Færsluflokkur: Bloggar
11.1.2010 | 01:14
Peningana eða lífið...
Mér dettur nú bara þessi setning í hug... Peningana eða lífið þegar maður reynir nú að sjá þessa stöðu sem er á milli Ríkistjórnar Íslands og Breskra sem Hollenskra Stjórnvalda annarsvegar. Bretar og Hollendingar vilja okkar peninga.
Ríkistjórn Íslands annarsvegar og við Íslenska þjóðin hinsvegar, þar sem Ríkistjórnin vill okkar peninga...
Eins og öll ummæli hafa verið að snúast síðustu daga gagnvart þessu Icesave máli, okkur meir og meir í vil, þá er alveg óskiljanlegt að Ríkistjórnin skuli en vera við sama heygarðshornið..
Þessi maður talar eins og þjóðin sé þroskaheft, skilji ekki neitt og sjái málið bara út frá einhverju sem á ekki að vera. Það er allur HEIMURINN að reyna að segja okkur SEM og RÍKISTJÓRNINNI hversu mikið er verið að brjóta á okkur Íslendingum. Hvers vegna Ríkistjórnin kýs að bregðast svona við eins og hún er að gera segir okkur bara eitt, og bara eitt. Ríkistjórn Íslands hlítur að vera búinn að brjóta af sér gagnvart þegnum sínum, okkur. Vitandi það í dag eins og VIÐ, að réttarstaða okkar í þessu er nú kannski ekki eins slæm, og alveg þess virði að líta á það nánar. Nei þá vill þessi blessaða Ríkistjórn bara halda áfram að reyna allt til að troða þessum óhroða á okkur, og ætlar þessi maður að nota skattapeninga okkar núna til að greiða útlagðan kostnað sem þarf í það að reyna að sannfæra okkur um að við eigum bara að borga þennan blessaða lánasamning sem var og er liggur við að maður segir svo maður noti nú orð hans, sá besti í heimi sem gerður hefur verið.
Mikið er ég nú fegin að það skuli ekki hafa tekist að keyra þennan lánasamning í gegnum Alþingi ólesinn. Hvar værum við þá stödd velti ég fyrir mér stundum. Höldum vöku okkar, þetta er ekki búið. Kveðja.
![]() |
Ekki einhliða innanríkismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010 | 12:37
Veruleika skerðing...
Að standa núna upp 10 Janúar 2010 og segja okkur að það sé ekkert samhengi þarna á milli ESB og ICESAVE annarsvegar er bara ekki rétt. Þetta Icesave er búið að vera hótun frá Ríkistjórn okkar að ef við borgum ekki Icesave þá fær þjóðin ekki inn í ESB...
Bara þessi fyrstu viðbrögð Ríkistjórnarinnar gagnvart synjun Forsetans á staðfestingu þessara laga no.2 og gefa þjóðinni þar afleiðandi síðasta orðið, er nóg að skoða til að sjá hversu mikil veruleika skerðing er í þessum orðum.
Það var ekki verið að hlaupa til og útskýra okkar mál.
Ekki verið að útskýra hversvegna þessi reikningur ICESAVE er ekki þjóðarinnar að borga með réttu.
Nei það var hlaupið út um allar tryssur til að bjarga því að þessi blessaða aðildarumsókn sem Íslendingar eiga inn í ESB og stórhluti Íslendinga vill ekki, bæri ekki skaða af þessari ákvörðun Forstans.
Það er greinilegt að það er hlaupin hræðsla í Ríkistjórnina hérna með þessum orðum...
ESB og ICESAVE aðskilin mál.
Varðandi þessa grein hans Þórólfs Matthíassonar þá á hann að skrifa nýja grein þar sem hann biður alla afsökunar á þessari rangfærslu sem hann fer með þar.
Þessi orð hans Steingríms J. Sigfússonar úti í Noregi... að Heimurinn væri ekki alltaf réttlátur og þess vegna eigum við Íslendingar bara að borga Icesave eru honum sem og okkur til skammar. Það er árið 2010 í heimi okkar og að þessi viðhorf séu ráðandi í ákvarðanatökum hjá Steingrími, að Heimurinn er ekki alltaf réttlátur finnst mér líka til háborinnar skammar fyrir okkur Íslendinga sem Sjálfstæða og Fullvalda Þjóð, það er ekki hægt að við látum bjóða okkur svona orð lengur. Vanhæf Ríkistjórn segi ég og á hún að sjá sóma sinn í því að víkja. Kveðja.
![]() |
ESB og Icesave aðskilin mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010 | 08:03
Kemur ekki á óvart.
Eina rétta sem á að gera er að hafna þessum Icesave reikningi.
Hann er ekki okkar.
Eg velti stundum fyrir mér hvað Íslensk stjórnvöld hefðu gert ef þetta hefði verið alveg öfugt...
Hefðu þau risið svona upp með þjóðinni sinni ef hún hefði tapað ævisparnaði á svona Áhættureikningum...
Nei það sem Íslendingar hefðu fengið að heyra var ykkur var nær... þið áttuð að vita betur.
Ef þið lásuð ekki nógu vel heimavinnuna ykkar gagnvart þessari fjárfestingu þá er engan við að sakast nema sjálf ykkur. Það er ástæða að Lífeyrisjóðirnir eru til.
En þetta á ekki að vefjast fyrir einum eða neinum.
Viljum við borga þessa óreiðuskuld sem við eigum ekki.. ef ekki þá segjum við NEI.
Ef við viljum borga hana þá segjum við JÁ.
Ekki flóknari en þetta á það að vera. Stöndum saman um hag okkar Íslendingar og látum ekki valta svona yfir okkur án þess að gera nokkuð. Kveðja.
![]() |
60% andvíg Icesave-lögunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2010 | 07:43
Ekki flókið.
Það verður ekki erfitt að vita hvað á að kjósa. Ef spurningin verður eins og búið er að segja þá er það eina sem maður þarf að vita er, viljum við borga þessa óreiðuskuld fyrir þessa menn eða ekki. Svarið verður já eða nei út frá því.
Við vitum í dag að þetta er ekki okkar skuld.
Við vitum í dag að ábyrgðin er ekki okkar.
Við vitum líka í dag að það eru nöfn á bak við þenna reikning, og þessi nöfn virðast alveg eiga að sleppa við alla ábyrgð og það finnst mér ekki hægt að við horfum upp á steinþeygjandi og hljóðalaust. Það er ekki nóg að refsa þeim einum sem bjuggu regluverk til eða áttu að halda utanum eftirlitið. Það hurfu fullt að peningum og það virðist ekkert eiga að gera til að ná í endan á þeim sem peningana tóku... Það er ekki hægt að líða.
En það verður að byrja einhverstaðar... og byrjunin hjá okkur er að fella þennan lánasamning. Lánasamning sem var undirritaður í felum. Lánasamning sem átti að vera svo góður að það átti ekki einu sinni að lesa hann yfir. Þessi feluleikur er engum til góðs, nema síður sé. Það er alltaf betra að vita hver staðan er þó ljót geti verið, þá er samt betra að vita.
Látum þetta ekki vefjast fyrir okkur. Kveðja.
![]() |
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 13:19
Standi þau við orð sín þá.
Þetta er búið að dynja yfir eyrum okkar of lengi frá þessari ríkistjórninni... ef við fáum ekki þetta eða hitt þá erum við farinn.
Það verður gott að vita það að örlög hennar ráðast á því hvort við viljum borga Icesave reikning þessarra óreiðumanna eða ekki. Kveðja.
![]() |
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 12:52
Heimurinn ekki réttlátur...
Jæja honum er Þá búið að takast að kaupa sér frið fram að Þjóðaratkvæðagreiðslunni...
Hann er afar þakklátur fyrir að lánaveitingarnar raskist ekki fram að kosningunni í febrúar... Mig langar að vita hvort það er þessi aðferð sem þau Ríkistjórnin eru að tala um þegar það er verið að tala um þessar miklu björgunaraðgerðir eftir aðgerð Forsetans...
Fara og segja hvað .. rúmlega 70% Íslendinga vita ekki sjálfir hvað er rétt og hvað er rangt í þessu máli, hvað þá að 70% þjóðarinnar viti ekki sjálf hvort hún geti borgað eða ekki...
Að hann skuli svara þessari spurning.. hvers vegna ættu Íslendingar að borga fyrir mistök örfárra bankamanna...
Með þessu svari.. Hvers vegna er heimurinn ekki réttlátur.. er fyrir neðan allt.
Hann nennir ekki að tala okkar máli. Það hefur aldrei staðið til að Ríkistjórnin tali okkar máli í þessu Icesave.
Hann Steingrímur J Sigfússon Fjármálaráðharra var með pálmann í hendi sér að geta gefir réttlátt svar.. Svar sem segði hvers vegna við ættum ekki að borga. Svar sem segði að það væri verið að brjóta á okkur sem heillri þjóð til greiðslu á skuld sem er ekki okkar þjóðarinnar að borga.
Nei hann kaus að segja að heimurinn er ekki réttlátur. Hann sem er búinn að vera með það í hendi sér að geta snúið þessu máli í réttlátan farveg...
