17.9.2010 | 15:16
Vönduð vinnubrögð viljum við...
Það er ætlast til þess að Alþingi vinni vinnuna sína vel og vandlega og Alþingi virðist gera sér grein fyrir því að til þess að svo sé hægt þá verður Alþingi eðlilega að hafa ÖLL gögn og upplýsingar um málefnið hefði maður haldið...
Var ekki sett út á þessi vinnubrögð...
Þettta er ekkert smá mál sem um er að ræða hérna, svo hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að Alþingi skili vönduðum og vel unnum vinnubrögðum ef Alþingi er ekki einu sinni að fá öll gögn...
Það er eitt sem að ég myndi vilja að sett yrði í lög með vinnureglur Alþingis og það er að áður en 1 umræðu er lokið og henni komið í 2. umræðu þá á að líða sólarhringur. Strax að morgni næsta dags og allir eru en sama sinnis um að fyrstu umræðu sé lokið þá er hún afgreidd til 2. umræðu, eins á að vera á milli 2. og 3. umræðu... Vitiborin manneskja veit að tíminn vinnur með henni og að góður nætursvefn skilar sínu, fljótfærni skilar sér aldrei vel...
Það eru mikilvægar ákvarðanir teknar á Alþingi er varða framtíð okkar Íslendinga, svo vönduð vinnubrögð viljum við væntanlega hafa....
Þögn og leynd sú er allir þessir Ráðherrar virðast hafa verið sammála um að hafa í hávegum á þessum tíma gagnvart okkur almenningi um hina raunverulegu stöðu sem var, gerði það að allt varð miklu, miklu, miklu verra en það hefði þurft að verða...
Það að Ráðamenn þorðu ekki að segja okkur frá þessari stöðu sem upp var komin er mjög alvaralegt mál, og það segir mér bara eitt að ALLIR VISSU UPP Á SIG SKÖMMINA....
Fyrir mér þá er ekki að ræða að Íslendingar verði gerðir að blórabögglum fyrir þessa menn og er mér alveg sama í hvaða flokki þessar manneskjur voru og eru, það sem við Íslendingar þurfum að hugsa núna er "hvernig getum við tryggt að svona verði ekki svo glatt farið með fé okkur aftur....
Fangelsi er það sem að menn óttast mest....
Þetta er mjög alvaralegt sem að gerðist með þessari þögn þeirra, og það á ekki að vera möguleiki á að Ráðamenn heilla þjóðar geti komist upp með það að segja að þetta hefði hvort sem er allt fallið svo tíma-setningin sem slík skiptir ekki höfuð málinu....
Það hefði ekki þurft að fara svona ílla, það eru allir sammála um....
Umræðu frestað til mánudags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.