Hvor lýgur...

Það sem mig langar að vita er hvort það sé Fjármálaráðherra Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon sem er að segja Þjóðinni ósatt eða Viðskiptablaðið...

Steingrímur var spurður um þetta í gær og þvertekur fyrir að nýtt tilboð sé í gangi...

Þessar lygar er ekki hægt að líða lengur og það verður að fara að reka þessar lygar jafnóðum ofan í þessa ráðamenn í Ríkisstjórninni svo það sé hægt að gera þeim grein fyrir því að svona vinnubrögð er ekki það sem að við Þjóðin líðum... Það skiptir engu máli í hvaða sæti í Þjóðfélagsstiganum fólk er lygar eiga ekki að líðast...

Við höfum boðorðin tíu sem part af okkar siðareglum í lífinu okkar og að við Íslendingar skulum vera með Ríkisstjórn sem finnst alveg sjálfsagt að ljúga út og suður er ekki sjálfsagt og á ekki að vera...

Vanhæf er þessi Ríkisstjórn í alla staði og á hún að hafa vit á því að koma sér frá tafarlaust vegna þess að heiðarleiki var það meðal annars sem að þjóðin kallaði eftir í síðustu kosningum og það er ekki heiðarleiki að láta kjósa sig meðal annars á þeirri forsendu að óreiðureikningurinn Icesave sé ekki þjóðarinnar að borga, en svo um leið og fólkið komst til valda þá er allt, já allt gert til að reyna eins og hægt er að koma þessum óhroða á herðar okkar til borgunar...

Það á að fara með Icesave fyrir dómstóla og Íslendingar eiga að leita réttar síns í þessu mikla ÓRÉTTLÆTIS máli sem þetta Icesave mál er fyrir mínum augum hjá okkur Íslendingum...

 


mbl.is Nýtt Icesave-tilboð í undirbúningi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki maðurinn hokinn af "lygum" - hann og hún og hinir vinna hörðum höndum að neyða þessu ICESAVE inn á þjóðina þrátt fyrir skír skilaboð að þjóðin á bara ekkert að koma nálægt þessu

Jón Snæbjörnsson, 16.9.2010 kl. 08:41

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Jón, það hvarlar að mér hvort það verði ekki að vekja upp kröftug mótmæli núna og koma þessari Ríkisstjórn frá í eitt skiptið fyrir öll...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 08:49

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Það er engin spurning um það í ljósi reynslunnar, að Steingrími er fyrirmunað að segja satt. Svo að mín ályktun er sú að hann lýgur þessu.

Magnús Óskar Ingvarsson, 16.9.2010 kl. 09:12

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Steingrímur er svo vanur að ljúga að hann munar ekki um eitt skipti til eða frá.

Sigurður Þórðarson, 16.9.2010 kl. 09:46

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Magnús því miður þá bendir allt til þess...

En er það það sem að við Íslenska þjóðin viljum... Óheiðarleika í öllum aðgerðum Ríkisstjórnarinnar... á sama tíma og hún Ríkisstjórnin stígur fram og reynir að telja þjóðinni trú um allt aðra mynd... Þetta er mjög alvaraleg staða sem að við Íslendingar erum í, að vera með svona ráðamenn sem ljúga út og suður og halda að það sé bara allt í lagi vegna þess að þeir eru í þeim sætum sem þeir eru... Ráðamenn eiga að vera okkar fyrirmynd, og þetta er ekki sú fyrirmynd sem ég vil hafa fyrir okkar hönd. Óheiðarlegt pakk sem veit ekki lengur hverju það er búið að ljúga og er jafnvel farið sjálft að trúa þessum lygum sínum... Maður sem lýgur er ekki bara að ljúga að öðrum, viðkomandi sjálfur er ekki að geta horfst í augu við raunverulega stöðu og þess vegna grípur hann til lygar... Þetta er mjög alvaralegt vægt til orða tekið...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 09:49

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Sigurður, en það táknar samt ekki að hann eigi að komast upp með það lengur að geta logið út og suður, það var ekki eitt af kosningarloforðum sem að við kusum...

Óheiðarleiki út í eitt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 09:53

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Því miður þá sýnir reynslan af SJS að það eru allar líkur á að hann sé að ljúga.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.9.2010 kl. 10:04

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er sorglegt fyrir okkur að vera með svona mann til að passa Fjármál okkar og hag, og okkur Íslendingum til skammar að vera með svona Fjármálaráðherra....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband