Ótrúlegt...

Það er alveg með ólíkindum að lesa þessa frétt...

Að láta það út úr sér að Íslensk stjórnvöld hafi leitað sér fyrirmyndar til Kínverja við endurreisn hagkerfisins er alveg ótrúlegt að heyra, ég veit ekki betur en að þar sé hagkerfið þeirra að ganga mjög vel.

Hagkerfið okkar hinsvegar virðist ganga út á það að taka meira lán til að borga þetta lán, annað lán til að gera þessa framkvæmd, og svo lán til að kosta þetta allt saman, svo annað til að borga það og svo annað og annað þar til ekki er hægt að fá fleiri lán vegna þess að það er ekki lengur til peningur til að borga af því sem að borga þarf til að geta látið hjólin snúast. Allar framkvæmdir held ég bara , en það er kannski einhver ekki alveg svo, en fyrir mér þá finnst mér allar framkvæmdir sem eru upp á borði hjá Ríkisstjórninni snúast um mikinn peningakostnað til að hægt sé að framkvæma, og framkvæmdir taka mörg ár áður en þær fara að skila einhverju raunhæfu í Ríkisjóð ef þær eiga þá nokkurn tíma eftir að gera það. Þær framkvæmdir sem að við Íslendingar hefðum þurft að fá í framkvæmd var aukning á allri þeirri framleiðslu sem við getum aukið, er ég þá að tala bæði um landbúnað sem og sjávarútveg og allt þar á milli.

En alla vegna þá held ég örugglega að Kínverjar séu ekki að reka sitt hagkerfi eins og við á lánum á lán ofan...


mbl.is Jóhanna: Lítum til Kína eftir fyrirmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband