16.2.2010 | 02:01
Sammála honum.
Ég er bara svo innilega sammála honum Sigmundi Davíð hérna í þessu, það er með ólíkindum að Fjármálaráðherra skuli stíga fram og gefa frá sér þessi ummæli einkum þar sem hann er nýlega búinn að gefa það frá sér sjálfur og óska eftir við fréttamenn að engin fréttaflutningur væri æskilegur í bili vegna viðkvæmrar stöðu sem Icesave væri í þessa dagana.
Það kæmi mér ekki á óvart að Bretar og Hollendingar gefi það frá sér að ákveðið verði að bíða með allar nýjar samningsviðræður þar til niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslunni liggi fyrir. Það táknar ekki nei.
Það liggur við að maður spyrji sig hvað heldur Ríkistjórnin eiginlega að Bretar og Hollendingar séu... Þeir eru búnir að gefa það út að þeir treysti ekki núverandi Ríkistjórn og ætli að bíða þar til þjóðin hefur sagt sitt orð. Forsetinn er búinn að setja þetta Icesave í hendur okkar Þjóðarinnar svo maður spyr hvað er eiginlega í gangi...
Höldum vöku okkar það er mikilvægt núna. Við erum Sjálfstæð þjóð og vitum mun á réttu og röngu flest okkar. Þetta er stórt siðferðismál líka fyrir okkur og það er mikið. Kveðja.
Furðar sig á ummælum fjármálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.