Þá getur Ríkistjórnin farið.

Mikið yrði það nú gott ef að betri samningur fengist, segir okkar að þá fer þessi Ríkistjórn í burt.

Þetta er búið að vera klúður út í eitt. Það er alveg sama hvað margir rísa upp og segja okkur að þetta er ekki okkar skuld þessi Icesave reikningur þá snýst allt um hjá Ríkistjórninni að láta okkur borga hann. Það á að fara dómstólaleiðina með þetta Icesave mál hið fyrsta.

En góðu fréttirnar hljóta að vera að þá verður þessi Ríkistjórn að standa við orð sín og víkja vegna þessa hið snarasta.

Það er verið að grafa undan öllu hérna í landinu án þess að nokkur stoð komi á móti, og það er ekki hægt lengur að horfa á. Það á ekkert að gera fyrir fólkið sem kaus þessa Ríkistjórn í góðri trú útá kosningarloforðin sem reyndust svo ein mestu svik sem um getur. Vanhæf Ríkistjórn með vanhæfan Forsætisráðherra sem er búin að gefa það frá sér að henni koma fjármál Íslendinga ekkert við.   

Höldum vöku okkar þetta er Íslandið okkar og við Þjóðin.  Kveðja


mbl.is Vekur von um árangur í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

jÁ já það á ekki að semja um neitt við Bresk né hollensk stjórnvöld Því þetta er ekki skuld almennings, Þeir geta hirt eigur landsbankana og farið í mál við eigendur bankans,En við eigum enga stjórnmálamenn sem hugsa um hag þjóðarinnar því þá værum við að blogga um þessi málefni. TAKK FYRIR MIG

Jón Sveinsson, 16.2.2010 kl. 16:48

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Jón, það er ljót staða þessi með stjórnmálamenn eins og þú segir, en ég hef þá trú að ef við náum að snúa þessari spillingu við sem er núna gal opin fyrir augum okkar þá er stóru skrefi náð í átt að siðferðismenningu okkar og það er það sem við verðum að vera vakandi yfir finnst mér. Það er fullt af góðu fólki til sem er með réttvísina í lagi innan stjórnmálaflokkana í dag, en þetta er líka spurning um hvernig við sem launagreiðendur til stjórnmálamanna setjum verkskipulag fyrir þau. Það á að vera rammi á kosningarloforð sem bindur stjórnmálamenn við vinnu kosningarloforða sinna og engöngu þeirra nema annað fáist með okkar samþykki. Þeir sem brjóta þessa vinnureglu eða verða uppvísir að öðrum vinnuaðferðum en við gefum leyfi fyrir gera sjálfan sig brottrækan frá störfum á vinnustað. Það er mjög mikilvægt að við sitjum ekki uppi með aðra Ríkistjórn sem leikur sama leikin og núverandi Ríkistjórn gerði til að komast til valda að ljúga fögrum kosningarloforðum sem stóðust svo ekki. Þess vegna eigum við sem launagreiðendur að hafa meira vægi en við gerum og tryggja það að svona gerist ekki aftur.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.2.2010 kl. 17:35

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ingibjörg það sem þú segir er með öðrum orðum að fjórflokksræðið virkar ekki lengur þar var og verður spilling einkavinavæðing og fjármagnseigendavörn höfð að leiðarljósi

Sigurður Haraldsson, 16.2.2010 kl. 23:32

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Voruð þið að vakna, hafið þið sofið þyrnirósarsvefni, þetta er búið að vera öllum ljóst lengi

Eyjólfur G Svavarsson, 17.2.2010 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband