5.6.2010 | 19:45
Ljótt mál.
Það var nefnilega svo, ég man nefnilega eftir þessari frétt á sínum tíma og það kom hér á MBL. Þar sem það kom fram að Már Guðmundsson og Forsætisráðherra okkar hún Jóhanna Sigurðardóttir gengu frá þessum launamálum Más Guðmunssonar.
Það sem er öllu alvaralegra er það að Forsætisráðherra okkar hún Jóhanna Sigurðardóttir steig í pontu á Alþingi okkar fyrir framan þjóðina í gegnum sjónvarpið og sór fyrir það að hafa nokkuð með launamál hans að gera.... endurtók það meira að segja .
Þessi Ríkistjórn er búin að vera myndi maður halda núna og ætti hún að kalla sig saman tafarlaust og segja af sér. Þetta er mjög alvaralegt af Forsætisráðherra að ljúga svona til um þetta mál, sem og hjá Fjármálaráðherra okkar honum Steingrími J. Sigfússyni með skuldabréfið stóra í Landsbankanum svo maður nefni það líka og er þetta brotlegir gjörningar, ætti almenningur að krefjast þess að þessi Ríkistjórn segi tafarlaust af sér ef hún fer ekki sjálfviljug núna...
Már og Jóhanna ræddu launin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Forsætisráðherra sem lýgur að þjóð sinni úr ræðustóli Alþingis, á aðeins einn kost.: AFSÖGN !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 20:33
Hverju laug hún ? Hvar kemur fram í þessum texta að hún hafi svarað þessum tölvupósti eða aðhafst eitthvað í málinu ? Getið þið bent á það ?
Náhirðin fer mikinn núna en eins og venjulega er nákvæmlega ekki neitt á bak við ásakanir pakksins sem setti landið á hausinn. Þetta lið ætti að skríða aftur í holurnar sínar og halda kjafti meðan verið er að þrífa skítinn eftir það.
Óskar, 5.6.2010 kl. 21:04
Já Kalli ekkert annað en afsögn kemur til greina.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.6.2010 kl. 22:00
Sæll Óskar, í inngangi fréttarinnar kemur fram að hann Már hafi átt í beinum tölvusamskiptum við Forsætisráðherra okkar hana Jóhönnu Sigurðardóttir í júni 2009. Það er ekki langt síðan að hún stóð í pontu á Alþingi núna 2010 og þrætti fyrir að hafa átt nokkur samskipti við Már Guðmunsson. Skammist hún sín og víkji tafarlaust segi ég. Þetta er fullorðin manneskja í ábyrgðarmikillri stöðu og á að vita betur en að ljúga...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.6.2010 kl. 22:07
Og smá viðbót Óskar svo það sé á hreinu að þá nýtur hann Már Guðmundsson míns trúverðugleika í þessu.... Þessi ríkistjórn er ekki búin að gera annað en að ljúga og ljúga að okkur, svo hún á ekki minn trúverðugleika að núna.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.6.2010 kl. 22:11
ég fæ tölvupóst frá allskonar fólki. Ef ég svara þeim ekki þá er nú varla hægt að kalla það samskipti. Fæ t.d. nokkur Nígeríubréf á dag, mundi nú seint kalla það að ég eigi samskipti við þetta fólk Það hefur einfaldlega ekkert komið fram sem segir að Jóhanna hefur logið. Þetta er úlfaldi úr mýflugu eins og náhirðarinnar er von og vísa. Gott ef fyllibyttan Agnes hefur ekki skrifað fréttina á fjórða glasi.
Óskar, 5.6.2010 kl. 23:41
Þú segir það Óskar, það kemur ekki fram í þessari frétt að vísu reyndar og er alveg rétt hjá þér að því leitinu, en alveg ljóst eftir bloggi að þessi lygi er fersk í mynnum manna. Þú ferð á hála braut með þetta Agnesar tal, tek fram að ég þekki hana ekkert. en það er alveg ljóst fyrir mér að þú skrifar sem sár og reiður maður svo kannski er þetta þinn flokkur sem er að ljúga hérna án þess að ég hafi hugmynd um það. En að ljúga er mjög alvaralegt og á að taka á því eftir því. Svo alvaralegt brot þykjir lygin að það er til boðorð um hana sem á að hafa í heiðri. Þú þarft ekki að svara til baka. Kær kveðja frá mér til þín.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.6.2010 kl. 00:19
Tafarlaus afsögn ríkisstjórnarinnar og Jóhönnu!
Sigurður Haraldsson, 6.6.2010 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.