Ríkistjórnin á að víkja tafarlaust...

Hverslags bull og vitleysa er þetta segi ég. Ef að það eru búnar að vera svona jákvæðar og góðar samningsviðræður í 3 vikur eins og gefið er í skyn hér í þessari frétt, af hverju lét Ríkistjórnin þá þessa þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram spyr ég...

Af hverju felldi hún þá ekki sjálf samningin úr gildi sem að þjóðin var að fella með afgerandi hætti spyr ég líka...

Eða er þetta ein lygin í viðbót til að kaupa sér lengri tíma...

Það að samningarnir voru felldir og Bretar og Hollendingar búnir að fella fyrri samningin táknar að það er engin samningur til að semja um...

Það táknar að núna á fara þá leið sem er rétt. Það er ljóst líka að við Íslenskir skattgreiðendur erum ekki þeir sem að stofnuð þessa Icesave skuld alveg sama hvað Fjármálaráðherra heldur fram, svo það þarf að fá úr því skorið hver á að vera ábyrgur fyrir því að greiða þennan Icesave reikning úr því að það tókst ekki að rassskella okkur til greiðslu á honum. Eins og ég segi rétt á að vera rétt og úr því verður að fá skorið í þessu máli. Ríkistjórnin er rúin trausti í störfum sínum og algjörlega vanhæf í starfi með þetta mál eins og önnur sem að hún hefur átt að vera að sinna en ekki mátt vera að vegna þess hversu upptekin hún er búin að vera í því að keyra Landið inn í ESB umgjörð á sama tíma og hún hefur verið að reyna að troða þessu Icesave á herðar okkar til greiðslu. Skammist ykkar Ríkistjórn þið eruð búinn að vera uppvís að ansi mörgum lygum til okkar og komast upp með ýmislegt til þessa í vinnubrögðum, allt frá að lesa ekki gögn og skjöl, og hvað þá reikninga áður en skrifað er undir fyrir greiðslu, í að mæta drukkinn í Alþingissal á mikilvægri stundu í vinnu. Það er komið nóg af þessum bulli segi ég og krefst ég þess að þið víkjið tafarlaust úr sætum ykkar nú þegar. Þið hafið ekki mitt umboð fyrir áframhaldandi samningsviðræðum í þessu Icesave klúðri sem er ykkar klúður eins og það er orðið í dag, ykkar klúður. Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust.  Kveðja.


mbl.is Ríkisstjórnin hefur fulla trú á viðunandi niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skilaboðin eru væntnalega skýr varðandi Icesave að þjóðin á ekki þessa skuld og því ekki á leiðinni að borga þetta

ég kaus um Icesave en ekki um það hvort þessi ríkisstjórn sitji eða ekki - ég tel reyndar að flestir hafi kosið á þeim forsendum

Jón Snæbjörnsson, 8.3.2010 kl. 08:46

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég kaus líka um Icesave. En þetta er ekkert annað höfnun á vinnubrögðum Ríkistjórnar útkoman sem kom, sem ætlar sér samt að láta okkur borga Icesave... og lætur eins og ekkert hafi gerst...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.3.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband