18.6.2010 | 07:42
ESB...
Ekkert ESB segi ég. Drögum umsókn okkar tafarlaust til baka.
Þetta samfélag ESB sem og AGS er ekki til að koma fólki eða þjóðum til hjálpar. Þetta eru stofnanir sem hafa bara eitt markmið að leiðarljósi og það er að eignast þá sem að í erfiðleikum lenda. Að vilja hjálpa er ekki að knésetja fólk eða þjóðir eins og þessar stofnarir eru búnar að vera að gera með þær þjóðir sem hafa leitað á náðir þeirra eftir hjálp. Að setja fólk í ánauð er ekki að hjálpa... Að setja fólk sem og heila þjóð í ánauð vegna þess að þessar þjóðir Bretar, Hollendingar sem og Íslensk stjórnvöld er ekki að taka sín ábyrgð á því að sofa á verðinum í eftirliti sem og aðhaldi sem Fjárlmálastofnanir þurfa að hafa... Nei það er betra að láta Íslendinga borga heldur en það sé kannski komin tími á að þetta fjármálakerfi verði stokkað upp og endurskoðað allt í heild sinni.
Íslendingar hafa sagt sitt orð með þessa Icesave skuld sem er óreiðuskuld Íslenskra einstaklinga en ekki allra þjóðarinnar og er þessi Icesave skuld tilkomin vegna þess að aðhalds var ekki gætt sem skyldi... Stöndum fast á rétti okkar Íslendingar það er ekki hægt að við látum þetta yfir okkur ganga. Það verða allir að taka sína ábyrgð þarna sem að eiga. Þetta Icesave er ekki okkar.
Bretar í vegi fyrir inngöngu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki orðið tímabært að loka landinu fyrir öllu þessu erlendu bulli.
Legg til að við flytjum einugis það sem við getum ekki framleitt sjálfir.
Og hættum að eyða milljarða krónur í að kaupa erlend afþreyingarefni. Við eigum alveg nóg af hæfu fólki til að skemmta okkur, plús það yrði atvinnuskapandi. Þannig að ég segji bara Íslenskt efni í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndahús. Spörum gjaldeyrinn. Á endanum þyrftum við á enga gjaldeyrir að halda. Við höfum þryfist hér á þessari gullfallegu eyju í yfir þúsund ár, við gerum það en næstu þúsund ár ! Hreinsum til hérna á Fróni. Verjum Ísland og Íslendinga fyrir útlöndinn sem vilja einungis sporðrenna okkur niður eins og loðnu. Ísland fyrir Íslendinga, útlöndinn geta bara verið þar.
Guð blessi Ísland og Íslenzk þjóð.Guðjón H. (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 10:50
Látum ekki þessi stjórnvöld draga úr okkur máttinn til mótmæla. Það sem við þurfum að gera er að vera vel upplýst og miðla til þeirrra sem ekkert vilja vita um þessi mál,af því þeim þykja þau oþægileg,það er ég búin að reyna á systur minni. Því segi ég upplýsið í fjölskyldum það er áhrifaríkast. Kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2010 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.