Svik og ekkert annað...

Þessi frétt fær mig til að hugsa hvort þessi stefna hafi alltaf verið sú stefna sem Ríkisstjórnin ætlaði sér að fara...

Að bjarga bönkunum og þar afleiðandi  þeim sem komu bönkunum í þá stöðu sem þeir voru komnir í á kostnað heimila og fyrirtækja á Íslandi...

Að það skuli þykja allt í lagi að bjarga bönkunum eins og þeim var bjargað og afskrifa tugi og hundruði milljarða í leiðinni til þeirra og setja svo blygðunarlaust allan þann kostnað á heimilin og fyrirtækin sem eftir standa er ekki í lagi...

Að Ríkisstjórnin skuli voga sér að bjóða okkur upp á svona vinnubrögð sínir svo ekki fari á milli mála að Velferð okkar og Hag er hún ekki að hafa að leiðarljósi og finnst mér það miður og leiðinlegt. Bara það að Ríkisstjórninni skuli finnast það sjálfsagt að afskrifa á einum stað en ekki öðrum er ekki í lagi og þá er ég að tala um erlendu Húsnæðislánin sem fóru á lítið til baka í bankana og bílalánin einnig og Ríkisstjórninni sem og bönkunum finnst það bara í góðu lagi að heimilin og fyrirtækin taki allt á sig án nokkrar leiðréttingar...

Ég segi að ef það er hægt að afskrifa á einum stað þá er það hægt á öðrum stað...

Það er hvergi talað um það tjón sem að þetta er búið að valda almenningi þó svo að það sé búið að dæma ólölegt lánaform á þeim lánum sem eiga í hlut og algjör forsendubrestur hafi átt sér stað...

Nei heldur er reynt allt til þess að finna leiðir til þess að almenningur verði margar kynslóðir með þetta hrun á bakinu, hrun sem þeir ollu ekki sjálfir einu sinni... 

Það er ekki lausn að fresta frekari aðgerðum, Það á að fella allar þessar skuldir niður segi ég.


mbl.is Brot af tapi heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband