12.3.2010 | 11:01
Hvaða kjaftæði...
Maður sem er orðin þreyttur í starfi sínu vinnur ekki heila vinnu...
Maður sem er þreyttur heldur ekki einbeitningu eða athygli. Gerir mörg mistök vegna þess að hann nennir ekki lengur... verður sjálfum sér og öðrum til ama og númer 1 verður kærulaus. Höfum reyndar heyrt eins og hver nennir svo sem að lesa öll gögn og skjöl frá einstaklingum í Ríkistjórn.
En hvað er hann að segja okkur með þessum orðum sínum að hann sé orðin þreyttur á að heyra þessi orð að ríkistjórnin sé ekkert að gera....
Þessi Ríkistjórn með hann sem Fjármálaráðherra innanborðs er búinn að sitja í rúmt ár við stjórnvöld. Þessi Ríkistjórn var kosin vegna kosningaloforða sinna það skal hann hafa í huga núna... Ég get alveg minnt hann á þau því ég er ekki búin að gleyma þeim...
Skjaldborg utan um heimilin. Skjaldborg utan um Fyrirtækin. Ekki okkar þjóðarinnar að borga óreiðuskuld annara. Ekki inn í ESB. Allt upp á borðum.
Þetta er brot af hans loforðum sem hann Steingrímur og VG voru kosin fyrir.
Rúmu ári seinna er engin Skjaldborg komin hvorki fyrir heimili eða fyrirtæki, fyrir utan þessi fyrirtæki sem voru fjármálafyrirtæki og það er eins og þeim sé bara bjargað. Við vorum að lesa frétt þar sem hann sem Fjármálaráðherra rétti eigendum þessara fyrirtækja (bankana) fyrirtæki sín aftur með 65% afslætti á húsnæðislánum landsmanna sem eru svo rukkaðir sem aldrei fyrr með engum afföllum.... Það er búið að sækja um í ESB með hans samþykki. Allt gert af hans hálfu til að troða þessum Icesave reikningi á herðar okkar. Þjóðin er að horfa á að það hefur ALDREI verið eins miklu stungið undir stól og haldið leyndu fyrir henni eins og nú, en hún þjóðin á bara að borga þessa vitleysu og ekki segja neitt, missa heimili sín og vinnu og ekki segja neitt, eiga ekki fyrir mat og ekki segja neitt. Það er það sem er búið að gerast fyrir heimilin í landinu á þessu ári rúmu sem hann og hans fólk er búið að vera við völd. Svo ég spyr Steingrím núna hvort honum finnist þetta allt saman ekki vera svo lítið öfugsnúið hjá honum svo ég taki vægt til orða að miða við kosningaloforðin hans og hann kosin vegna....
Þreyttur maður sem sér það sjálfur á að gera sjálfum sér og sínum greiða og víkja. Kveðja.
Þreyttur á þessu kjaftæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr!!!
Eva Sól (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 11:13
BINGÓ !!!
VIÐ ERUM ÞREYTT Á ÞER STEINGRÍMUR !!!!!
Kristvin Guðmundsson, 12.3.2010 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.