Fólk eins og ég og þú...

Þetta er mikil umræða sem hefur verið í gangi og mér hugleikin meðal annars vegna þess að ég á margar vinkonur sem eru samkynhneigðar sem og vini sem eru hommar og er að finna í ættinni hjá mér meðal annars og myndi ég halda að það gerði það hjá flestum okkar hérna á Íslandi líka.

Hugleikið vegna þess að þessir einstaklingar hafa sætt ekki neinnri venjulegri gagnrýni fyrir að vera eins og þeir eru... og jafnvel svo mikillri gagnrýni og aðkasti að þeim gert ókleyft að vera þar sem þeir hafa hugsað sér að vera.

Hugleikið vegna þess að þessar manneskjur er alveg eins og ég og þú að öllu öðru leiti. 

Þau vinna vinnuna sína borga reikningana sína eru ábyrg í því sem þau gera og ef eitthvað er þá jafnvel er að finna meiri ábyrgð hjá þessum hóp en öðrum vegna þessa umtals sem þau hafa orðið fyrir í heiminum og þeim mikið í mun að sanna að þau er ekkert öðru vísi að neinu öðru leiti og allveg eins og ég og þú.

Þessi umræða endalaust sem gefur í skyn að þessar manneskjur séu ekki samboðnar hinum í heiminum er ekki hægt að líða lengur myndi ég halda og satt að segja þá hefur hvarlað að mér sú hugsun hvort þarna gæti verið á ferð einhverskonar gena eða litningargalli vegna þess að þessir einstaklingar eru alveg eins og ég og svo margir aðrir sem erum ekki samkynhneigð...  Kveðja.

 


mbl.is Styður ekki aukin réttindi samkynheigðra para
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Fer allt eftir hvað fólk er að heimta. 

Ef samkynhneigðir vilja fá að giftast í kirkjum að kristnum stíl er það auðvitað mál kirkjunnar að ákveða hvort það megi eða ekki.  Þetta er jú ekki eins og í trúnni. 

Þú gengur ekki í mosku og heimtar að fá giftingu að gyðingstíl. 

Auðvitað væri bara best að það yrði bætt enn einum trúarsöfnuði í ofanálag við kristinna, söfnuð kristinna og samkynhneigðra og þar væru prestarnir náttúrulega kristnir og samkynhneigðir og ættu því að sjá sér fært að gifta samkynhneigða. 

Allt í allt eru trúr bara félagasamtök og ef þú uppfyllir ekki skilyrðin sem þau setja verðuru að leita annað, eða stofna þín eigin samtök.  Kristnar giftingar eru ekkert meiri löglegar en borgaralegar.

Styð hins vegar fullkomlega borgaralegar giftingar samkynhneigðra.

Arngrímur Stefánsson, 8.7.2010 kl. 00:28

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Arngrímur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.7.2010 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband