Hversu mikið rugl er þetta...

Að tala um hreina gjaldeyrisstöðu Seðlabanka Íslands í þessu samhengi er alveg ótrúlegt finnst mér, í ljósi þess að lesa svo lengra og sjá að þessi staða er tilkomin vegna skuldar og ekkert annað. Skuldar í lánsformi sem er að kosta okkur mikinn já MIKINN pening að hafa að láni... Ég segi frekar að þessi staða sem og skuldarstaða Ríkisins ofan á sé að segja okkur að við Íslendingar séum GJALDÞROTA og þurfum frekar að bregðast við því tafarlaust...
mbl.is Gjaldeyrisstaða Seðlabankans neikvæð um 80 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er eitthvað til sem heitir "hrein" fjárhagsleg staða á Íslandi í dag? Ef svo er þætti mér gaman að vita hvernig svoleiðis fyrirbæri lítur út, en það er allavega ekki til staðar í ríkisbókhaldinu, svo nokkuð er víst!

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2010 kl. 16:36

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Guðmundur. Það væri nær að tala um að við hefðum aðgang að svo og svo miklu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.6.2010 kl. 16:55

3 Smámynd: Gunnlaugur Karlsson

Ég veit nú ekki hvort blaðamaðurinn viti nokkuð hvað hann er að skrifa um. Það er nú hálf skrýtið að lesa að "... neikvæð staða hans við útlönd er neikvæð um tæpa 80 milljarða".

Gunnlaugur Karlsson, 12.6.2010 kl. 20:33

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Segðu Gunnlaugur. En annarsvegar þá tala þessir menn svona í þessum embættum og ég hugsa stundum þegar ég les eða heyri svona fréttafluttnig, hvern er verið að plata... Af hverju má ekki segja bara eins og er, ekki að láta fólk halda að staðan sé eitthvað betri en hún er... Því einhvern vegin þá er það nú þannig að þegar hluturinn eða málefnið er sagt öðruvísi en það er í raun, þá er það vegna þess að sannleikurinn þolir ekki dagsljósið og viðkomandi sjálfur ekki að geta horfst í augu við stöðuna eins og hún er oftast...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.6.2010 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband