14.6.2010 | 09:19
Ekkert ESB.
Það er alveg ljóst eftir þessum skoðanakönnunum að þjóðin veit hvað hún vill, það er ekki hægt að segja það sama með Ríkidtjórn Íslendinga sem virðist hreinlega lifa í eigin veruleika sem er ekki í sambandi við okkar veruleika...
Siðblind Ríkistjórn sem þurfti að ljúga að þjóð sinni til að fá þessa Aðildarumsókn Íslendinga samþykkta í gegnum Alþingi. Ljúga vegna þess að RÍKISTJÓRN Íslendinga hefði annars aldrei fengið þessa aðildarumsókn samþykkta og það vissi Jóhanna Sigurðardóttir....
Ekkert ESB segi ég.
Við erum sjálfstæð þjóð og nokkurnvegin sjálfbær líka og allur heimurin virðist vera í vanda og fyrir mér er alveg ljóst að þó Ísland sé stórt af náttúruauðlindum þá er Ísland ekki nema eyja í stærð sinni og hún mun ekki bjarga öllum heiminum úr vanda sínum en okkur Íslendingum getur eyjan okkar bjargað ef vilji er fyrir hendi hjá okkur. Vilji virðist vera hjá okkur fólkinu í landinu en ekki ríkistjórninni sem nennir greinilega ekki að hafa fyrir hlutunum og vill bara koma okkur í hendur á einhverjum sem hefur ekki einu sinni snefil af virðingu fyrir landi og þjóð...
Þessari samvinnu á milli AGS og ESB er ekki hægt að líta framhjá og ekki heldur hægt að líta framhjá því að ef fer sem Ríkistjórn og þessar stofnanir vilja það er AGS og ESB þá er ekki langt í það að litla eyjan Ísland verði meira og minna ein stór virkjana eyja og landið okkar fagra með öllu sínu ekki lengur til í sinni mynd. Það er eitthvað sem við getum ekki lagað til baka ef fer sem þessir aðilar vilja það er AGS og ESB...
Ekkert ESB segi ég en og aftur. Stöndum vörð um landið okkar fagra Ísland það er okkar og eingöngu okkar....
Meirihluti vill draga umsókn um aðild til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.