Hvernig stendur staðan ef 3 tilraun sömu stjórnar mistekst.. Hvaða möguleika eigum við í 4 tilraun... ef þessi aðgerðarpakki númer 3 fer út um þúfur... Það er ekki hægt að vera með sitjandi stjórn sem ætlar sér svo í engar aðgerðir til að sanna hugsanlegt sakleysi okkar í þessu óréttlátlega máli. Ríkistjórn sem segir bara ja Heimurinn er ekki réttlátur... Skildi Hitler hafa sagt þetta við blessað fólkið áður en hann leiddi það í gasklefanna... Heimurinn er ekki réttlátur og þess vegna er allt í lagi.. Það er ekki verið að vinna í því að koma þessu óréttlæti í burt. Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust núna. Áður en hún veldur meiri skaða en komin er... Kveðja.
![]() |
Halda áfram með Íslandslánin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2010 | 06:52
Slökkva elda og lægja öldur.
Þessi Ríkistjórn á að skammast sín
Að hún skuli ekki hafa gert ráð fyrir að þessi staða gæti komið upp að forsetinn gæti hafnað þessum lánasamning er alveg furðuleg. Ætti frekar að ýta undir og hjálpa henni að opna þessi lokuðu augu sín sem virðast vera límd aftur hjá Ríkistjórninni og sjá hversu afleitur þessi samningur er, var, og engan veginn boðlegur eða hæfur til samþykkis. Eins og meiri hluti Þjóðarinnar var löngu búinn að sjá en Ríkistjórnin neitaði að horfast í augu við.
Að allt slökkvistarf skuli meira og minna hafa snúist um að takmarka þann skaða sem þessi aðgerð Forsetans olli hugsanlegri aðildarumsókn sem Íslendingar eru látnir halda að þeir eigi í vegna hugsanlegrar inngöngu í ESB er ekki hægt að horfa á orðalaust.
Hugsanlegrar segi ég vegna þess að það kom fram í gær það sem ég hef nú viljað meina allann tímann... það er ekkert farið í hugsanlegar aðildarviðræður... annað hvort sækir þjóð um inngöngu í ESB eða ekki, og það er það sem Íslendingar eru búnir að gera. Það tekur þetta ferli sem er í gangi núna og annað hvort fær þjóð inn eða ekki. Þessi Ríkistjórn er vanhæf og er ekki að sjá þetta mikla mál Icesave sömu augum og við sem eigum að borga þennan reikning þó hann sé ekki okkar, alveg sama hvað liggur við að maður segi, en okkar að borga bara.
Jóhanna Sigurðardóttir fékk gildi þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem á eftir að fara fram og varðar vilja þjóðarinnar í niðurstöðu okkar um inngöngu inn í ESB breytt svo ráðandi niðurstaða er ekki lögbundin.
Það verður fróðlegt að fylgjast með Alþingi núna með morgninum og sjá hvernig þessi breitingar tillaga hennar hljóðar varðandi þessa þjóðaratkvæðagreiðslu okkar er varða þetta mikla óréttlætismál Icesave.Verum vakandi áfram yfir okkur. Kveðja.
![]() |
Árni Þór: Staðan þung |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2010 | 19:03
Gegn hvaða loforði...
Ég bara spyr hvaða loforð var gefið til þess að þessi orð voru sögð...
Hversu góðir vinir þeir eru, er mér alveg sama um. Að þetta samtal hafi snúist um hvort ógn stafi af umsóknarferli Ríkistjórnarinnar inn í ESB, vegna stöðu Ríkistjórnarinnar í dag á þessu Icesave máli eftir úrskurð Forseta okkar finnst mér öllu leiðinlegra að sjá.
Einhvern veginn fékk ég svona á tilfinninguna að það vantaði bara einhverstaðar í þetta allt saman frá David Miliband, ef Icesave verður bara borgað að okkar vilja...
Hver er að spá í ESB núna...
Fara samningar kannski fram á endanum eftir vilja Þjóðarinnar inn í ESB....
Það er alvaralegt að það skuli hafa verið hlaupið í þennan pakka af Ríkistjórninni, en ekki þann pakka að sína fram á við erum ekki að flýja eitt eða neitt í ábyrgð okkar, við erum hinsvegar ekki að geta séð að það sé okkar að greiða þessa óreiðuskuld sem er ekki okkar. Við viljum að réttarstaða okkar verði reynd að fullu með það að það sé verið að setja þennan reikning á rangar herðar. Landsbankinn er víst eini bankinn sem gat ekki greitt innistæðutryggar sína, og Björgúlfs feðgar hvergi sóttir til ábyrgðar sem eigendur bankans, við erum með Fjármálaráðherra sem vill endilega að við veitum Ríkisábyrgð fyrir Landsbankann svo hann bankinn geti gengist í ábyrgð fyrir þessa menn...
Hversu rétt er það... rétt á að vera rétt. Verum meðvituð um að þessi Icesave skuld er ekki okkar, nóg höfum við samt af skuldum að greiða þó þessi sé ekki.
Það er ekki að ræða að þessari skuld verði skellt á okkur til að Jóhanna Sigurðardóttir og félagar eigi greiðari aðgang inn í ESB.
Þess vegna er kannski STÓRA spurningin að verða hvort það eigi ekki að skella inn Já eða Nei spurningu... Um hver vilji okkar Þjóðarinnar inn í ESB sé með þessari Þjóðaratkvæðagreiðslu sem er að fara fram... Verum vakandi. Kveðja.
![]() |
Bretar beita sér ekki gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2010 | 11:32
Ísland er allt í lagi...
Þetta er alveg með ólíkindum sem við Íslendingar höfum orðið fyrir vegna þessa máls, og flestir af okkur al-saklausir af þessari bölvaðri vitleysu. Við höfum látið hafa okkur að algjörum blóraböglum af Ríkistjórninni okkar með Bretum og Hollendingum innanborðs, Ríkistjórn okkar hérna sem alveg greinilega finnur sig seka sjálf hér í þessu máli eftir framkomu hennar og viðbrögðum í þessu Icesave máli að dæma. Ríkistjórn Íslendinga sem virðist, er... virðist ekkert, vinna að fullum krafti núna ásamt samstarfsþjóðum sínum sem í þessu tilfelli eru Bretar og Hollendingar að því að fullkomna þetta ætlunarverk sitt að láta okkur bara borga þessa miklu óreiðuskuld sem einhverjir einstaklingar eiga, og eiga greinilega að komast upp með það á okkar kostnað að geta rænt ævisparnaði fólks blygðunarlaust og jafnvel verða hrósað fyrir einhverstaðar.
Það er alveg ljóst að það er verið að brjóta gróflega og svívirðilega á rétt okkar sem sjálfstæðir einstaklingar, og það má ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum án þess að við látum reyna á það að fullu fyrir dómstólum hver réttarstaða okkar er með réttu í þessu máli. Ríkistjórn Íslands hlítur að vera orðin brotleg gagnvart okkur réttarfarslega séð með þessari framkomu sinni í þessu máli. Það er ekki hægt lengur annað en að það verði talað tæpitungu laust um allt í þessu máli. Það er framtíð okkar sem er í húfi, og það er ansi mikið fyrir mér, og vonandi þér lesandi góður líka. Kveðja.
![]() |
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2010 | 00:19
Sjálfstæði okkar sem manneskjur.
Þetta finnst mér vera merkilegar fréttir fyrir okkur Íslendinga og finnst mér þær vera að segja okkur hversu dýrmætt og mikilvægt Sjálfstæði okkar er sem manneskjur sem og að vera Sjálfstæð Þjóð.
Að vera sjálfstæður er mikil og stór ábyrgð.
Að vera Sjálfstæður er að vera vitiborin og vita hvað er sjálfum sér fyrir bestu.
Að vera Sjálfstæður er að hafa greind til að gera mun, mun á því að vita, að það sem manni langar í er ekki alltaf það sem er manni fyrir bestu.
Að vita að allt sem maður ákveður og gerir er manns eigin ákvörðun alltaf á endanum að gera og framkvæma, og ekki hægt að kenna öðrum um.
Í einföldu máli þá á Sjálfstæður maður að hafa vitið fyrir sjálfum sér. Það krefst þess að vera meðvitaður við fortíð og framtíð og stíga næstu skref í lífinu út frá því sem er manni fyrir bestu.
Er þetta bara smá af því sem kom í huga mér við lestur þessarar fréttar, og langaði mér að deila því með ykkur. Því að í mínum augum þá krefst það miklar ábyrgðar að vera sjálfstæður.
Og mér sem fannst þegar ég var lítil stelpa það að vera Sjálfstæð væri einhvað svo spennandi og mikilvægt markmið í lífinu að ná. Sem og það er, Það á að vera mikilvægt fyrir alla og reyndar sjálfsagður réttur hvers og eins að geta ráðið yfir sjálfum sér, og markmið hvers og eins að verða sjálfstæð og ábyrg manneskja hvar sem er í heiminum. Það er miklu meir en það sem ég segi hér í fáum orðum um ábyrgð þess að vera sjálfstæð, en langaði eins og sagði að deila þessari hugsun minni með ykkur. Kveðja.
![]() |
Ísland forsmekkurinn að því sem koma skal? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar