Heimurinn ekki réttlátur...

Jæja honum er Þá búið að takast að kaupa sér frið fram að Þjóðaratkvæðagreiðslunni...

Hann er afar þakklátur  fyrir að lánaveitingarnar raskist ekki fram að kosningunni í febrúar... Mig langar að vita hvort það er þessi aðferð sem þau Ríkistjórnin eru að tala um þegar það er verið að tala um þessar miklu björgunaraðgerðir eftir aðgerð Forsetans...

Fara og segja hvað .. rúmlega 70% Íslendinga vita ekki sjálfir hvað er rétt og hvað er rangt í þessu máli, hvað þá að 70% þjóðarinnar viti ekki sjálf hvort hún geti borgað eða ekki...

 Að hann skuli svara þessari spurning.. hvers vegna ættu Íslendingar að borga fyrir mistök örfárra bankamanna...

Með þessu svari.. Hvers vegna er heimurinn ekki réttlátur.. er fyrir neðan allt.

Hann nennir ekki að tala okkar máli. Það hefur aldrei staðið til að Ríkistjórnin tali okkar máli í þessu Icesave.

Hann Steingrímur J Sigfússon Fjármálaráðharra var með pálmann í hendi sér að geta gefir réttlátt svar.. Svar sem segði hvers vegna við ættum ekki að borga. Svar sem segði að það væri verið að brjóta á okkur sem heillri þjóð til greiðslu á skuld sem er ekki okkar þjóðarinnar að borga.

Nei hann kaus að segja að heimurinn er ekki réttlátur. Hann sem er búinn að vera með það í hendi sér að geta snúið þessu máli í réttlátan farveg...

Hvernig stendur staðan ef 3 tilraun sömu stjórnar mistekst.. Hvaða möguleika eigum við í 4 tilraun... ef þessi aðgerðarpakki númer 3 fer út um þúfur...  Það er ekki hægt að vera með sitjandi stjórn sem ætlar sér svo í engar aðgerðir til að sanna hugsanlegt sakleysi okkar  í þessu óréttlátlega máli. Ríkistjórn sem segir bara ja Heimurinn er ekki réttlátur... Skildi Hitler hafa sagt þetta við blessað fólkið áður en hann leiddi það í gasklefanna... Heimurinn er ekki réttlátur og þess vegna er allt í lagi.. Það er ekki verið að vinna í því að koma þessu óréttlæti í burt.  Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust núna. Áður en hún veldur meiri skaða en komin er... Kveðja.


mbl.is Halda áfram með Íslandslánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Sammála þér. Ég gubbaði næstum því þegar ég las þetta: Hvers vegna er heimurinn ekki réttlátur... hvað er að þessum manni...hvað kom fyrir þennan áður baráttumann.

Halla Rut , 8.1.2010 kl. 16:40

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Halla segðu. Mér þykjir mjög leiðinlegt að sjá þennan viðsnúning sem hefur orðið hjá Steingrími. Hann fékk pálmann í hendurnar að vinna gegn óréttlæti í heiminum. Allur heimurinn fylgjist með þessu máli. Það er með ólíkindum sem við erum að ganga í gegnum. En með þessari stöðu í dag hvernig þetta er að snúast, og hvernig siðferðið sem og réttlætið er að komi inn fyrir okkur hérna í þessu Icesave máli, má ekki láta glutrast niður og afgreiðast af því bara.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.1.2010 kl. 22:02

3 identicon

Ellen Brown skrifaði í grein þann 7. des 2009:

"If the creditors are really interested in having their debts repaid, they will see the wisdom of letting the debtor nation build up its producing economy to give it something to pay with. If the creditors are not really interested in repayment but are using the debt as a tool to exploit the debtor country and strip it of its assets, the creditors’ bluff needs to be called."

 Ég segi bara, ef bretar og hollendingar vilja fá eitthvað af þeim peningum sem þeir sjálfir ákváðu að borga sínum þegnum þá eigi þeir að samþykkja lögin okkar frá því í haust. Annars bara biðja þá um að sýna okkur flottu herskipin sín. Geta skotið niður óperuhúsið okkar þegar það verður tilbúið mín vegna :þ

Bjarki (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 01:17

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu Bjarki, það er ástæða að þeir borguðu sínu fólki strax... Það gerir engin nema að vita að hann er sekur og borgar... Sáu sér svo leik á borði í að reyna að rukka Íslensku þjóðina fyrir meiriháttar klúður hjá þeim sjálfum. Það er ekki að ræða það að við borgum krónu steinþeygjandi og hljóðalaust segi ég... Við skulum vona að þeir fari nú að sjá að við erum nú kannski ekki eins miklir vitleysingar og sú mynd sem þeir eru með af okkur. Réttlætið skiptir gífulega miklu máli hérna.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.1.2010 kl. 02:11

5 identicon

Ég hef nú oft séð betri rök hjá Steingrími en „Hvers vegna er heimurinn ekki réttlátur?" en það er gott að hann hafi getað bjargað því að ekki fór verr, þ.e.a.s. að lánin hætti ekki og mér finnst hann eiga þakkir skildar fyrir það.

Skúli (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband