Færsluflokkur: Bloggar
9.8.2010 | 17:12
Drögum þessa aðildarumsókn í ESB tafarlaust til baka...
Drögum þessa aðildarumsókn Íslendinga í ESB tafarlaust til baka segi ég.
Ef þetta er það sem koma skal varðandi Íslandsmið þá segi ég bara við höfum ekkert að gera þarna inn. ESB er búið að þurrausa öll sín fiskimið meira og minna og eru ekki góðar horfur þar á bæ hjá þeim. Við erum fámenn þjóð á stóru landi í augum ESB og vegna þess þá yrði ósköp lítið sem við Íslendingar fengjum að veiða á okkar miðum eftir inngöngu í ESB ef af yrði.
Það verða engar undarþágur gerðar fyrir okkur með fiskimiðin okkar það höfum við fengið að heyra frá ESB.
Ekkert ESB segi ég og á þjóðin að fá að segja strax til um það hvort hún vilji áframhald á þessum viðræðum eða ekki...
![]() |
ESB hótar aðgerðum vegna makríls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.8.2010 | 17:43
Tæpar 250,000 á mánuði til 365...
Finnst engum neitt skrítið við þessa frétt spyr ég bara...
Áskriftir fyrir tæpar 3 milljónir á ári eru ansi miklar áskriftir finnst mér, þetta eru tæpar 250,000 þúsund krónur á mánuði sem hefur verið að greiðast í áskrift til 365 Miðla frá LHS....
Fyrir Stöð 2, Stöð 2 plús, Bíórásina sem og Bíórás plús, Stöð 2 Ekstra og plús þar líka og svo 1 pakka af erlendu stöðvunum sem geta verið margvíslegar þar, eftir því hvernig pakka þú villt þá eru að greiðast tæpar 8000 krónur á mánuði miða við að þú sért í Vild... Þetta eru innan við 100,000 krónur á ári. Fleiri stöðvar við Vildina gefa ekkert annað en meiri afslátt, svo mig langar að vita í hvaða áskriftum liggja þessar tæpar 3 milljónir á ári til 365 Miðla...
![]() |
Landspítalinn segir upp Stöð 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2010 | 08:03
Vanhæf Ríkisstjórn...
Það virðist vera ansi lítill vilji hjá stjórnvöldum að semja og satt að segja þá er ég alveg orðlaus yfir þessu...
Það er engin samningsvilji vegna þess að það var ekki kallað til þessa sáttarfundar fyrr en nokkrum klukkutímum fyrir þessa verkfallsboðun...
Svei og skömm segi ég og á þessi vanhæfa Ríkisstjórn að koma sér frá hið snarasta áður en það alvaralegir hlutir gerast sem ekki verða kallaðir til baka vegna þess að menn eru í verkfalli og ekki til peningur til að hækka laun þessara einstaklinga frekar en annara fyrir utan Alþingismanna, þetta segi ég vegna þess að það var til peningur núna í Júní til að hækka ferðar og dagpeninga þeirra starfsmanna sem vinna innan veggja Alþingis það er Ríkisstjórnarinnar...
Það er ekki búið að boða til annars fundar eftir fréttum að dæma og eftir þessum vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar þá verður ekki kallað til annars fundar fyrr en það kemur að næstu boðuðu verkfallsaðgerð...
Slökviðliðs og sjúkraflutningamenn gegna afar mikilvægu öryggishlutverki í lífi okkar allra og það er skammarlegt að svona staða skuli þurfa að koma til að launahækkun fáist. Vanhæf Ríkisstjórn segi ég vegna þess að svona staða eins og komin er hér ætti ekki að þekkjast og þætti ekki góð vinnubrögð á öðrum bæjum...
Ríkisstjórn semjið við þessa menn tafarlaust segi ég eða komið ykkur frá vegna vanhæfi ykkar í vinnu sem og vinnubrögðum...
![]() |
Dagsverkfall þrátt fyrir langan fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2010 | 15:03
Til hamingju Ásta Sigrún og skammastu þín Árni Páll Árnason...
Hvað er allt þetta klúður búið að kosta okkur og á eftir að kosta okkur langar mig að vita...
Varla mun hann Runólfur sætta sig við einsdagslaun eða hvað humm...
Þessi maður var vinur Félagsmálaráðherra áður en þetta kom upp, en eftir þessa uppákomu þá varð hann kunningi...
Það er komið fram að Árni Páll Árnason vissi um skuldarstöðu Runólfs og þessi lánamál hans vegna þess að hann Árni Páll Árnason fékk samskonar lán eftir útvarpsfréttum í morgun að dæma... Félagsmálaráðherra þvertekur fyrir að hafa sagt Runólfi upp, en Runólfur segist hafa fengið morgunsímtal frá Félagsmálaráðherra þar sem hann var beðin að stíga til hliðar...
Hvað þýðir það annað en ef þú ferð ekki þá læt ég þig fara...
Þessi Ríkisstjórn er búin að kosta okkur mikið annarsvegar vegna mikillar vangá á vinnubrögðum sem hafa einkennst af óðagoti og skyndihugmyndum sem hafa svo ekki staðist tímans tönn og svo annarsvegar vegna svona hluta eins og gerðust hérna, vinaráðningar og framkvæmdir sem henni Ríkisstjórninni langar til en Þjóðin vill ekki... eins og að greiða Icesave svo ég nefni eitthvað eða að keyra þjóðina í ESB þó afgerandi meiri hluti þjóðarinnar vilji ekki í það samfélag...
Þessi Ríkisstjórn á öll að segja af sér segi ég tafarlaust.
En aftur að fréttinni og upphafspunkti mig langar að fá að vita hvað þetta klúður á eftir að kosta okkur...
![]() |
Ásta skipuð umboðsmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2010 | 14:25
Sammála...
Ég hef bara eitt orð um þetta að segja og það er SAMMÁLA...
Ekkert ESB...
![]() |
Vilja að umsókn verði afturkölluð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2010 | 11:26
Hvað veldur að hún var ekki kölluð til...
Ég velti því fyrir mér af hverju Ásta Sigrún Helgadóttir ekki kölluð til og boðin staðan...
Þar sem það kemur fram að þau 2 hafi verið metin hæfust allra umsækjenda hún Ásta Sigrún Helgadóttir ásamt Runólfi Ágústssyni þá hefði manni þótt skynsamlegast að kalla hana til strax og þetta lá fyrir og athuga hvort hún væri en samasinnis á að vilja þessa stöðu Umboðsmaður skuldara....
Þetta segir mér að annaðhvort er um meiriháttar vanrækslu á vinnubrögðum að ræða hjá þeim sem að sjá um ráðningarnar og á ég erfitt með sjá það fyrir en maður veit aldrei, eða að þetta er enn ein pólitíska vinaráðningin sem hefur verið gerð og ef svo er þá á þessi maður Árni Páll Árnasson Félagsmálaráðherra að segja af sér tafarlaust vegna þessa...
![]() |
Það eina rétta í stöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2010 | 11:00
Krefst þess að Félagsmálaráðherra segi af sér.
Allt þetta átti að vera upp á borði áður en þessi maður var ráðinn í þessa stöðu.
Hann Árni Páll Árnason segir að hann hafi ráðið þann sem hæfastur var metin eftir hæfnismat og vegna þessa orða hans þá á hann að segja af sér.
Það er komið fram að þetta VAR vinur Félagsmálaráðherra og vegna þessa stöðu sem er komin upp með Runólf þar sem það er gefið í skyn að hann hafi fengið kjör á skuldum sínum sem standa ekki hinum almenna borgara til boða þá krefst ég þess líka að allt þetta mál verði rannsakað og okkur almenningi verði sýnd þessi hæfnismöt sem umsækjendurnir voru látnir fara í. Það var ráðið út frá niðurstöðu hæfnismatsins í þessa stöðu segir maðurinn...
Það er líka komið fram að Árni Páll vissi sitt og hvað um fjármál Runólfs svo ekki getur hann verið að koma ofan af fjalli þar segi ég. Hann á að segja af sér tafarlaust...
![]() |
Ég hef tekið tvær ákvarðanir í málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2010 | 09:17
Magma Energy...
Mér finnst þetta vera óhugnaleg tilhugsun og afar slæmt ef nær fram að ganga þessi markmið hjá þessu fyrirtæki sem við vitum ekki einu sinni hverjir eiga en ber nafnið Magma Energy...
Þetta sem hún Björk er að segja okkur og Heiminum er háalvaralegt og að hugsa til þess að það séu fleiri staðir á Íslandi sem er búið að skoða og jafnvel komið svo langt í hugsun að kaup séu komin langt á leið er alveg skelfilegt finnst mér og verður vonandi stoppað strax í hugsun...
Þetta eru Auðlindir okkar Íslendinga allra en ekki Ríkisstjórnarinnar einnar eða Bæjarstjóranna í landinu segi ég og það er við fólkið Íslendingar á landinu sem eigum að segja til um það hvort við viljum eiga þessar Auðlindir okkar eða ekki...
![]() |
Ranglega haft eftir Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.8.2010 | 12:57
Þessi Aðferðarfræði...
Að selja það í burtu sem hefur verið að gera vel er ekki hægt að skilja...
Hvernig það geti verið betra að selja nýtingarrétt af afkomu Auðlindar er ég ekki að skilja nema það séu þvílíkir skussar við stjórn sem kunna ekki að reka fyrirtæki og er ég á því að það sé frekar svo en að fyrirtækið borgi sig ekki eða geti ekki rekið sig sjálft, svo það á frekar að skoða reksturinn...
Þessi kaup virðast vera eitt stórt klúður og algjörlega vanhugsuð aðgerð hjá HS orku og ekki hugsuð til enda...
Það á ekki að borga kaupverðið með gjaldeyri heldur aflandskrónum er maður að lesa og þá hugsar maður hvað er í gangi eiginlega...
Auðlindir okkar eiga að vera okkar sem og afkoman af þeim og annað á ekki að vera til í stöðunni segi ég. Þetta er okkar Rafmagn og okkar vatn. Þessu fyrirtæki Magma finnst alveg sjálfsagt að ryðjast hingað inn nafnlaust á eigendur fyrirtækisins og undrast að fá ekki viðmót sem kóngur hjá þjóðinni...
Burt með þetta fyrirtæki en nöfnin á eigendum þess vil ég að við Íslendingar fáum að vita hverjir séu...
Stöndum vörð um Landið okkar fagra Ísland það er okkar...
![]() |
Beaty: Vilja ekki hætta við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2010 | 12:12
Hver er sekur...
Þetta er alveg ótrúlegt að lesa...
Það er ekki verið að taka á því sem Wikileaks er að birta fyrir augu Heimsins og jafnframt að sína Heiminum spillinguna sem er í gangi...
Nei Bandaríkin bregðast hin reiðustu við og krefjast þess að menn sem er að reyna að hjálpa skynsömu og vitibornu fólki sem veit munin á réttu og röngu, veit munin á því að gera ólöglegt og löglegt verði sóttir til saka vegna þess að þeir komu upp um spillinguna sem var og er í gangi jafnvel ennþá...
Að það skuli vera til heil stórþjóð eins og Bandaríkin sem finnst það alveg sjálfsagt allt saman sem kemur fram í þeim gögnum sem Wikileaks er að birta, sjálfsagt allt saman til framkvæmdar en bara ekki fyrir augum Heimsins er hreint með ólíkindum og segir manni að mikið er að á þessum bæ Bandaríkjunum...
Stöndum saman um að vernda þetta fyrirtæki það er að gera hinni almennu manneskju hvar sem í Heiminum er stödd, gott eitt til. Að það skuli aftur á móti ennþá vera til þessi tegund af fólki sem finnst sjálfsagt að pína, nauðga, drepa nú eða gera eins lítið úr manneskjunni eins og hægt er, og virðist hafa viðgengist innan hersins í Bandaríkjunum er ekki hægt að líða og á ekki í Heimi sem er staddur á því herrans ári 2010...
![]() |
Vill loka fyrir Wikileaks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar