Ríkisstjórnin rúin trausti vegna svika...

Sorglegt er að Forseti Alþingi og Ríkisstjórn haldi að staðan sé allt önnur en hún er í raunveruleikanum...

Þau öll tönglast á þessari setningu að umboð hafa þau fyrir vinnu sinni frá Þjóðinni vegna þess að þau voru kosin af þjóðinni...

Þau segja að við fólkið séum bara reið og við vitum þess vegna ekki hvað við viljum eða hverju við erum að mótmæla eins og Steingrímur gaf í skyn...

Rifjum aðeins upp hvað það var sem gerði það að þau voru kosin til valda....

Jú þessi kosningarloforð þeirra sem hljóðuðu uppá SKLJALDBORG utanum Heimili Landsmanna og fyrirtæki þeirra...

Ekki Þjóðarinnar að borga einka-óreiðuskuldina Icesave, og öll vitum við hvernig það mál er búið að vera, allt gert til að reyna koma því á herðar okkar þó svo að okkur beri engin lagaleg skylda til að greiða, og fleiri voru loforðin...

Þjóðin er bál reið og veit alveg hverju hún er að mótmæla, hún er að mótmæla vegna þess að Ríkistjórnin lét kjósa sig á þeirri forsendu að Þjóðinni vildi hún bjarga, heimilum Landsmanna og fyrirtækjum, Einnig átti að hlífa Öryrkjum, ellilífeyrisþegum og þeim lægst-launuðu.

Öll vitum við hvernig staðan er í þessum málum og nægir mér að hugsa til fréttarinnar á RÚV í kvöld þar sem það var viðtal við unga mann sem átti ekki í neitt hús að vernda í nótt, og ekki átti hann til pening fyrir mat, og vegna kerfisins var ekki hægt að rétta honum hjálparhönd strax, þessi ungi maður situr í huga mér vegna þess að hann brotnaði niður og ég finn til með honum....

Ég hef áhyggjur af honum og mun ég biðja Guð minn að gera allt sitt sem hann getur til að rétta þessum unga manni alla þá hjálp sem hann þarf á þann hátt sem er honum fyrir bestu. 

Ríkisstjórnin á að víkja vegna þess að traust hefur hún ekki lengur frá fólkinu sem kaus hana vegna þessa fögru loforða sem Ríkisstjórnin er búin að svíkja í einu og öllu.... Um það snúast þessi mótmæli núna finnst mér. Fólkið var svikið af Ríkisstjórninni sem ætlaði að bjarga því frá þeirri stöðu sem það er komið í dag, svo það er ekkert traust lengur og mun ekki verða....

Alþingi á að rjúfa þing og boða til kosninga tafarlaust...


mbl.is Mótmælin settu svip á þingsetninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er akkurat svona! Góð grein.

Eyjólfur G Svavarsson, 2.10.2010 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband