Svik einu sinni en...

Það liggur við að ég segi Ríkisstjórn skammist ykkar...

Það varð allt vittlaust í mótmælum hérna fyrir viku síðan, mótmælum sem hafa verið að stigmagnast um allt Land síðan og hvað gerir Ríkisstjórnin....

Jú hún fær hland fyrir hjartað og grípur til þeirra ráðstafana sem er henni einni lagið að ljúga, ljúga í því formi að gefa fólki falskt öryggi um að það sé loksins að koma leiðrétting og björgun heimila og fyrirtækja til og fær Ríkisstjórnin Hagsmunasamtök heimilana með sér núna í þennan snúning í von um að það verði til þess að við (ólýðurinn eins og Steingrímur kallaði okkur Íslendinga) Íslendingar sættum okkur bara við það að missa allt og fara í þessa ánauð um ókomna framtíð sem þessari Ríkisstjórn er mikið í mun að við förum í.....

Það er verið að draga okkur Íslenska skattgreiðendur á asnaeyrum sýnist mér vegna þess að það er ekki ætlunin, og var aldrei ætlunin hjá þessari Ríkisstjórn að gera neitt fyrir heimili og fyrirtæki Landsmanna...

Af hverju ég segi að það sé verið að draga okkur Íslenska skattgreiðendur á asnaeyrum þá liggur það alveg ljóst fyrir þar sem það er búið að bjarga þeim útrásarvíkingum sem komu okkur í þessa stöðu á okkar kostnað og Ríkisstjórnin núna farin að grípa til hinna og þessara orða okkur til vegna þess að við Íslendingar sættum okkur ekki við svona framkomu. Framkomu þar sem lítið er gert úr okkur vegna þess að við teljum ánauð ekki okkar besta kost... 

Það verður að efna til ALSHERJAR MÓTMÆLA núna sem hætta ekki fyrr en þessi Ríkisstjórn segir af sér...


mbl.is Engin verkáætlun kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Sammála, þessi ríkisstjórn þarf að fara í hvelli, gerir ekkert sem gagnast neinum. Burtu með þetta lið í hvelli!

Edda Karlsdóttir, 13.10.2010 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband