Hæstiréttur á síðasta orðið...

Var það ekki bara málið frá upphafi hjá þessum aðilum AGS með Breta og Hollendinga innanborðs í boði ESB að vilja eignast allar eigur sem og eignir Landsmanna. Þvílíkur er sá hamagangur búin að vera til komast yfir allt saman að það hálfa væri nóg í góða bíómynd.

Það er búið að vera stríð um hverjir eigi að borga þetta Icesave og okkur jafnvel hótað til að borga það þó að við höfum hvergi komið nálægt þeim gjörning sem þar var gerður og olli tilkomu þessa reiknings. Þessi Ríkistjórn var kosin meðal annars til að slá skjaldborg utan um heimili Landsmanna og það sem Ríkistjórnin er að gera hérna er ekki það...

Það á að hirða allt af landsmönnum vegna græðgi segi ég og þetta er ekki hægt lengur. Það er búið að skella einu bankahruni á herðar okkar og núna er það ekki nóg. Hvað ætlum við að láta bjóða okkur svona lengi segi ég bara. Það að Landsmenn skuli hafa þurft að leita réttar síns til Dómsstóla er eitt og sér mjög stór áfellisdómur á vinnubrögð Ríkistjórnarinnar og hvað þá þessi viðbrögð sem hún er að sína okkur þjóðinni vegna niðurstöðu Hæstaréttar þar sem Landsmenn unnu stór sigur en Ríkistjórnin hunsar.

Hæstiréttur á síðasta orðið það hef ég lært í gegnum mína tíð. Ef fólk er ekki sátt við hans niðurstöðu þá eru til Dómstólar erlendis svo sem mannréttindadómstólarnir og fleiri, sem geta hjálpað. Þannig að ef rétt á að vera rétt þá myndi maður halda að Ríkistjórnin þyrfti að kæra niðurstöðu Hæstaréttar Íslendinga erlendis til...


mbl.is Samráðsvettvangur nauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála!

Sigurður Haraldsson, 6.7.2010 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband