Þjóðinni til skammar...

Að það skuli hver og einn einasti aðili liggur við að ég segi, sem stendur upp fyrir okkur Íslendinga og reynir að benda  okkur á hver sé hugsanlegur réttur okkar í þessu mikla máli sem Icesave er, að þurfa að sæta svona ummælum eins og gerðist síðast í dag frá Ólínu Þorvarðardóttir og Birni Val Gíslasyni er ekki hægt að líða lengur...

Hvað vakir fyrir þeim...

Vilja þau ekki vinna fyrir þá sem réðu þau í vinnu, okkur Íslendinga sem borgum þeim laun..

Þetta eru ekki vinnubrögð sem við eigum að líða, að vera með fólk í vinnu sem vinnur gegn  launþega sínum.

Á þjóðin að krefjast þess að þetta fólk verði tafarlaust tekið af launaskrá hjá okkur, og eiga þau að rísa fram fyrir þjóðinni sinni ..okkur.. sem og alls þessa fólk sem þau eru búinn að rægja með orðum sínum og biðjast innilegar fyrirgefningar á þessum fáfræðis orðum sínum, sem voru kannski sögð í hita einhvers sem komið hafði fram en hentaði ekki þeirra þröngu sín og biðjast lausnar frá störfum í kjölfarinu. Við Íslendingar höfum ekki efni á því að vera með svona þröngsýnt fólk í vinnu það er á hreinu fyrir mér. Höldum vöku okkar, þetta er okkar land og þjóðin erum við.  Kveðja.


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk á að segja af sér.Losum okkur við þetta fólk. Of dýrt í rekstri, það þarf að skera niður á Alþingi.  Vantar fagmennsku og að hagsmunir þjóðarinnar séu hafðir í fyrirrúmi.

Sif Jóns (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 20:02

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég hefði verið fljótur að reka svona fólk meðan ég var í atvinnurekstri.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.1.2010 kl. 20:41

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er eitthvað að nú verða menn að fara að vinna að viti.

Sigurður Haraldsson, 11.1.2010 kl. 22:45

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það verður að fella þennan Icesvae. Það mun ekkert breytast fyrr en þessi stjórn fer frá. Það er eini möguleikinn okkar til að ná nýjum farvegi í þessu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.1.2010 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband