Það væri óskandi...

Já það væri óskandi að ESB sjálft sæi þessa miklu andstöðu sem er við þessa aðildarumsókn okkar Íslendinga, þó að hún sé frá okkur þjóðinni komin þá fengum við hvorki að segja hug okkar eða vilja um það hvort við vildum í þessa ESB aðild eða ekki.

Í ljósi þess að niðurstöður úr könnunum er búnar að sína það aftur og aftur að afgerandi 70% þjóðarinnar vilji ekki þarna inn og myndi hafna aðild í kosningum þá á það ekki að vera spurning um hvort eða...

Það á að draga umsókn okkar tafarlaust til baka einfaldlega vegna þess að það er ekki stuðningur meðal þjóðarinnar fyrir þessari aðild. Hitt er líka alveg ljóst að við erum með Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra sem að kjósa að hunsa það sem að meiri hluti þjóðarinnar vill.

Það væri óskandi að ráðamenn innan stjórnar ESB sjái hvað er að gerast og gefi Íslendingum það að gjöf á Þjóðhátíðardegi okkar að hafna þessari umsókn frá okkur einfaldlega vegna þess að þeir sjá það sem er að gerast hér...  

Höldum vörð um landið okkar fagra Ísland sem og Sjálfstæði okkar Það er framtíð okkar og afkomenda okkar sem er í húfi.


mbl.is Umsóknin er ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband