Í höndum Þjóðarinnar.

Ég bara spyr, er þetta Icesave ekki komið í hendurnar á okkur þjóðinni um hvor leiðin verði farinn, eftir ákvörðun Forseta okkar um að setja þetta mikla óréttlætis mál í hendur okkar ?

Annað hvort samþykkjum við þennan samning no 2. Eða fellum hann og þá er samningur 1 sá samningur sem verður gildur frá okkar hálfu. Þó Bretar og Hollendingar séu ekki á þeim samningi þá er hann það besta sem Íslenskir skattgreiðendur treysta sér í með miklum skerðingum samt eins og staðan er í dag. Það þarf líka að hafa það í huga að sá samningur no.1 er samt í andstöðu við meiri hluta þjóðarinnar sem finnst þessi Icesave bara ekkert koma henni við.... Þetta er ekki flóknara en það. Fáum að kjósa um þetta Icesave.

Það er verið að fara fram á að þetta verði okkar byrðar að bera í framtíðinni og greiða ef verður, og að ætlast til að Íslendingar beri einir byrðar af þessu hruni í heiminum er bara klikkun hjá þeim sem láta sér detta það í hug.

Það þyrfti þá að færa sönnur á því að við Íslendingar allir upp til hópa höfum rænt þessum eigum sem hurfu í fé formi, en komu til okkar í formi reiknings og með kröfu um fulla greiðslu frá okkur til Breta og Hollendinga án þess að geta fært sönnur á því að við öll upp til hópa höfum valdið þessum skaða.

Stöndum vörð um okkur Íslendingar, gætum okkar hagsmuna, ef við gerum það ekki, þá hver...  Kveðja.


mbl.is Torsótt sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband