10.7.2010 | 15:18
Þetta fær mig til að muna...
Þetta er nú að verða ljóta sagan öll sömul og fær mig til að hugsa þetta máltæki Í upphafi skal endir skoða...
Mig minnir að það hafi verið Davíð Oddsson sem var meðal þeirra fyrstu, ef ekki sá fyrsti sem kom með þær upplýsingar að það væri ekki hreint mjöl ofan í pokanum á þessum bæ og var Davíð mikið brugðið...
Síðan þá hefur Samfylkingin risið manna hæðst í því að réttlæta alla þessa fjármálagjörninga sem gerðir hafa verið af þessum manni sem hér um ræðir. Var Björgvin G. Sigurðsson meðal þeirra stjórnmálamanna sem réttlætti alla þessa gjörninga sem partur af Einkavæðingunni og útrásarvexti fjármálaheimsins, hann lét það meira að segja út úr sér að annað væri bara gamaldags hugsanaháttur og þröngsýni.
Ríkistjórnin okkar er búinn að gera allt sitt til að ala undir þennan mann segi ég sem og fyrirtæki hans á kostnað okkar.
Þetta er ekki hægt finnst mér.
Stöndum við Íslendingar kannski frammi fyrir því að vera með Ríkistjórn sem fer jafnvel að kosta málskostnað fyrir þennan mann til að verja sig erlendis... Annað eins er Ríkistjórnin búin að verja þenna mann...
Jón Ásgeir fær ráðgjafarþóknun frá 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit það og því er ég að mótmæla því með krafti mætti við Stjórnarráðið og Seðlabanka á þriðjudaginn var og lét heyra í mér af miklum þunga!
Sigurður Haraldsson, 10.7.2010 kl. 19:06
Já Sigurður ég mætti líka. Ég mun mæta í öll mótmæli héðan í frá og vona að fleiri fái nú fá upp í kok á þessari samspillingu sem er í gangi og mæti, það er allt betra en það sem er...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2010 kl. 19:53
Takið eftir þögninni hjá Samfylkingarfólki um þessa frétt.
Ragnar Gunnlaugsson, 10.7.2010 kl. 21:25
Akkúrat Ragnar. En þetta er há alvaralegt mál hérna á ferð. Við skulum athuga það að Stjórnarskrá okkar er samin með Sjálfstæði okkar í huga og við Íslendingar eigum að vera varin þar að svona geti gerst.. Veit einhver um þessa nefnd sem er búin að fara yfir þetta 2 sinnum og fundist allt í fína með þetta, hverjir eru innanborðs í þessari nefnd og hver skipaði í þá nefnd..?
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.7.2010 kl. 00:53
Sæl verið þið, við eigum í stríði við mafíu sem er fjórflokkurinn með seðlabanka fjármálaeftirlit og bankakerfið til að verja útrásarvíkingana gegn okkur!
Sigurður Haraldsson, 12.7.2010 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.