af skuldum, stinga svo af getur aldrei verið réttlætanlegt á einn eða neinn hátt fyrir mér.
Það sem mér finnst sorglegast fyrir okkur Þjóðina að horfa á er að þetta er greinilega vinur Fjármálaráðherra vegna þess að lán er hann enn þá að veita þessum manni með Ríkissábyrgð sem segir okkur hvað... Jú það verður okkar skattgreiðenda að borga...
Það á að taka þennan mann út úr Íslensku efnahagslífi hann er einn af þeim sem setti þjóðina í þá stöðu sem við erum í dag og það er ekkert sem réttlætir áframhald þessa manns á Íslenskri grund í viðskiptum segi ég vegna þessa veruleika-fyrringu sem þessi maður er haldin á því að hann gerði ekki neitt og það eru allir svo vondir við hann....
Bókhald Landsbankans þessi ár sem hann var í eigu þessara manna finnst mér sárlega vanta upp á borð fyrir þjóðina svo hún Þjóðin sjálf geti sagt sér til um sakleysi eða sekt þessa manns sem og fyrrverandi eigendur Landsbankans. Það er ekki hægt að líða að þessi maður komi með svona blammeringar á Forseta vor nema sannleikur sé...
![]() |
Hringdi ekki til Björgólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.8.2010 | 10:17
Ég fyllist stolti í hjarta mínu...
Að sjá þennan samhug sem þjóðin á til og hefur í verki núna sýnt með þessu átaki sínu í að hjálpa fær mig til að fyllast stolti og hlýju í hjarta mínu.
Það er ekki hægt segja það sama um Ríkistjórn okkar Íslendinga sem neitaði að styðja þetta verkefni á þeirri forsendu að það væri ekki til peningur, en á sama tíma þá á Ríkisstjórnin til pening til að hjálpa og styðja peningalitlum samtökum erlendis...
Svei og skömm segi ég til Ríkisstjórnarinnar.
Vanhæf Ríkisstjórn sem sveik sig til valda á fögrum loforðum sem reyndust svo vera ekkert nema innantóm orð í tunnu, og á Ríkisstjórnin að víkja vegna þessa vanhæfni í vinnubrögðum sem og forgangsröðun á málefnum hjá sér segi ég.
![]() |
Reykjadalur nær að halda dyrunum opnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2010 | 10:04
Upp á borð með þessar breytingar...
Upp á borð með þessar breytingar sem eru fyrirhugaðar innan OR segi ég og greinilega fullmótaðar í huga Haraldar Flosa eftir þessari framgöngu að dæma....
Það er greinilegt að hugmyndir Hjörleifs hafa ekki þótt góðar svo það hljóta þá að vera betri hugmyndir hinu megin við borðið og þar sem að þetta eru Auðlindir okkar þá á allt að vera upp á borði í þessu máli. Vegna þess þá krefst ég þess að þessar aðgerðir sem Haraldur Flosi er með í sínum pípum verði lagðar á borð fyrir okkur...
![]() |
Ekki ánægja með tillögur um sparnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2010 | 09:51
Lán lán og aftur lán...
Að ætla sér að reka Þjóðarskútuna á lánum á lán ofan er ekki aðferðarfræði sem gengur upp vegna þess að einn góðan veðurdag þá verða lánaskuldirnar alltaf yfir vegna þess að þær vaxa...
Það þarf að stoppa alla þessa lána-vittleysu og byrja frá grunni að borga skuldir sem eru að sliga þjóðfélagið. Hvort sem það er skuldir Landsvirkjunar eða annara fyrirtækja þá er eitt alveg á hreinu og það er að þú borgar þig ekki út úr skuldum með meir skuldum....
Íslendingar það þarf að vinna innan frá núna og rétta þessa stöðu við. Það er ekki hægt að við lesum það svo næst að OR Reykvíkinga sé komin í hendur á Kínverjum sem vilja Bitruvirkjun og Guð má vita hvað fleira... Það vita allir að Þjóðin er búin að segja orð sitt með þennan Icesave óreiðureikning sem er ekki Þjóðarinnar að borga og þjóðin öll sömul sammála því fyrir utan nokkrar hræður sem finna sig svo seka í þessum reikning að borga hann vilja þau og er Fjármálaráðherra Íslendinga fremstur þar í sæti...
Við skulum minnast þess að fjármálaráðherra skrifaði undir til greiðslu á þessa óreiðuskuld án þess að hafa samþykki Alþingis fyrir því og hvað þá að hafa lesið það sem hann var að lofa að greiða... Vegna þeirra stöðu sem er uppi þar, þá segi ég að það verður að koma þessari Ríkistjórn frá ef að Íslendingar ætla sér að fara með þetta Icesave mál dómstólaleiðina sem á að gera...
![]() |
Lokað á lán vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2010 | 09:54
Svikamál Ríkisstjórnarinnar...
Þessi Ríkisstjórn á öll að segja af sér vegna alls þessa máls segi ég.
Ástæðan er eitt KOSNINGALOFORÐIÐ sem þessi Ríkisstjórn hafði í hámælum í kosningarbaráttunni sinni og var þessi Ríkisstjórn kosin fyrir það loforð meðal annars...
SKJALDBORG utan um heimili Landsmanna.
Það er allt búið að snúast um að láta okkur þjóðina borga brúsan og alveg sama hvað við þjóðin segjum, þessi Ríkisstjórn ætlar sér að láta okkur almenningin borga alla þessa vittleysu sem segir okkur það að annað stóð aldrei til. Þessi Ríkisstjórn er ekki með umboð fyrir þessum verkum segi ég vegna þess að þetta er ekki það sem Ríkisstjórnin var ráðin í af okkur sem borgum henni launin sín...
Ég krefst þess að Alþingi taki þetta mikla svikamál sem upp er komið og krefjist afsagnar Ríkisstjórnarinnar, þetta er ekkert annað en SVIK... Það eru ekki bankainnistæður sem er verið að ræna núna heldur Hýbýlum Landsmanna sem og fyrirtækjum. Stöndum saman vörð um eigur okkar og krefjumst að þessi Ríkisstjórn víkji tafarlaust og til nýrra kosninga verði boðað tafarlaust...
![]() |
Staða Gylfa og ríkisstjórnarinnar sennilega rædd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2010 | 09:32
Öll Ríkisstjórnin á að víkja...
Öll Ríkisstjórnin á að víkja vegna þess að hún laug að Landsmönnum til að koma sér til valda.
Laug svo hún spillingar-armurinn gæti klárað verk sitt sem er að Ræna Landinu og helst allri afkomu þess sem á að vera okkur til handa.
Vanhæf Ríkisstjórn sem snérist gegn öllu Fólkinu sínu vegna þess að Sjálfstæð er Þjóðin og það er orð sem Ríkisstjórnin þolir ekki...
Að verða vitni að svona barnaskap hjá fullorðnu fólki sem er komið í svona mikilvægastöðu sem Ríkisstjórnarstarf er, er sorglegt að sjá og fær mig til að hugsa það hvort Æðstaráð er eitthvað sem við Íslendingar ættum að hafa svo það sé hægt að setja kosna ráðamenn út vegna vanhæfi...
![]() |
Ekki kappsmál að vera ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.8.2010 | 09:20
Jarðfræðingurinn sjálfur...
Við erum nýbúin að heyra það að botninum sé náð eða í versta falli erum á botninum, og þá hugsaði ég ókey þá eru frekari hækkanir ekki væntanlegar.
Við höfum líka lesið það að AGS er að klára sína 3 umferð á þessu makki sínu með Ríkisstjórninni og AGS er búið að gefa það út að heimili Landsmanna vilja þeir fá núna.
Þessi Ríkisstjórn hlaut kosningu meðal annars vegna þess að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna átti að bjarga... en það sem Landsmenn eru að verða fyrir er það að öreiga eiga allir að verða og ósjálfbjarga.
Vanhæf Ríkisstjórn segi ég og það sem á að gera er að koma henni frá sem allra fyrst vegna þess að Landi og Þjóð er hún Ríkisstjórnin ekki að sinna eftir sinni bestu vitund af alúð Landi og Þjóð til handa.
Landsmenn eru ekki að geta borgað eins og staðan er í dag alla reikninga sína og hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að með frekari skattahækkunum verði staðan betri hjá Landsmönnum....
![]() |
Ætla að hækka skatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2010 | 00:44
Öll Ríkisstjórnin á að fara...
Það sem ég segi er að öll Ríkisstjórnin á að fara vegna þessa máls.
Öll Ríkisstjórnin á að fara með skömm vegna þess að hún er búin að vita um ólögmæti þessa lánaforms allan tímann, og það eru það mörg álit á móti þessu síðan snemma 2009 að það hefði átt að frysta allt þar til endanleg niðurstaða væri komin á lögmæti þessa lánaforms. Við skulum hafa það í huga að Ríkisstjórnin er búin að setja hvern pakkann á fætur öðrum sem hjálp fyrir heimilin með þessi ólöglegu lán innanborðs á fullu ranglætisverði, sem gerði það að verkum sem varð, og í dag þá eru Húsnæði Landsmanna mörg hver farin og mjög mörg að fara vegna þessa lána...
Við vitum og höfum fengið fréttir af því að Þetta er búið að brjóta fullfríska Einstaklinga niður á sál og vegna þess þá gef ég honum Guði mínum leyfi til að gefa ÖLLUM styrk þar...
Það er aftur á móti spurning hvort Ríkisstjórnin hafi haldið þessu leyndu fyrir Alþingi...
Svei og skömm segi ég einu sinni en til Ríkisstjórnarinnar. Sjái hún sóma sinn í að fara vegna þess að þetta er ekki hjálp Heimilinum til sem er að gerast hérna...
![]() |
Gylfi áfram ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2010 | 13:00
Svei og skömm..
Það er allveg ljóst að Ríkisstjórn erum við með sem er ekki að geta rekið Þjóðfélagið eins og við viljum og þurfum.
Það er líka alveg ljóst að við Íslendingar erum að borga stóran hluta til Ríkis af innkomu hvers og eins okkar og vegna þess þá segi ég...
Það þarf að breyta þessu og fá Ríkisstjórn sem vinnur þau verk sem vinna þarf fyrir okkur...
Að geta búið við öryggi er eitt af því sem ég held að við allir Íslendingar séum sammála um að vilja hafa ofarlega á lista hjá okkur og þess vegna á að semja við þessa stétt tafarlaust segi ég líka, það þarf að taka til annarstaðar finnst mér....
Það er að SKRÚPPA, SKÚRA OG SÓTTHREINSA íverustað Ríkistjórnar um leið og henni verður vísað út úr Alþingi vegna þess að Hag okkar er hún ekki að hafa að leiðarljósi segi ég...
Svei og skömm...
![]() |
Samningafundur hafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar