Hneyksluð...

Þetta er með ólíkindum allt saman, það er allt búið að snúast um Icesave og aðildarviðræður inn í ESB hjá Forsætisráðherra okkar og á sama tíma og við erum að lesa í fréttum að þjóðin er að flýja í þúsunda talið frá landinu vegna þess að það er hægt og rólega verið að grafa undan fjölskyldunum í landinu.

Það sem ég vil vita áður en lengra er haldið, hvað er þetta ESB ferli búið að kosta Íslensku þjóðina í krónutölu...

Það er búið að draga okkur Íslendinga á asnaeyrunum af þessari Ríkistjórn í loforðum um þetta og hitt. Það var lofuð skjaldborg utanum heimilin og ekkert bólar á henni, ár liðið og rúmlega það og það er en verið að lofa skjaldborg út í loftið. Það er en verið að reyna að troða þessum Icesave á herðar okkar, sem er ekki okkar að borga...

Hvaða Ríkistjórn var það sem tók þá ákvörðun að við skattgreiðendur skyldum borga þennan Icesave reikning frekar en þeir sem eiga hann með réttu... Þetta er spurning sem mig langar að fá svar við ef einhver getur svarað...

Það sem á að gera núna er að við fáum að kjósa um það hvort við viljum inn í þessar aðildarviðræður ESB eða ekki.

Jóhanna Sigurðardóttir lofaði þjóðinni því að tvöföld yrði sú atkvæðagreiðsla ef það væri það sem þjóðin vildi og núna finnst mér tími áður en lengra verður haldið að stoppa og sjá hvar púlsinn er hjá þjóðinni í þessu. Það hefur verið hörð andstaða hjá meiri part þjóðarinnar fyrir þessari aðild frá upphafi. Það er búið að stoppa þessa umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu máli áður í formi þess að það væri ekki til fjármagn í hana og það gerði Forsætisráðherra sjálf. 

Ég vil ekki þarna inn og segi að við höfum ekkert að gera þarna inn, og fyrir mér þá er verið að eyða fjármunum sem við höfum ekki efni á, á sama tíma og fólk er að missa og labba úr eigum sínum vegna þessa hruns og vegna þess að Ríkistjórnin gerir ekkert fyrir þjóð sína og ber fyrir sér peningaskorti meðal annars, svo en og aftur ég vil fá að vita hvað þetta ferli er búið að kosta okkur Íslendinga...

Mér nægir að hugsa til þess að það verði hægt að kalla ungdóminn okkar til herskyldu ef til þyrfti og þá væntanlega í stríðsþáttöku líka og það vil ég ekki minni þjóð. Svo bara vegna þessa litla atriðis þá er nei komið hjá mér, mér nægir líka að hugsa til þess að stjórnun okkar mun færast til Brussel og við þá bundin af að taka þeim tilskipunum sem þaðan koma, og hvort sem þær henta okkur eða ekki þá verður það ekki málið heldur hver sé þörfin fyrir ESB. Svo Nei verður það hjá mér og ég vil að við fáum að segja hug okkar áður en lengra er haldið. Höldum vöku okkar hérna það er mikilvægt. Nei ESB segi ég.     Kveðja.


mbl.is Munu mæla með aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: BFK

Ég veit ekki hvar sú saga hefur sprottið upp að borgarar aðildarríkja þurfi að sinna einhverri herskyldu komi til aðildar.
Í fyrsta lagi þá er enginn fastaher Evrópusambandsins til. Heldur eru einungis litlar sveitir sem aðildarríkin leggja fram af frjálsum og fúsum vilja þegar ESB ætlar sér í friðargæsluverkefni.
Öðru lagi þá eru ýmsar þjóðir innan ESB sem vilja ekki koma nálægt neinu herbrölti. Til að mynda Írland sem tekur engann þátt í öryggisstefnu sambandsins því það kýs að vera hlutlaust ríki. Einnig á þetta hálfpartinn við Danmörku sem eru einungis með "skoðunar"stöðu og ekki fulla aðild að sameiginlegri varnarstefnu sambandsins.

Hitt þegar kemur að því að færa stjórnsýsluna yfir til Brussel.
Það er vissulega rétt að við myndum afsala okkur valdi til Brussel ef kæmi til inngöngu. En þetta eru einungis ákveðnir málaflokkar sem flytjast yfir, sem 27 aðrar Evrópuþjóðir, með hátt í hálfan milljarð íbúa, sýnist það að betur sé hægt að leysa þessa málaflokka með alþjóðlegri samvinnu en að vera einn út í horni.
Við Íslendigar þurfum nú þegar að taka við allri löggjöf sem ESB setur án þess að við fáum eitthvað um það ráðið. Það ætti því að vera betra að geta setið við borðið og vera með í mótun og gerð lagana í Brussel, en að sitja heima einangruð í Reykjavík og segja já og amen við því sem ESB sendir.

BFK, 16.2.2010 kl. 19:51

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við höfum ekkert að gera inn í ESB kerfið þar er of þungt í vöfum því þar ráða peningar ríkum ekki hagsmunir smá þjóða.

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband