Hver er stórlöskuð...

Mikið er ég sammála Forætisráðherra okkar Jóhönnu Sigurðardóttir með það, að stjórnvöld verði talin ófær um að taka bindandi ákvarðanir erlendis frá ef hennar Ríkistjórn verður ( fær að vera ) áfram. Ég er ekki hrædd um stöðu okkar útá við ef við höfum fólk sem er með okkar hag og rétt í huga að vinna að þessu máli fyrir okkur. Með okkar orð um að ekki muni standa á okkur að borga það sem við getum upp í þessa  lágmarks Ríkisábyrgð, þegar endurheimtur eru búnar á öllu sem er hægt að koma í verð, og sú tala sem eftir stendur og vantar á í þessa lágmarks ríkisábyrgð verði greidd af okkur ef við getum.

Það vantar allveg að það komi alstaðar fram að það voru ekki við sem stálum þessum eigum frá Bretum og Hollendingum. 

Það vantar líka alveg að það komi fram að Íslendingar voru rændir líka.

Það vantar líka alveg að það komi fram að þetta voru Einkabankar með enga Ríkisábyrgð á bak við sig, hvað þá ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði þessa Banka. Það vantar líka alveg að það komi fram að við höfum  fengið að vita það að þessi ákvæði varðandi enga ríkisábyrgð á þessum Einkafyrirtækjum voru SÉRSTAKLEGA kynntir fyrir Bretum og Hollendingum. Svo maður spyr hvernig getur það verið okkar að borga...

Þetta er staðreynd sem Ríkistjórnin hefði átt að standa á fyrir okkar hönd, en kaus að gera ekki. Vegna núverandi Ríkistjórnarinnar er þessi hræðilega mynd af okkur útá við, að við séum bara ábyrgðarlaus... 

Ef einhver er uppvís að því að vera ábyrgðarlaus hér í þessu máli þá er það ríkistjórn okkar vegna alla þessa lyga sem hún búin að verða uppvís að og að grípa til, vegna alls þessa undanskota með mikilvæg gögn er varða þetta mikla mál líka. Ríkisstjórnin er stórlöskuð og á að fara heim til sín.  Kveðja.


mbl.is Staða Íslands væri stórlöskuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er þér algerlega sammála Ingibjörg. Glaðilegt ár

Eyjólfur G Svavarsson, 6.1.2010 kl. 17:36

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk Eyjólfur, gott að vita að ég er ekki ein um þetta sjónarhorn. Gleðilegt árið sömuleiðis.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.1.2010 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband