Hvað segir Stjórnarskráin okkar...

Erum við Íslendingar ekki varðir fyrir því af Stjórnarskrá okkar að þær Ríksstjórnir sem eru hverju sinni geti ekki breytt öllu eftir því sem henntar þeim hverju sinni ? 

Það á ekki að vera hægt að breyta einu eða neinu nema að við samþykkjum myndi ég halda. Þegar kemur að því að það er verið að brjóta á okkur eins og búið er að gera í þessum fjármálaheimi þá ætti Ríkistjórnin að gera allt sitt til að fólkið hennar fái notið réttar síns.

Að við Íslendingar skuli standa frammi fyrir því að ríkistjórnin okkar skuli beita kjafti og klóm til þess að verja peningana en ekki heimilin og vill helst ekki (fer maður að halda) að fólkið sitt geti lifað í sátt og samlyndi.

Það er ekkert í aðgerðum Ríkistjórnarinnar sem segir að við eigum eða meigum hafa það gott.!!  Heldur upplifa margir hið gagnstæða og það er skrítin stefna af Ríkistjórn að fara, að vilja helst að allir landar sínir séu skuldum vafnir, ósjálfbjarga, í miklum vanlíðan alla daga og upplifi sig sem sökudólga á einhverju sem þeir vita ekki um...

Þessi maður Steingrímur J. Sigfússon er ekkert lærður til þessa starfs síns sem Fjármálaráðherra og eigum við að krefjast þess að hann víkji tafarlaust vegna alls þess sem hann er búin að kosta okkur með þessu bulli sínu um að þetta og hitt sé svo gott og svo hefur komið í ljós að hann hefur jafnvel ekki hundsvit á því sem hann hefur verið að róma í ágæti sínu...

Er nóg að nefna Icesave...


mbl.is Kallar á lagabreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband