16.9.2010 | 08:01
Ríkisstjórnin er eiðsvarin til að hugsa um hag og velferð okkar...
þetta er að verða háttur Steingríms J. Sigfússonar Fjármálaráðherra að koma með fréttir annan daginn um að núna sé allt að verða svo gott og kreppan komin út í enda eftir hans orðum. Svo undartekningarlaust koma fréttir á eftir sem segja allt annað...
Þetta er mjög alvaraleg staða sem er komin upp og er ekki hægt að ætlast til þess að þessar Hjálparstofnanir taki að sér það hlutverk sem á að vera í höndum Ríkisstjórnarinnar, það er að sjá til þess að allir eigi ofan í sig og á.......
Þessi Ríkisstjórn er Vanhæf í öllu.
Þessi Ríkisstjórn lýgur að okkur Landsmönnum....
Það er spurning hvort það verði ekki að vekja upp kröftug mótmæli til þess að koma þessum svikaaðilum sem í Ríkisstjórn eru frá tafarlaust....
Veit Ríkisstjórnin ekki að hún er eiðsvarin til að hugsa um hag og velferð okkar Landsmanna á þann hátt sem er okkur fyrir bestu...
Hvernig getur Ríkisstjórnin heimfært það að betur fari um fólkið hennar út á götu í eymd og volæði...
Erfiður vetur framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mig langar að minnast á að það var haldin fundur um fátækt í ráðhúsinu, það var engin frá sjálfstæðisflokknum sem mætti. þessi ríkistjórn er búin að vera hvað um ár eða ár og hálft.
svo auðvitað er það stefna sjálfstæðisflokksins í launamálum sem hefur mikið með þetta að gera, og líka viðhorf alþingismanna í heild til þessara mála, en mér skilst að félagsmálaráðherra sé að láta reikna út lágmarksframfærslu, og mætti minna hann á að byrta þær niðurstöður um leið og þær berast frá háskólanum.
GunniS, 16.9.2010 kl. 08:15
Lágmarks framfærsla er um 220 þúsund á mánuði ekki minna!
Sigurður Haraldsson, 16.9.2010 kl. 08:38
GunniS. það henntar ekki Ríkisstjórninni að við Íslendingar færum að hafa það gott... Þessi fátækramörk sem eru, eru í engum takt við nútímann... Lágmarksframfærsla á ekki að vera undir 300,000 segi ég...
Það að Háskólinn skuli hafa verið fengin er ekki nógu gott fyrir mig einfaldlega vegna þess að það er akkúrat það sem að þessi Ríkisstjórn gerði með þetta Icesave mál... Fékk mann frá háskólanum til að vega það og meta hvort það ætti að láta Íslensku Þjóðina borga þennan Icesave óhroða eða þá sem að þann óhroða áttu... Við vitum öll hvaða niðurstaða kom út úr því... Jú Íslenska þjóðin hefði gott af því að fá blauta tusku framan í sig og borga þann óhroða...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 08:41
Sigurður er hún svo há...
Eru ekki atvinnuleysisbætur og frammfærsla um 150,000 til 160,000 í vasa þegar búið er að draga frá það sem þarf ...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 08:43
inga. atvinnuleysisbætur eru um 129 þús útborgað. Rvk borg er með sérstaka framfærslu og þeir halda fram að fólk eigi að geta lifað af um 110 þús minnir mig, þú ert þarna komin með ástæðuna fyrir afhverju fólk þarf að leita til kirkjunnar eftir mat. ég er sjálfur atvinnulaus og fæ hjálp frá ættingjum, ég lifi ekkert af þessu.
en já þetta reiknidæmi sem á að koma frá háskólanum er auðvitað grín, því ég fékk svar frá Gylfa í ASÍ þar sem ég ræði lágmarksframfærslu og hann bendir á að hún er komin upp í 170 - 180.000 í dag, nema það fær eingin þessa upphæð útborgað sem þarf að vera á bótum.
GunniS, 16.9.2010 kl. 13:12
já getur einhver sagt mér það afhverju atvinnuleysisbætur eru 129 þús á mánuði, framfærsla RVK 110 þús og ég fæ námslán upp á 100 þús á mánuði. Nota bene ég get ekki bara hangið heima eins og atvinnulaus einstaklingur, ég þarf að sækja tíma í skóla, ég er ekki að segja að atvinnulaus einstaklingur hafi það gott. Námsmenn verða að rembast við að fá íhlaupavinnu því námslánin duga ekki neitt, þá skerðist tíminn sem er til að læra. Þannig að við erum yfirleitt ekki að fá fólk út úr skólunum sem hefur getað nýtt allan sinn tíma í lærdóminn. Það er löngu kominn tími til að breyta þessu til að við fáum betra fólk út úr skólunum, þetta eru jú lán sem verða borguð til baka að loknu námi en ekki bætur sem eru baggi á kerfinu.
Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 14:28
Sæll GunniS, já rétt hjá þér og það þarf að laga tafarlaust allan þennan skalla, eins og framfærslustyrki sem ég held að séu aðeins hærri í krónutölu... Það er svo mikið hrópandi misræmi í Landinu að það hálfa væri nóg, Við erum með Ríkisstjórn og ráða-menn í hinum ýmsum stöðum sem þykjir alveg sjálfsagt að þá þessi góðu laun sem við erum tilbúin að borga þeim fyrir vinnu sína, á sama tíma að því fólki finnst allt í lagi að setja launagreiðendur sína okkur út á Guð og gadd liggur við að ég segi...
Ef að við eigum að geta lifað á þessu sem að Ráðamenn segja að við eigum að geta, þá krefst ég þess að ALLIR RÁÐAMENN verði settir á 110,000kr. í mánaðarlaun á mánuði þar til við Íslendingar erum komnir út úr þessum mikla halla sem að þessir ráðamenn eru búnir að koma okkur í. Það má jafnvel athuga að gefa þeim Jólabónus ef að árangur er góður í vinnu... Það erum við Íslendingar sem að eigum að RÁÐA ...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 15:20
Haraldur ég veit að þetta er alveg hræðileg staða sem er verið að setja almenning í og er framfærslan hjá Rvk ekki nema 110,000kr...
Hvernig er verið að fara með menntakerfið og menntafólkið er alveg sér hneisa út af fyrir sig segi ég, það er engin heil hugsun í einu eða neinu finnst mér sem er í gangi hjá Ríkistjórninni annað en innganga í ESB... Það er í okkar Íslendinga höndum hvort þetta er það sem að við viljum eða ekki, og með því að mótmæla ekki þá erum við að samþykkja þessar aðgerðir allar sem yfir okkur eru að ganga.... Þess vegna segi ég það verður að byrja kröftug mótmæli tafarlaust til að fá þessu ástandi sem er breytt...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 15:29
Haraldur, nei ég get ekki sagt þér afhverju þetta er svona, það vantar almenn viðmið eins og manni skilst að séu höfð til að finna út framfærslu á norðurlöndnum, ég þekkti fólk sem var við nám úti í danmörku og heyrði það ræða kerfið á íslandi, og kom fram að í danmörku þá eru námslán það há að fólk getur verið að kaupa íbúð á meðan það er í námi.
GunniS, 16.9.2010 kl. 18:44
GunniS, akkúrat eins og í Danmörku eigum við Íslendingar að búa að fyrir menntafólkið okkar. Mér finnst vanta þetta hugarfar hérna hjá okkur að saddur og nærður einstaklingur er sá sem að skilar sínu vel og til fulls...
Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk geti skilað fullum afköstum hvort sem er til vinnu eða náms svangt og áhyggjufullt yfir því að eiga ekki fyrir reikningum sínum eða fæði... Þessu þarf að breyta...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.