18.1.2010 | 21:00
Er þetta það sem við viljum...
Það kemur einhvern vegin ekki á óvart að lesa þessa frétt að miða við hvernig allt er að fara og stefna hérna í atvinnu og uppbyggingar málum...
Akkúrat ekkert búið að gerast í aðgerðum á einn eða neinn hátt fyrir heimilin eða heiðarleg fyrirtæki, jú einhver sýndarleikur sem hefur dottið upp fyrir sig liggur við um leið og settur hefur verið á borð. Það er allt að stefna í þessa átt hérna algjörlega burt séð frá Icesave, eða þessarri aðildarumsókn inn í ESB, þá er eins og allt annað hafi verið núverandi Ríkistjórn ofviða að takast á við, atvinnumál, uppbygging aðhald eða hvað sem er. Svo þetta er það sem Íslendingar eru að stefna hratt inn í, og verður ef inn í ESB verður farið, má ég þá frekar biðja um að við höldum Sjálfstæði okkar og Fullveldi, höldum gjaldmiðli okkar við getum stýrt í gegnum hann, rífum upp atvinnuveginn, landbúnað, sjávarútveg aftur heim á sína staði, garðyrkju, ræktun á ýmsum afurðum, grænmeti, mjólkurvörur, vefnað, saumaskap, samhliða öðrum stórum verkefnum eins og gagnaverinu, nú það hefur komið áður fram hugmynd um að reisa aðra Áburðarverksmiðju aftur, það eru margar leiðir til í farateskinu, en það er eins og þjóðin hafi fengið högg einhverskonar, og lamast að hluta til, en það er komið eitt nýtt ár núna og sárlega vantar aðgerðir til að hrinda í gang lífi í þjóðina.
Það virðist alltaf vera til peningur þegar kemur að Ríkistjórn að gera eitthvað sem hana langar, en ekki þegar kemur að því sem þarf fyrir okkur fólkinu...
Væri gaman en samt sorglegt að sjá hvar við myndum lenda í þessu Fátækramati þarna miða við stöðuna sem er í dag með öllu atvinnuleysinu sem er hér og öllum skuldum sem þjóðarbúið á...
Ég mun segja nei við ESB. Það er mikilvægara að við byggjum upp sterka og sjálfstæða einstaklinga sem hafa trú á sér, og sem þurfa ekki að skammast sín fyrir að vera til. Kveðja.
Ójöfnuður mikill í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.