Enn ein viljayfirlýsing...

Bíðum nú aðeins við, hvað þýðir þessi viljayfirlýsing eiginlega hjá Ríkistjórninni... er það ekki loforð sem jafngildir bindandi samning hjá Ríkistjórninni fyrir því sem var verið að lofa eða ræða, og í þessu tilfelli tengist það einni auðlind okkar ...

Þetta orð er mikið búið að flækjast í Icesave málinu, viljayfirlýsing um loforð fyrir greiðslu.... Svo það er eins gott að við þjóðin fáum að vita hvað þessi viljayfirlýsing þýðir í raun og veru fyrir ríkistjórn..

Er hann Steingrímur J. Sigfússon Fjármálaráðherra ekki búin að segja það að viljayfirlýsingin í því máli jafngildir JÁ.


mbl.is Ræddu samskipti Íslands og Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til að byrja með þá þýðir þetta að við þurfum ekki að nota Evrur eða Dollara til að eiga viðskipti við Kína, sem er gott mál. Hinsvegar eru fleira sem hangir á spýtunni eins og hugmyndir um þáttöku í virkjanauppbyggingu og stóriðju, sem ber að skoða vel og stíga varlega til jarðar í þeim efnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2010 kl. 18:21

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Guðmundur, í Icesave þá vill Steingrímur J. Sigfússon meina að þessi Viljayfirlýsing sé svo haldbær að hún jafgildir já loforði...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.6.2010 kl. 10:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í fréttaflutningi um málið er tekið fram að engar skuldbindingar felist í þessum vilayfirlýsingum, umfram það sem snýr að gjaldeyrisskiptunum. En þetta er vissulega eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2010 kl. 13:54

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk Guðmundur að nenna að svara mér. En það þarf að vera vakandi það er alveg á hreinu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.6.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband