Færsluflokkur: Bloggar

Skammarleg staða fyrir Ráðamenn..

Mig hefur oft langað að láta í mér heyra þegar kemur að málefnum Launakjara Lögreglumanna eða Slökkviliðsmanna.

Að þessir aðilar skuli vera í endalausri Launabaráttu og búnir að vera það í mörg ár að mér finnst er til HÁBORINNAR SKAMMAR...

Hvað er það sem gerir það að verkum að þetta er ekki lagað spyr ég ! Það er til endalaus peningur til að mæta þeim hækkunum sem þarf fyrir ....gatið á þessum Stjórnmálamönnum og er nóg að minnast á þessa nýjustu hækkun á Ferðar og dagpeninga Ríkisstjórnarinnar sem hún Ríkisstjórnin setti inn til sjálfs síns rétt áður en hún fór í sitt eigið sumarfrí, sumarfrí sem megin þorri Landsmanna mun ekki geta leyft sér að hugsa einu sinni til um ókomna tíð ef fer sem fer...

Ef það eru einhverjir sem eiga ekki að þurfa að rífast um Launakjör sín þá eru það þessir aðilar.

Þessir aðilar hvor sem það er innan Lögreglunar eða Slökkviliðsins þurfa ALLTAF að vera tilbúnir til að geta mætt hverju sem er undir hvaða kringumstæðum sem eru. Það yrði mjög ljótt og ófyrirgefanlegt ef að verður að þessir aðilar fari í verkfall..

Það á að semja tafarlaust við þessa menn, og ef það er einhver stétt sem á ekki að vera með peningaáhyggjur í vinnunni sinni þá eru það þessir aðilar segi ég.

Svei og Skömm til Ríkistjórnarinnar vegna þessa...


mbl.is Slökkviliðsmenn boða verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæf Ríkisstjórn.

Það er alveg ljóst eina ferðina enn að Vanhæf til verka er Ríkisstjórnin þegar kemur að því sem að snýr að okkar Íslendinga Hag.

Gjörsamlega Vanhæf þegar kemur að því að vernda Hag okkar hvort sem það er um Aulindir okkar að ræða til Lands eða Sjávar og enn frekar þegar kemur að Fjármálum okkar, hvað þá þegar kemur að því að auka tekjur þjóðarbúsins...

Þessi Vanhæfa Ríkistjórn er á launaskrá hjá okkur...

Svo hvernig væri það nú að fara segja þessari Vanhæfu Ríkistjórn upp og taka hana út af launaskrá...  kveðja .


mbl.is Sagði stjórnarsamstarfið í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning segi ég.

Þetta er stórt og mikið mál og ljótt segi ég.

Vegna þess hversu ljótt þetta er þá á það ekki að vera spurning um hvort eða...

Þetta teygir sig inn á Ráðherrastóla svo það getur aldrei verið auðvelt að fara af stað í svona vinnu og okkur eða alla vegna mér var kennt það að virðingu ber maður fyrir Forseta vor og Ríkistjórn.

Vegna þessa þá er þetta örugglega ekki auðvelt að fara í og þar sem að það liggur fyrir eftir að Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi Ráðherra tjáði sig um það að hún væri nú búin að vita um ólögmæti þessa lánaforms allan tíman þá má þetta ekki vera spurning um ..hvort eða.. eins og ég segi. Þetta eiga að vera fyrirmyndir okkar útávið og hverslags fyrirmynd erum við að gefa þarna ef ekki verður tekið á þessu eins og á að gera og yrði alveg örugglega gert ef að það væri einhver annar. 

Vegna þess að við treystum þeim til að fara með Landið okkar sem og Auð okkar vel og okkur ekkert sýnt sem sýndi annað en að allt væri í góðum höndum þá á að refsa öllu þessu fólki og ef einhverjir eiga fá fordæmisgefandi þunga refsingu þá eru það allir þeir sem að komu að þessu.


mbl.is Skoðar hvort ákæra eigi vegna myntkörfulána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæði hvað...

Þetta er nú ljóti leikurinn sem er verið að leika segi ég bara.

Er ekki búið að vera að halda því á lofti frá upphafinu á þessu aðildarferli að það mun ekkert raskast hérna hjá okkur bara batna við það að fá ESB inn í Landið...

Við skulum átta okkur á því að þá verða öll Ríkin innan ESB hvað eiginlega Sveitafélög innan ESB.!!!

Það er búið að vera mikið rætt og ritað um Sjálfstæði okkar sem og Auðlindir okkar sérstaklega vegna þessa sem er að koma í ljós í þessari frétt.

Mig langar að vísa til síðasta pistil minn sem er undir nafninu Af hverju ég segi nei við ESB og sérstaklega að skoða linkinn sem ég setti með. Hvet ég alla til að prenta það út og lesa vel og vandlega því þar vil ég meina að sé heilmikið af riti sem gæti hjálpað okkur í afstöðu okkar í þessu ESB máli.

Ekkert ESB segi ég mér þykjir vænt um Landið mitt Ísland og Þjóðina sem erum við Íslendingar. Ég er ekki  tilbúin að henda út Fánanum okkar eða öllu því sem að forfeður okkar eru búnir að leggja á sig til að við afkomendur þeirra gætum verið í þeim þægindum sem við búum við í dag.

Baráttukveðja .


mbl.is ESB fái stöðu á við ríki innan SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sínum samstöðu...

Hvet ég alla sem vilja ekki inn í ESB að mæta og mótmæla það er mjög mikilvægt að allir sýni samstöðu núna sem vilja ekki inn þetta samfélag ESB, eða telja hag okkar betur borgið fyrir utan ESB...

Ekkert ESB segi ég og ætla að mæta... Kveðja.


mbl.is Útifundur gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á þetta skúffufyrirtæki...

Mér finnst alveg nauðsynlegt að það komi fram hver á eða hverjir eiga þetta skúffufyrirtæki...

Nauðsynlegt vegna þess að það gengur sú saga fjöllunum hærra að einhverjir af þessum svo kölluðu útrásavíkingum séu að kaupa Auðlindirnar á KRÍT... það finnst mér mjög alvaralegt ef svo er og þarf að kanna það...

Það er hreinlega farið að ergja mig þessi aðferðafræði í vinnubrögðum sem Ríkistjórnin er að  nota og það er eins og okkur Þjóðinni komi það bara ekkert við hverjir eru að eignast Landið OKKAR Ísland... 

Stöndum vörð um Landið okkar öll sem einn það er okkur svo dýrmætt segi ég.

Verjum Sjálfstæði okkar miklu - miklu betur en við erum að gera það er okkur alveg gífurlega dýrmætt og mikilvægt segi ég og það er verið að VALTA yfir okkur feitt og þess vegna segi ég líka ekkert ESB.


mbl.is Undrast ummæli Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn að vakna...

Ég var einmitt að hugsa hvar er stjórnarandstaðan eiginlega..

Ég segi að þetta sé allt til að 3 áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins geti gengið í gegn og sé í boði Ríkistjórnarinnar...

Ég vil fá að heyra hvað Sjálfstæðisflokkurinn myndi gera og hvernig hann færi að til að koma hjólunum í Landinu af stað núna...

Það er ljóst að breytinga er þörf og það sem allra fyrst. Við stöndum frammi fyrir því að vera með Ríkistjórn sem veit að stuðningurinn er farinn og hvað gerist þá..

Jú hrapandi maður reyna að grípa allt sem tiltækt er í fallinu niður með sér.... 

Ríkistjórn Íslendinga er greinilega komin ofan í þann pitt og veit að endir er í nánd og það verður að passa að Ríkistjórnin vinni ekki Þjóð sinni meiri skaða eins og hún er byrjuð að gera með sölu á AUÐLINDUM LANDSMANNA..


mbl.is Falleinkunn fyrir ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með AGS..

Er þetta allt saman ekki tilllögur sem lagðar eru fram til þess að 3 áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins geti staðist.. eða er það ekki málið...

Þessi sjóður vill fá sitt til baka á góðri ávöxtun en notar orðatiltæki eins og ..TIL HJÁLPAR.. til að komast inn.

SVEI OG SKÖMM.

Það á ekki að taka fleiri lán við HÖFUM EKKI EFNI Á ÞVÍ, Það verður að fara að horfast í augu við það og bregðast við því.

Hvernig fara skuldug heimili öðruvísi að en að gera það sem hægt er og á meðan maður er að gera sitt besta þá á allt að rúlla og svo einn góðan veðurdag þá BANG allt búið og við gætum farið að hafa það gott... 

þannig eigum við að gera með skuldir okkar segi ég...


mbl.is Eldsneyti myndi hækka um 15,45 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Legg til...

Ég legg til að Forseti Íslands Herra Ólafur Ragnar Grímsson geri hið sama fyrir hönd okkur Íslendinga.

 Að hann fari fram á að Ríkisstjórnin öll segi af sér ella verði henni vikið frá störfum. (fyrir utan Rögnu Árnadóttir sem er sko búin að vinna sér inn fyrir sínum  launum) Það er alveg merkilegt að erlendis þá þarf ekki nema að nefna það að menn segi af sér og þá gera þeir það strax...

Hérna á Íslandi þá er komið fram við okkur af Ríkistjórninni eins og við séum heilalausir hálvitar sem vitum ekkert í okkar haus og þar afleiðandi þá er ekkert mark tekið á okkur í einu eða neinu og ég er hreinlega farin að spyrja mig hvað veldur þessu hérna hjá okkur en ekki annarstaðar...


mbl.is Hættir sem gjaldkeri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu Gunga...

Hvar á plánetunni er hann búinn að vera, er hann kannski orðin hræddur um sæti sitt. Það hefur ekki verið réttlæti á neinu sviði er varðar laun flestra landsmanna í langan tíma segi ég og þessum manni hefur fundist það bara allt í lagi. Hann segir bara hefði þetta og hefði hitt. Það þýðir ekkert lengur ja hum eða kannski lengur.

Það er allt í upplausn núna og ef tækifærið hefur einhvern tíma verið í að geta snúið þessu kerfi við okkur almenningi í hag þá er það núna, en mér sýnist á þessum viðbrögðum hans að það verði ekki gert með hann innandyra ef þetta er hugsanagangurinn... hefði viljað hjá honum.

Það er tími raunverulegrar byltingar núna og þörf á aðgerðum segi ég og hefði ég viljað sjá Gylfa Arinbjörnsson rísa upp þar og segja HINGAÐ OG EKKI LENGRA...

það er komið fram við okkur Íslendinga eins og við séum mállaus og heyrnalaus og það er ekki líðandi lengur...

Þetta er Landið okkar Ísland og við erum Þjóðin gleymum því ekki og eigum við að segja síðasta orðið myndi ég halda út frá því...


mbl.is Forseti ASÍ vill fremur lækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband