23.10.2010 | 22:55
Gaf mér aðra sýn að sjá húsið...
Það verð ég að segja að þetta hús kom mér skemmtilega á óvart.
Fórum við nokkur saman og skoðuðum það sem var í boði að sjá og þetta er ekkert smá starfsemi sem fer þarna innan dyra sem og utan verð ég að segja og hafði ég vissulega mínar hugmyndir en að sjá er allt annað. Það er ljóst að það þurfa margar hendur að vinna vel saman til að allt gangi upp svo að við Landsmenn sem setjumst niður fyrir framan Sjónvarpið heima, eða hlustum á útvarpið getum hlustað og séð það sem í boði er, og er mikill munur á beinni útsendingu eða ekki...
Allir þessir búningar og munir sem voru til sýnis fengu mann til að hugsa til liðins tíma og fékk mig einnig til þess að leiða hugann að öllu því Íslenska efni sem gert hefur verið og allt Barnaefnið sem hlítur að vera til...
Að sjá hvaðan hljóðið kemur þegar maður er að hlusta á útvarpið verður allt öðruvísi eftir þessa heimsókn. Ég verð að hafa orð á Þessari stóru gólfklukku á hægri hönd þegar maður labbar inn í andyri hússins vegna þess að hún vakti athygli mína og fékk mig til þess að hugsa til þess hvort þetta sé sú klukka sem vakti Landsmenn lengi vel kl. 7 á morgnana með slætti sínum, og lét Landsmenn einnig vita þegar hún var 12 á hádegi...
Góð heimsókn segi ég sem endaði með góðri rjómavöfflu og góðum kaffisopa í boði hússins, og þakka ég fyrir mig.
![]() |
Opið hús hjá RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég gleymdi þessu,en hef aðeins fyrir mörgum árum kíkt þarna inn 2-3svar.
Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2010 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.