Hvað er búið að gera af kosningarloforðunum...

Ár búið og hvað er búið að gera... Ekkert fyrir fjölskyldurnar í landinu annað en skerðingu á lífskjörum í allri sinni mynd. Það er búið að flækjast fyrir mér að vera alltaf að skrifa um neikvæða hliðar á málefninu, og hafði hugsað með mér að reyna nú að fara að sjá það jákvæða í staðinn... En með þessa frétt sem og hinar þá er ósköp erfitt að finna jákvæðar aðgerðir sem Ríkistjórnin er búinn að gera á þessu ári. Þegar ég lít yfir farin veg og skoða þessi fögru kosningarloforð sem Ríkistjórnin gaf þjóðinni ef hún yrði kosin, svo ári seinna þá er náttúrulega eðlilegt að skoða þessi loforð og sjá hvað er búið að framkvæma af þeim....

Hún er ekkert búinn að gera til að hjálpa heimilunum í landinu, ekkert búinn að gera til að rétta stórum hluta fyrirtækja hjálparhönd. Ekkert búinn að gera til að auka framreiðslu í landinu né atvinnu.

Það sem hún er búinn að gera fyrir utan að hækka skatta og álögur, er að senda inn umsókn um aðild að ESB fyrir Ísland, bjarga Bönkunum til baka í hendur þeirra sem töpuðu þeim á okkar kostnað. Bjarga Sjóvá á sama hátt og Bönkunum á okkar kostnað líka. Vinna hörðum höndum reyndar í að reyna að troða Icesave á herðar okkar, Þessa miklu óreiðuskuld sem Ríkistjórnin hafi sem aðalkosningarloforð sitt, það væri ekki okkar þjóðarinnar að borga þann óreiðureikning sem aðrir ættu, mikil vinna er búin að fara í það hjá Ríkistjórninni að ætla okkur að greiða það, heilt ár og sú vinna komin á upphafspunkt aftur. Helst hefði Ríkistjórnin kosið að geta komið þeirri óreiðuskuld á okkur í þögn í það minnsta, úr því að henni tókst ekki að lauma því inn bakdyra megin á herðar okkar.

Ríkistjórnin er svo gjörsamlega búinn glata öllu sínu trausti sem þjóðin hafði til hennar í upphafi. Þessi Ríkistjórn er búinn að ljúga fram og aftur að okkur þjóð sinni, og það sem verra er fyrir hönd annarra þjóða finnst manni. Þessi Ríkistjórn er að setja stóran part af þjóðinni út á gaddinn kaldan með þessu aðgerðarleysi sínu. Svo ég er sammála því í þessari frétt að heilt ár er farið í súginn.  Kveðja.

 


mbl.is „Heilt ár farið í súginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góð og þörf áminning hjá þér og já þetta með jákvæðnina það er ekkert grín.   þarf að þinglýsa kosningaloforðum/stefnuskrá flokkana og það í tímaröð ? eða dugar okkur kjósendum manneskjunum í landinu aðhaldsleisið algjört ? í ljósi sögunar , verkin tala

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband