Ljótt mál...

Hún Margrét bendir á þennan eina stóra mikla punkt sem að allt þetta snýst um Icesave...

Það er þessi innlánssöfnun sem varð á þessa Icesave reikninga sem að hefði aldrei orðið svona mikil í vexti sínum ef að fyrr hefði verið gripið í taumana... Hvað þá vorið 2006....

Menn eiga að bera ábyrgð það á ekki að vera spurning, heldur er það hvers konar ábyrgð menn eiga að sæta vegna þessa....

Ég pesónulega segi að þeir sem að misstu vinnu sína vegna þessa á sínum tíma hafa vissulega tekið sína ábyrgð út og má deila um hvað hverjum og einum finnst þar, en það eru hinir sem að ennþá er að og einnig þeir sem að tæmdu allar fjárhirslur í fyrirtækjum sínum og skildu eftir sviðna jörð sem eiga eftir að fá sína refsingu...

Þetta mikla mál á að setja í hendur okkar Þjóðarinnar.  Alþingi er ekki að ráða við þetta mikla spillingarmál vegna þess að þessi spilling er þar innandyra í Ríkisstjórninni og á meðan svo verður þá fær það sem að heitir réttlæti okkur til aldrei fram að ganga segi ég...

Stöndum vörð Íslendingar það er okkar velferð og okkar hagur sem á að skipta máli....


mbl.is „Ógeðsleg“ framganga Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Kaldhæðnin í öllu þessu máli er sú að þeir stjórnmálamenn og embættismenn sem bera meginábyrgð á glæpnum eru sloppnir fyrir horn vegna þriggja ára fyrningartíma á glæpum stjórnmálamanna og þeirra skósveina svo að þeir sem að mestu leyti fengu glæpina í arf í ríkisstjórn sitja uppi með sökina. Og gleymum svo ekki að kenna níumenningunum sem mótmæltu í þinghúsinu um allt saman.

corvus corax, 21.9.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband