Skammarleg staða fyrir Ráðamenn..

Mig hefur oft langað að láta í mér heyra þegar kemur að málefnum Launakjara Lögreglumanna eða Slökkviliðsmanna.

Að þessir aðilar skuli vera í endalausri Launabaráttu og búnir að vera það í mörg ár að mér finnst er til HÁBORINNAR SKAMMAR...

Hvað er það sem gerir það að verkum að þetta er ekki lagað spyr ég ! Það er til endalaus peningur til að mæta þeim hækkunum sem þarf fyrir ....gatið á þessum Stjórnmálamönnum og er nóg að minnast á þessa nýjustu hækkun á Ferðar og dagpeninga Ríkisstjórnarinnar sem hún Ríkisstjórnin setti inn til sjálfs síns rétt áður en hún fór í sitt eigið sumarfrí, sumarfrí sem megin þorri Landsmanna mun ekki geta leyft sér að hugsa einu sinni til um ókomna tíð ef fer sem fer...

Ef það eru einhverjir sem eiga ekki að þurfa að rífast um Launakjör sín þá eru það þessir aðilar.

Þessir aðilar hvor sem það er innan Lögreglunar eða Slökkviliðsins þurfa ALLTAF að vera tilbúnir til að geta mætt hverju sem er undir hvaða kringumstæðum sem eru. Það yrði mjög ljótt og ófyrirgefanlegt ef að verður að þessir aðilar fari í verkfall..

Það á að semja tafarlaust við þessa menn, og ef það er einhver stétt sem á ekki að vera með peningaáhyggjur í vinnunni sinni þá eru það þessir aðilar segi ég.

Svei og Skömm til Ríkistjórnarinnar vegna þessa...


mbl.is Slökkviliðsmenn boða verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband