Þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður eða ekki...

Ég vil Þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar vilja halda áfram þessum ESB aðildarviðræðum sem breyttust á einu AUGABRAGÐI í aðildarferli...

Þjóðaratkvæðagreiðslu um það strax...

Þjóðinni var lofað því að 2 Þjóðaratkvæðagreiðslur fengi hún um þessa ESB aðild og þjóðin er búin að fá að heyra það þegar kallað var eftir fyrri Þjóðaratkvæðagreiðslunni að það væri ekki til peningur fyrir henni...

Núna er greinilega til peningur svo ég kalla eftir því í leiðinni og þjóðin svarar um vilja sinn hvernig hún vilji hafa framtíðarskipan um fiskveiðistjórnunina í Landinu, að þjóðin segi þá í leiðinni vilja sinn um það hvort hún vilji áframhald á þessum ESB aðildarviðræðum sem voru svo aldrei viðræður heldur aðildarferli...

Við skulum hafa það í huga og athuga það að Forsætisráðherra Íslendinga Jóhanna Sigurðardóttir sá það kannski fyrir sér að samhljóm fengi hún ekki frá meirihluta þjóðarinnar með þessa ESB löngun sína. Ástæðu sá hún til að fá lagabreytingu á Alþingi samþykkta um gildi á vægi vilja þjóðarinnar í ESB á einni Þjóðaratkvæðagreiðslu og aðeins einni...

Það þýðir á mannamáli að hver sem að niðurstaða Þjóðarinnar verður í fyrstu Þjóðaratkvæðagreiðslunni þá getur hún hunsað niðurstöðu þá sem verður, ef hún er ekki henni Jóhönnu Sigurðardóttir í hag....

Þess vegna er það nauðsynlegt segi ég að Þjóðin fái sínar tvær Þjóðaratkvæðagreiðslur um vilja sinn í þetta ESB....

Forsætisráðherra Íslendinga Jóhanna Sigurðardóttir getur þá sýnt þjóðinni þá vanvirðingu að hunsa vilja meirihluta þjóðarinnar í fyrstu Þjóðaratkvæðagreiðslunni sem mun gera það að varðandi Þjóðaratkvæðagreiðslu númer 2. ber henni skylda til að fara eftir fjölda JÁ og NEI...

Stöndum vörð um Ísland Íslendingar hvort sem það er til Lands eða Sjávar þetta er Landið okkar og Auðlindirnar okkar sem er verið að kljást um....

Ekkert ESB segi ég....

 


mbl.is Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband