Skynsemi...

Það sem hann er að segja er skynsamlegt finnst mér. Það er mikið í húfi hjá okkur segi ég líka.

Þessi 200 mílna landhelgi sem við eigum og njótum friðhelgi með er okkur ansi dýrmæt segi ég, hún er búin að vera ein af okkar aðal útflutningstekjum sem og fæðulind fyrir okkar Íslendinga. Höfðu forfeður okkar mikið fyrir því að við eignuðumst þennan rétt og eigum ennþá...

Við skulum athuga það að ESB er búin að sína sínum sjávarauðlindum mikla vanvirðingu með ofveiði sinni á öllum sínum miðum og vantar ný mið....

Sú staða ætti frekar að koma núna að hurðardyr opnist fyrir okkur sem og þá sem hafa farið vel með þessa Auðlind sína og eiga afgang, að fleiri sölustaðir fyrir sjávarafurði okkar verði til.

Ekki veitir okkar af að auka gjaldeyrisviðskipti okkar.

Segi ég að þessa leið eigum við frekar að fara.

Ekki að fórna þessari Auðlind sem við eigum með þessari vernd á 200 mílna landhelgisrétti okkar fyrir hugsanlegan aðgöngumiða í ESB...

Hugum vel að því sem er að gerast það má ekki verða samið um eitthvað til bráðarbyrgðar sem verður svo jafnvel breytt með nýrri lagasetningu um leið og inn verði komið ef svo færi...

Ekkert ESB segi ég.


mbl.is Ekki ganga í ESB!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband