14.9.2010 | 07:57
Ríkisstjórn á skjön við vilja Þjóðarinnar...
Þau fengu frest vegna þess að það urðu Ráðherraskipti...
Þjóðin er búin að segja sitt orð um þessa óreiðu Icesaveskuld svo hvað er málið eiginlega... Af hverju var ekki tekin eindregin stefna í þessu máli um leið og vilji þóðarinnar lá fyrir....
Fyrir mér er hundurinn grafin í því að Bretar og Hollendingar eru með loforð um fulla greiðslu á þessari óreiðuskuld frá núverandi Ríkisstjórn, svo ef við Íslendingar ætlum ekki að láta troða Icesave á okkar herðar, þá er bara ein leið til og hún er að reka núverandi Ríkisstjórn frá og kalla eftir nýjum kosningum þar sem fólk kemur inn sem er tilbúið að vinna fyrir þjóðina af heilum huga með vilja þjóðarinnar að leiðarljósi...
Bretar og Hollendingar bakka eðlilega ekki frá kröfu sinni á meðan núverandi Ríkisstjórn er við völd. Ríkisstjórnin er búin að gefa loforð sitt fyrir fullri greiðslu á þessu Icesave gegn vilja okkar Íslendinga, svo ég myndi halda að næsta skref væri í okkar Íslendinga höndum þar sem vilji Ríkisstjórnarinnar er á skjön við vilja Þjóðarinnar...
Svar til ESA vefst fyrir íslenskum stjórnvöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ath. Bretar og Hollendingar fengu loforð um fulla greiðslu frá öllum ríkisstjórnum sem hér hafa starfað eftir hrun. Þetta á að vera okkur öllum ljóst þótt að sjálfsögðu hafi Sjálfstæðismenn afneitað staðreyndum í þessu máli sem öðrum.
Bestu kv.
Árni Gunnarsson, 14.9.2010 kl. 09:06
Já það margt skrítið í kýrhausnum, en það er alveg á hreinu að það er ekki verið að hugsa um þjóðarhag hjá þessari ríkisstjórn það sem vakir fyrir þeim er að vernda valinkunna útrásakólfa og sverta almenning það er kannski ljótt að sega slíkt en þannig er það bara,Það er og hefur aldrei blessast að hafa vinstri líð við stjórn þau troða alltaf á þeim verst settu ég hef sagt það áður það þarf að ryðja þeim út af alþingi því það er þjóðar skömm að það lofa þeim að níðast á þingi og þjóð.JÁ ÞAÐ ERU MÍN ORÐ.
Jón Sveinsson, 14.9.2010 kl. 09:20
Árni vissulega rétt hjá þér og hefði átt að koma fram hjá mér, en núverandi Ríkisstjórn er sú sem sveik Þjóð sína opinberlega ef við getum sagt svo með þessu kosningarloforði sínu, að það væri ekki Þjóðarinnar að borga þessa Icesave óreiðuskuld sem væri einkaskuld fárra manna. Það er ekki gott að Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur neiti staðreyndum vegna þess að þetta er mikill lærdómur sem við Íslendingar erum að ganga í gegnum og það skiptir miklu máli að hagur okkar Íslendinga sé í fyrirrúmi sem Sjálfstæð Þjóð. Hagur okkar og velferð segi ég, það er ekkert sem segir að við Íslendingar gætum ekki haft það gott ef að hjól Landsins væru að snúast fyrir okkur þjóðina... ég veit ekki í hvaða hjólförum fjármálastefnan er, en ljóst er að hún er ekki í hjólförum fyrir okkur Íslendinga. Mér finnst persónulega við Íslendingar vera búin að bjóða Bretum og Hollendingum hendina eins langt og við treystum okkur til, og jafnvel aðeins lengra í þessu Icesave, en þeir vildu ekki líta við því sem höfðum að bjóða til að lágmarka skaða þann sem varð, þó svo að allur lagaramminn segir að við Íslenskir skattgreiðendur séum ekki þeir sem borga eigi... Þetta er erfitt mál vissulega en ég hef tilfinningu fyrir því að við eigum ekki að óttast að leita réttar okkar í þessu mikla óréttlætismáli sem ég segi að þetta sé í dag...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.9.2010 kl. 09:54
Jón ég er sammála þér, það er skrítið að fólk skuli ekki geta unnið saman að hag okkar þó að í hinum eða þessum flokki sé. Þetta segir okkur í rauninni hversu óþroskaðar manneskjur við erum með við Stjórnvöld og þar kemur skólamenntun ekki þeim þroska við sem ég á við....
Haga sér eins og börn, og það er að verða okkur Íslendingum æði dýrkeypt..
það er ekki hægt lengur að Ríkisstjórnin komist upp með þessa stjórnun sína inn á Alþingi Íslendinga. Alþingi á að vera sá aðili sem ræður för.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.9.2010 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.