Slökkva elda og lægja öldur.

Þessi Ríkistjórn á að skammast sín

Að hún skuli ekki hafa gert ráð fyrir að þessi staða gæti komið upp að forsetinn gæti hafnað  þessum lánasamning er alveg furðuleg. Ætti frekar að ýta undir og hjálpa henni að opna þessi lokuðu augu sín sem virðast vera límd aftur hjá Ríkistjórninni og sjá hversu afleitur þessi samningur er, var, og engan veginn boðlegur eða hæfur til samþykkis. Eins og meiri hluti Þjóðarinnar var löngu búinn að sjá en Ríkistjórnin neitaði að horfast í augu við.

Að allt slökkvistarf skuli meira og minna hafa snúist um að takmarka þann skaða sem þessi aðgerð Forsetans olli hugsanlegri aðildarumsókn sem Íslendingar eru látnir halda að þeir eigi í vegna hugsanlegrar inngöngu í ESB er ekki hægt að horfa á orðalaust.

Hugsanlegrar segi ég vegna þess að það kom fram í gær það sem ég hef nú viljað meina allann tímann... það er ekkert farið í hugsanlegar aðildarviðræður... annað hvort sækir þjóð um inngöngu í ESB eða ekki, og það er það sem Íslendingar eru búnir að gera. Það tekur þetta ferli sem er í gangi núna og annað hvort fær þjóð inn eða ekki. Þessi Ríkistjórn er vanhæf og er ekki að sjá þetta mikla mál Icesave sömu augum og við sem eigum að borga þennan reikning þó hann sé ekki okkar, alveg sama hvað liggur við að maður segi, en okkar að borga bara.

Jóhanna Sigurðardóttir fékk gildi þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem á eftir að fara fram og varðar vilja þjóðarinnar í niðurstöðu okkar um inngöngu inn í ESB breytt svo ráðandi niðurstaða er ekki lögbundin.

Það verður fróðlegt að fylgjast með Alþingi núna með morgninum og sjá hvernig þessi breitingar tillaga hennar  hljóðar varðandi þessa þjóðaratkvæðagreiðslu okkar er varða þetta mikla óréttlætismál Icesave.Verum vakandi áfram yfir okkur.  Kveðja.


mbl.is Árni Þór: Staðan þung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband