15.9.2010 | 09:05
Sammála er ég honum...
Ég er sammála orðum Herra Ólafs Ragnars Grímssonar Forseta Íslendinga að þessar skuldir ( Icesave ) sem til urðu vegna misgjörða hjá eigendum þessara Einkabanka sé ekki okkar almenna skattborgara að greiða og þar af leiðandi ekki okkar að borga...
Aftur á móti þá er ég ekki eins viss um að þessi staða sem uppi er með Icesave hafi ekki áhrif á ESB umsókn Íslendinga...
Annað er búið að hljóma í eyrum okkar frá Bretum og Hollendingum þar sem okkur Íslendingum hefur verið hótað akkúrat með þessu...
Ekkert ESB nema Icesave verði borgað...
Öðruvísin hótanir höfum við Íslendingar fengið frá Fjármálaráðherra okkar Steingrími J Sigfússyni, þar sem hann fór svo langt að segja að við Íslendingar gætum dáið úr þorsta ef við borgum ekki Icesave... Hann hefur líka sagt að við Íslenskir skattgreiðendur eigum bara... Óréttlæti eða réttlæti, Svona væri þetta bara heimurinn væri ekki alltaf réttlátur sagði hann við Norskan blaðamann ef ég man rétt.
Það þarf að rannsaka af hverju Fjármálaráðherra sé svona borgunar-glaður gagnvart þessum Icesave óhroða og hvað gerði það að hann gaf undirskrift sína í skjóli nætur fyrir greiðslu á þessum óhroða reikning án þess að svo mikið sem lesa hvað hann var að kvitta fyrir....
Þetta eru mjög alvaraleg vinnubrögð...
Svona vinnubrögð frá starfsfólki er ekki hægt að líða og á ekki....
Þar sem að ég vil ekki í ESB og ég á engan þátt í þessum Icesave óhroða þá segi ég að það á að hætta öllu þessu Icesave funda-rugli, Íslenska þjóðin á að fara í klossana sína núna og fara með þetta mikla ÓRÉTTLÆTISMÁL Icesave fyrir dómsstóla tafarlaust og hefði átt að vera búið að því...
Ósanngjarnar kröfur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig grunar að við höfum fengið mjög alvarlegar hótanir bakvið tjöldin frá valdamiklum aðilum erlendis. Það útskýrir stefnubreytingu Steingríms um leið og hann kom í stjórn og fékk aðgang að öllum upplýsingum.
En það er engin afsökun. Við eigum ekki að beygja okkur undir þessa aðila sama hversu sterkir þeir eru, við eigum að berjast fyrir málstað okkar og réttindum.
Geiri (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 09:13
Sammála þér Geiri.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.9.2010 kl. 09:15
Það er þó líklega ekki búið að sannast á Steingrími sjálfum einkunnin sem hann gaf öðrum ágætum stjórnmálaleiðtoga. Að hann sé GUNGA og DRUSLA!
Kristján H Theódórsson, 15.9.2010 kl. 09:24
Hann er örugglega gunga og drusla og hefur logið og svikið. Og ætlaði með lúmsku og lygum að koma yfir okkur ólöglegri fjárkúgun. Hann og allt hans Icesave-lið verður að rannsaka í Icesave-málinu.
Elle_, 15.9.2010 kl. 09:28
Kristján, ég veit ekki hvað olli þessum gjörning hans með Icesave, en þessi orð sem hann lét falla segja mest um hann sjálfan því miður. Eitt veit ég og það er að hver er sinnar gæfu smiður. Það er þá betra að segja eins og er, en ekki sýna þjóðinni þessa miklu vanvirðingu og láta eins og við þjóðin vitum ekki viti okkar í réttu og röngu...
Ég segi líka að maður á aldrei að dæma aðra án þess að vita forsenduna, og það eru ástæður fyrir öllu sem við gerum og segjum. Ástæða hjá öllum...
Ástæða réttlætir hinsvegar ekki alltaf gjörning...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.9.2010 kl. 09:41
Já Elle ég er mikið sammála þér.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.9.2010 kl. 09:41
Ekkert ESB nema Icesave sé borgað? Ég vill hvorugt þannig að mér er nokk sama. Mér finnst amk í lagi að fara með Icesave fyrir dómstóla og láta þá skera úr um réttmæti þess að almenningur verði látinn borga. Ef svo verður þá er næsta öruggt að maður fari með sína menntun úr landinu, því hér verður ekkert hægt að gera í einhverjar kynslóðir og enga vinnu að hafa.
Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 10:44
Það virðist vera algengur misskilningur að þetta sé skuld "sem hafi orðið til vegna misgjörða einkabanka". Þegar hið rétta er að þetta er skuld sem varð til vegna þess að aðgerðir Íslenska ríkisins urðu til þess að Tryggingasjóður innistæðueigenda gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Það voru okkar ráðamenn sem brugðust. Hefðu þeir staðið sig hefði Tryggingasjóðurinn séð um þetta mál og við aldrei heyrt meira um það.
En í pólitík virðist sannleikurinn oft víkja fyrir því sem lýðnum er ljúfast að heyra.
sigkja (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 12:12
Það er rangt sem þú segir sigkja. Engin lög voru um ríkisábyrgð á Icesave. Þó einkabankinn eða TIF hafi orðið gjaldþrota, kemur það ekki ríkissjóði eða skattborgurum neitt við. Eftirlitið í Bretlandi og Hollandi með Icesave bankanum brást. ESA brást líka. Við hin erum ekki að misskilja, heldur þú sjálfur.
Elle_, 15.9.2010 kl. 12:47
Sæl Elle og takk fyrir að koma inn. Sigkja það er ekki rétt hjá þér að þetta sé skuld sem varð til vegna aðgerða Íslenska Ríkisins...
Þessi skuld Icesave er tilkomin vegna þess að þeir sem áttu þessa Einkabanka stálu öllum þeim peningum sem inn í þá voru komnir, og skyldu þá eftir gal-tóma...
Það er engin önnur skýring á þessari óhroðaskuld Icesave... Svo væla þessir menn eins og aumingjar og haga sér eins og smábörn vegna þess að við þjóðin Íslendingar finnum ekki til með þeim og erum enganvegin tilbúin að missa allt okkar og fara í ánauð fyrir þá... Ef að þetta hefði verið ég eða einhver annar værum við fyrir löngu búin að fá okkar refsingu sigkja...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.9.2010 kl. 13:36
Alþingi samþykkti samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Samkvæmt honum hefur tilskipun Evrópusambandsins um innlánatryggingakerfi lagagildi hér á landi.Innlánatryggingakerfin tryggja að samanlögð innlán hvers innstæðueiganda séu tryggð upp að 20.000 evrum ef innlánin verða ótiltæk.
Útibú þarf ekki lengur að fá leyfi í gistiríki, því allsherjarleyfið gildir alls staðar í bandalaginu, og lögbær yfirvöld í heimaríkinu fylgjast með gjaldhæfi þess. (Ath. ekki Bretar eða Hollendingar heldur lögbær yfirvöld í heimaríkinu, okkar yfirvöld.)
Þegar gjaldþrota lánastofnun er lokað verða innstæðueigendur í útibúum í öðrum aðildarríkjum en þar sem lánastofnunin hefur höfuðstöðvar að njóta verndar sama tryggingakerfis og aðrir innstæðueigendur í stofnuninni. (Þannig að Bretar og Hollendingar gætu gert kröfu um að Íslenska ríkið borgaði allt, eins og það gerði á Íslandi. En ekki bara upphæð tilskipunarinnar.)
Þannig að það er kristal tært að Tryggingasjóður innistæðueigenda á að borga þessa Icesave skuld og Íslenskum yfirvöldum bar að sjá svo um að hann gæti það. Það var á ábyrgð Íslenska ríkisins að setja lög og reglur sem tryggðu að Tryggingasjóður innistæðueigenda gæti staðið við 20.000 evrurnar. Íslenska ríkið gerði það ekki.
Árið 2004 var þýska ríkið var dæmt til að greiða innistæðueigendum þessar 20.000 evrur á grundvelli tilskipunarinnar. Þýskaland hafði ekki staðið sig í lagasetningunni, hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda gat ekki borgað. Þýska ríkið bar ábyrgð á að hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda stæði við tilskipun Evrópusambandsins. Og Þýska ríkið þurfti að borga.
Ábyrgðin liggur öll hjá okkur. Okkar stjórnvöldum sem ekki stóðu sig sem skyldi í lagasetningu og eftirliti. það var á okkar ábyrgð að fylgjast með þessum fyrirtækjum, þau störfuðu undir okkar lögum og okkar eftirliti.sigkja (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 14:43
Sigkja það hefur líka komið fram í fréttum að Bretar sem og Hollendingar vissu að það var engin RÍKISÁBYRGÐ á þessum Icesave reikningum...
Það hefur að vísu komið gagnrýni á það hvernig við Íslendingar inn leiddum þessar tilskipanir, okkur sagt að við höfum ekki gert það rétt, en á sama tíma er ekki hægt að segja okkur hvernig ekki rétt... Þetta er klór í bakkann segi ég núna....
Það brugðust öll eftirlit, ekki bara hérna á Íslandi og að ætla að skella þessu klúðri á okkur Íslenska skattgreiðendur á ekki að vera hægt, og er ekki hægt eftir því sem að lög segja þegar um allsherjar Bankahrun í einu Landi er að ræða...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.9.2010 kl. 15:30
Þakka þér, Ingibjörg Guðrún, þín skrif fyrir land og þjóð.
Nú er hægt að lesa Icesave-hlutann af viðtalinu með hinni ágætu frammistöðu forsetans í uppskrifuðu textaformi á þessari vefsíðu: FORSETINN Í KRÖFTUGU CNN-VIÐTALI.
Jón Valur Jensson, 15.9.2010 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.