Á ekki skilið sumarfrí...

Þetta er skrítin staða sem að við Íslendingar erum að horfa á í dag. Það hefur verið harður niðurskurður á borðum landsmanna sem ekki sér fyrir enda á ef fer sem Ríkistjórn vill.

Landsmenn standa frammi fyrir því að vera með Ríkistjórn sem er siðblind að mínu mati. Að mínu mati tek ég fram.. Siðblind vegna þess að það er svo mikill niðurskurður sem að landsmenn hafa tekið á sig nú þegar og eiga eftir að fá á sig ef fer sem lætur og Ríkistjórnin sér ekki afleiðingarnar sem nú þegar eru komnar. Landsmenn standa frammi fyrir að mínu mati því að vera með Ríkistjórn sem sveik sig inn á okkur með fögrum loforðum sem Landsmenn TRÚÐU á að væri sannleikur. Öll þjóðin (næstum því) trúði því og treysti, það er þessum loforðum, öll þjóðin (næstum því) bölvaði Sjálfstæðisflokknum og hefur meira og minna ásakað hann um þetta allt saman. Vissulega er hann það sem kallað er höfundur þessa regluverks sem hefur verið í gangi... En er hann sá sem að tæmdi alla peninga úr bönkunum, er hann sá sem að átti alla þessa Einkabanka spyr ég, við erum að horfa upp á það að Samfylkingin með samþykki VG er að láta alla Íslendinga borga þetta klúður á sama tíma og hún elur undir þessa útrásavíkinga með ríkisábyrgðum út og suður segi ég, svo ég nefni dæmi þá er hægt að nefna þetta Gagnaver suður með sjó og þessa ríkisábyrgð fyrir hann Bjúrgúlf yngri...ÞESS VEGNA ER MIKILVÆGA AÐ BÓKHALD RÍKISSINS FYRIR 2008 VERÐI GERT OPINBERT OG ÞVÍ EKKI LOKAÐ EINS OG RÍKISTJÓRN VILL.... Það urðu kosningar og vinstri stjórn kom að með öll sín fögru loforð um að hún væri komin fyrir fólkið í landinu. Í dag þá er eins og þjóðin sé hægt og rólega að vakna upp við það henni er fórnað. Fórnað allri sem og Landsauði fyrir þessa útrásavíkinga sem að komu okkur þjóðinni í þessa stöðu í upphafi... þjóðin er líka að horfa upp á vinnubrögð á Alþingi frá Samfylkingunni sem eiga sér enga hliðstæðu sem ég veit um í Íslenskum stjórnmálum, það er þetta Einræði sem Forsætisráðherra Íslendinga hún Jóhanna Sigurðardóttir hefur beitt til að ná SÍNU fram. (tek fram að ég hef ekki lesið alla stjórnmálasöguna okkar) það virðist sem Ríkistjórnin geri sér ekki grein fyrir því að þjóðin sér þetta og þess vegna finnist henni allt í lagi að heimilin sem að þessi Ríkistjórn var kosin til að vernda og halda skjaldborg utan um geti tekið hvað sem er á sig og fólkið sjái ekki að það sé gert einskisvert og allt í lagi að það missi allt sitt... Siðblind vegna þess að á sama tíma þá er nýbúið að hækka ferða og dagpeninga Ríkistjórnarinnar (peningur til í það)sem finnst það allt í lagi, og óþolinmæði gætir hjá þessari blessaðri Ríkistjórn vegna þess að í rúmlega 2 mánaða sumarfrí sitt ætlar hún. Enn ekki hvað segir maður þá.. skattarnir teknir af okkur svo launin sín fær ríkistjórnin þó í sumarfrí fari...

ERU LANDSMENN AÐ KOMAST Í 2 MÁNAÐA SUMARFRÍ Á GÓÐUM LAUNUM...

Nei Landsmenn margir hverjir verða í þeirri stöðu að þeir tæma það sem að þeir héldu að væri þeirra örugga skjól, heimili sín og fara á götuna hreinlega nema vinir eða vandamenn sjái sér fært að veita húsaskjól vegna þess að þessi skjaldborg sem átti að slá utan um heimilin var bara svikið loforð til að komast til valda. Landsmenn margir hverjir verða líka í röð fyrir utan hjálparstofnanir vegna þess að í dag þá eiga þeir ekki fyrir mat þegar það er búið að borga þá reikninga sem þarf að borga vegna þessa niðurskurðar sem þegar er komin. Þessar Hjálparstofnanir fara líka í sitt sumarfrí les maður um... hver kemur þá þessu matarlausa og húsnæðislausa fólki og fjölskyldum til hjálpar... Aðra eins Siðblindu varðandi Landsbankann og Fjármálaráðherra okkar höfum við orðið vitni að, þar var búið til nýtt dótturfélag (hversu 2007 er það) til að það væri hægt að veita launahækkanir innan Nýja Landsbankans sem er Ríkisbanki samt sem áður... þannig að hann er í raun og veru rekin á okkar peningum í gegnum skattkerfið.

Þegar ég fer yfir þetta svona og trúið mér þetta átti aldrei að verða svona löng skrif þá fallast mér svolítið hendur vegna þessa spillinga sem er beint fyrir framan okkur, og í raun og veru þá erum við að horfa á það að það sem átti að stoppa (byltingin og kosningarnar) komst áfram og er að klára að tæma endanlega alla vasa landsmanna og á sama tíma þá er ekki hægt núna að kenna Sjálfstæðisflokknum um vegna þess að í Ríkistjórn er hann ekki... En það er annar flokkur sem var með Sjálfstæðisflokknum við völd og sá flokkur heitir SAMFYLKINGIN og er hún búin að vera í aðalsæti í þessu sem er að ganga yfir okkur núna. Það er ekkert sem að réttlætir svona svik eins og við Íslendingar höfum orðið fyrir segi ég og það eina sem að við Íslendingar gætum gert er að koma þessar Ríkistjórn tafarlaust frá völdum. Hún á ekki skilið sumarfrí frá mér fyrir þessi vinnubrögð hún á skilið UPPSAGNARBRÉF...

 


mbl.is Ekki samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband