Nýtt samfélag þarf.

Það þarf að búa til nýja borg fyrir þetta fólk myndi ég halda.

Finna landsvæði þar sem hægt er koma upp húsum, blokkum götum og hverfum með öllu því sem tilheyrir, gefa sér tvö til þrjú ár í þessa vinnu, það vita allir að margar hendur gera stóra hluti, og þegar allir vinna saman að hugmynd og uppbyggingu þá geta kraftaverkin gerst í tíma.

Ég myndi halda að það þyrfti að koma öllum í burtu af þessu svæði sem allra fyrst, bæði vegna þessa sem við erum að lesa hérna, og ekki sýst vegna allra þessara miklu eyðileggingar sem átti sér stað í borginni og er ekki gott fyrir fólkið að hafa þetta fyrir augunum alla daga og vera lamað yfir stöðunni. Það ætti að virkja allt heimafólkið sem getur í þessa uppbyggingu á nýjum stað. Færa tjaldbúðir þangað sem ný borg á að vera og allir út að vinna. Börn í skóla og einhver heima til að tryggja að allir séu vel nærðir á sál og líkama. Það mun taka Haitibúa marga áratugi að jafna sig, ef nokkurn tímann verður á þessum hörmungum í eyðileggingu sem og missir sem átti sér stað.

Haiti búar þurfa að finna fyrir stuðningi og hjálp frá samfélaginu, þurfa að finna fyrir ást og kærleika frá heiminum sem er sá eini sem getur hjálpað þeim hérna og þurfa þeir virkilega á því að halda núna, þess vegna segi ég að það besta sem ég myndi halda að gerast þyrfti í hjálparmálum þeim til handa er að koma uppbyggingu á nýrri borg af stað sem allra fyrst fyrir þau og þarf nýr staður í öðru umhverfi að koma til. Dagurinn í dag er fortíð á morgun og smá saman færir tíminn þennan atburð lengra aftur, og í svona áföllum þá er svo mikilvægt fyrir mannsálina að hafa nóg að gera, og það oftast besta meðalið.  Látum okkur samfélagið varða það er mikilvægt. Kveðja


mbl.is Sjúkdómar breiðast út á Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugmyndin þín er falleg og kemur frá hjartanu.

Pétur (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 09:45

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk Pétur fyrir þessi orð þín.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.1.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband