30 Apríl 2009...

Ég segi að það er komið nóg af þessari aðferðarfræði Ríkistjórnarinnar.

Það á að reka Ríkistjórnina tafarlaust frá störfum vegna þessara vinnubragða sem eru að viðhafast og fá þetta upp á borð, það er ekki ræða það að Auðlindirnar okkar fari svona....

Ef að þetta væri almenningur sem að yrði uppvís að svona óheiðarleika fengi hann þunga refsingu. Þetta er Landið okkar og við Þjóðin og það er lágmarkskrafa að þeir sem að við kjósum til starfa fyrir okkur séu að vinna fyrir okkur.

Það er sorglegt að heyra í henni Katrínu Júlíusdóttir sem tönglast og lönglast á þessum fundi sem haldin var 30 Apríl 2009 og gefur í skyn að þar hafi þessir hlutir verið ræddir og hún ekki komin í stjórnarsæti sitt þá. Þetta eru Auðlindir okkar Íslendinga og við höfum ekki einu sinni verið spurð að því hvort við Íslendingar viljum selja...

Þetta er einræðisstefna sem er verið að fara og það er alveg sama hvað við almenningur segjum það er ekki hlustað frekar en þegar Icesave var í hámæli og er ennþá, þessi ESB umsókn henni var logið í gengum þing, það eina sem að þessi Ríkistjórn kann virðist vera er að selja og selja til að geta haldið áfram bulli sínu, það er ekki verið að rífa upp framleiðslu og auka tekjur Íslendinga á réttan hátt til að koma okkur út úr skuldarstöðunni, það virðist eins og það sé ekki inn í hugmyndafræðinni hjá þessari Ríkistjórn að það er hægt þannig að borga sig út úr vandanum..

Að hlusta á þessa réttlætingu að þetta sé bara partur af þessari einkavæðingu og þess vegna sé allt í lagi að yfir 90% sé komið í hendur útlendinga sem við fáum ekki einu sinni að vita hverjir eru, er sorglegt að heyra vegna þess að þessu fólki virðist vera alveg sama um okkur Þjóðina. Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust núna...


mbl.is Bentu á lagabókstafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband